Læknablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 82
236
LÆKNABLAÐIÐ
Sérfræðiviðurkenning:
Þórey J. Sigurjónsdóttir var hinn 1. desember 1967 viðurkennd sér-
fræðingur í barnaiækningum. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1950 og stundaði tungumálanám við Háskólann í Oslo
næsta vetur. Innritaðist í læknadeild Háskóla fslands haustið 1951 cg
varð cand. med. í janúar 1959. Að loknu embættisprófi varð hún náms-
kandídat í Reykjavik. Frá sept. 1960 til jan. 1961 námskeið í lyflæluiis-
fræði við Graduate School of Medicine, University of Pennsylvania,
Philadelphia, Bandaríkjunum. Almennt lækningaleyfi 31/5 1961. Fiá
júní 1961 til júni 1962 var hún aðstoðarlæknir við Barnaspítala Hrings-
ins, Landspítalanum, Reykjavík. Júní 1962 til sept. 1962 aðstoðarlækn-
ir við Borgarspítalann í lteykjavík; október 1962 til janúar 1963
starfandi á barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík; júní
1963 til september 1963 aftur aðstoðarlæknir við Borgarspítalann í
Reykjavík. Því næst hélt hún til Bandaríkjanna, þar sem hún var
við sérnám í barnalækningum við Mayo Graduate School of Medicine,
Mayo Foundation, University of Minnesota, Rochester, Minnesota, frá
1. október 1963 til janúar 1967. Síðustu 10 mánuðina helgaði hún ein-
göngu barna-endocrinologiu. Hún hefur starfað við Barnaspítala
Hringsins, Landspitalanum, Reykjavík, frá því í marz 1967, en jafn-
framt haft lækningastofu í Reykjavik frá apríl 1968.
Ritgerðir: Precocious Puberty, A report of 96 cases. (American
Journal of Diseases of Children, vol. 115, March 1968); Premature
Pubarche ( Clinical Pediatrics, Jan. 1968).
Þorgils Benediktsson var viðurkenndur sérfræðingur í lyflækn-
ingum hinn 28. nóvember 1967. Hann varð stúdent frá M. A. 1948 og
cand. med. frá Háskóla íslands vorið 1955; veitt lækningaleyfi 24. april
1962.Hann fékk lækningaleyfi í Svíþjóð 24. marz 1962 og var viður-
kenndur þar sérfræðingur í lyflækningum 27. okt. 1966. Eftir emb-
ættispróf var hann settur héraðslæknir í IV2 ár og var aðstoðarlækn-
ir á Rannsóknarstofu Háskólans 1. okt. 1956 til 1. okt. 1957. Árin
1957 til 1967 var hann við störf og framhaldsnám á sænskum sjúkra-
húsum, nema tímann 7/10—16/12 1959, þá á námskeiði í lyflækn-
ingum, Hammersmith Hospital í London. — Kvæntur Emmu Christ-
ence, f. Reerslev.
Halidór Steinsen var hinn 24. febrúar 1968 viðurkenndur sér-
fræðingur í lyflækningum og 13. marz 1968 með giktsjúkdóma sem
undirgrein.
Halldór varð stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1951, cand. med.
írá Háskóla íslands veturinn 1959; stundaði héraðslæknisstörf í Fær-
eyjum um ársbil að afloknu kandídatsári, en starfaði síðan sem að-
stoðarlæknir við Árhus Kommunehospital frá 1. nóvember 1960 til
30. september 1964 á orkulækninga-, lyflæknis- og barnasjúkdóma-
deildum. Aðstoðarlæknir á Árhus Amtssygehus 1. október 1964 til 31.
desember 1966. Frá janúar 1967 til 30. apríl 1967 starfaði hann á
Malmö Almánna Sjukhus og Södersjukhuset, Stokkhólmi.