Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1968, Page 80

Læknablaðið - 01.10.1968, Page 80
234 LÆKNABLAÐIÐ röntgenlækna leyst allt að 90—95% þeirra vandamála, sem reka fólk á fund lækna. Hvort og hvenær læknir á að vísa sjúklingi til annars læknis, verður aldrei ákveðið með reglugerð. Slíkt verður að ráðast af heiðarleika læknanna og vera háð mati þeirra á eigin kunnáttu og til- finningu fyrir hagsmunum sjúklinganna. Frekari sérhœfing (subspecialisering) lœkna á ekki að vera bund- in reglugerðarákvæðum stjórnmálamanna. Hún þarf að geta þróazt óháð löggjafa- og ríkisvaldi að því marki, sem æskilegt er hverju sinni, miðað við læknisfræðilega þróun og þjóðfélagslegar aðstæður á hverj- um tíma. Þannig myndi skapast betri grundvöllur til samfelldrar þró- unar. Sérhæfing hérlendis hlýtur fyrst og fremst að fara eftir þeim verkefnum, sem íslenzkir læknar þurfa að leysa. Því fjölmennari sem þjóðin verður og því lengra sem læknisfræðileg tækni nær, þeim mun margslungnari verður sérhæfingin. Á myndinni eru sýndar nokkrar undirsérgreinar, sem hafa þegar náð fótfestu hér á landi. Sérfræðingar í meltingarsjúkdómum, barna- lækningum, hjartasjúkdómum, geðlækningum og kvensjúkdómum eru orðnir allmargir og hafa jafnvel myndað sérgreinafélög. Hins vegar er skortur á læknum með framhaldsmenntun í öðrum greinum, til dæmis ellisjúkdómum. Undirsérgreining á að vera einkamál lækna og þarf hreint ekki að vera á vitorði almennings. Þegar sérgreinaprófi er náð, geta laun verið í réttu hlutfalli við ábyrgð og starfsaldur. Það ætti hins vegar að vera næg viðurkenning á afburðakunnáttu, að læknir vísar sjúklingi til starfsbróður. Einnig gæti það verið vegsauki að verða tækur í sér- greinafélag, sem setur viss hæfnisskilyrði. Félagar í sérgreinafélögum nálægra menningarlanda hljóta að geta orðið félagar í íslenzku sér- greinafélagi hindrunarlaust. Fyrir þá, sem vilja meiri frama, stendur leiðin opin til doktorsprófs og vísindalegra afreka. Lokaorð Þær breytingatillögur, sem felast í þessu spjalli, eru í aðal- atriðum eftirfarandi: 1. Fyrstu sex námsárunum sé varið til alhliða undirbúningsnáms, er veiti réttindi til lækningastarfsemi með vissum takmörkunum. 2. Eftir kerfisbundið framhaldsnám í þrjú ár með takmarkað lækn- ingaleyfi í einhverri aðalsérgrein fáist löggilt leyfi til sjálfstæðr- ar starfsemi í hlutaðeigandi grein. Slíkt leyfi fæst þannig í fyrsta lagi níu árum eftir, að læknisnám hefst. 3. Undirsérhæfing verði ekki háð reglugerðum stjórnmálamanna, heldur sé einungis á vitorði lækna sjálfra og háð reglum, sem þeir setja í samræmi við það, er þeir telja æskilegast á hverjum tíma. 4. Fastanefnd verði komið á fót til þess að vaka yfir námsskipan í læknisfræði. Heimildir: 1. Den fremtida utbildningen av medicinska specialister och forskare i Norden. Rapport frán det Andra Nordiska Medicinska Undervisnings- mötet i Göteborg den 7.—9. okt. 1966.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.