Læknablaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 31
LÆKNABLADID
83
jákvæða svörun við ofnæmisþolprófi. Er petta
talið benda til pess, að um bráðaofnæmi geti
verið að ræða, en það hefur pó ekki verið
sannað. Sýnt hefur verið fram á, að TDI dragi
úr myndun á cyklísku 3', 5' AMP. Gæti pað
verið orsökin fyrir óeðlilegu næmi einstakra
verkamanna fyrir efninu. Lomudal kemur í veg
fyrir astma af TDI (5, 22).
Astma hefur verið lýst hjá starfsfólki, sem
vinnur við að pakka kjöti í plastumbúðir. i
Bandaríkjunum einum hafa 75000—100.000
fólks pennan starfa. Plasthimnan, sem notuð er
við pökkunina, er úr polyvinylchloride (PVC).
PVC er mjög mikið notað í margs konar
iðnaði auk plasthimna í umbúðir, t.d. i leðurlíki,
gólfdúka vatnspípur, flöskur, töfluglös og raf-
einangrun. Þegar kjöti er pakkað, er plastið
skorið með heitum vír og við pað myndast
eimur (pyrolysis), sem talinn er valda einkenn-
unum. Lýst hefur verið bráðum astma, en
einnig seinum astmasvörunum, og stundum
hefur fylgt einkennunum hiti. Einkenni eru
vanalega mest fyrsta vinnudag eftir frí. Ekki er
vitað hvort ofnæmi á nokkurn pátt í þessum
einkennum (22). Hins vegar myndast saltsýra
(HCL) við bruna á PVC og getur hún átt
einhvern pátt í astmanum vegna ertandi áhrifa
á slímhúðina.
Polyethylen er talsvert mikið notað m.a. í
fiskkassa hér á landi. Við hitun upp í 3—
400 °C myndast efnasambandið acrolein, sem
er ertandi fyrir öndunarfærin. Vitað er um eitt
sjúkdómstilfelli hér á landi í sambandi við
viðgerð á fiskkössum. Eðli einkennanna er þó
ekki nánar þekkt. Phthalic acid anhydride,
aminoethylenethanolamine, epoxy resins og
colophony eru efni, sem notuð eru í plastiðn-
aði og rafeindaiðnaði og víðar og geta valdið
astma án pess að orsakir séu nánar pekktar (4,
22).
Ýmis efni
Hér á undan hefur verið fjallað um sjúkdóms-
orsakir, sem valda ofnæmi eða geta hugsan-
lega valdið ofnæmi. Áður hef ég minnst á, að
allt ryk geti valdið einkennum í öndunarfær-
um, einkum hjá peim sem viðkvæmir eru.
Fjöldi kemískra efna hafa ertandi áhrif á
öndunarvegina og mun ég minnast á nokkur,
en ekki er sú upptalning tæmandi. Ég hef
minnst á saltsýru, en klór og ammoníak verka
einnig ertandi. Sömuleiðis köfnunarefnistvíildi
(N02), sem veldur silo fillers disease (súrheys-
turnaveiki). Brennisteinstvíildi (S02) er mjög
ertandi, en petta efni er í útblæstri bifreiða og
því einn aðalmengunarvaldur í stórborgum.
Ozone (03) myndast meðal annars við rafsuðu
og veldur lungnasjúkdómum einkum hjá járn-
iðnaðarmönnum. Áður hef ég minnst á forma-
lín, sem m.a. er notað í pressaðar viðarplötur.
Það getur valdið astma hjá trésmiðum og
íbúum nýrra húsa. Astma vegna formalíns
hefur líka verið lýst hjá starfsfólki á sjúkrahús-
um og rannsóknarstofum (12, 13, 16).
35 ára gömul kona með týpisk einkenni um frjókorna-
ofnæmi, p.e.a.s. kláða í nefi og augum, nefrennsli og
nefstíflur yfir hágróðurtímann. Hún hefur tvisvar
fengið astma; í fyrra sinnið átti að spónleggja vegg í
stofunni heima hjá henni og stóðu nokkrar spóna-
plötur í stofunni og biðu eftir framkvæmdum. Eftir
u.p.b. 2 daga tók að bera á astma hjá henni, sem
hvarf strax og spónaplöturnar voru fjarlægðar. í
annað sinn hafði lítil spónaplata staðið í 2 — 3 daga
inni í herbergi sonarins, þegar astmaeinkennin
gerðu vart við sig, en þau hurfu strax og spónaplat-
an var fjarlægð.
SJÚKDÓMAR
Sjúkdómar hjá bændum: Algengt er, að bænd-
ur hafi sjúkdóma í öndunarfærum, sem rekja
má til vinnu við gegningar í hlöðu á veturna.
Ekki er vitað um tíðni þessara sjúkdóma á
íslandi, en í nýlegri könnun í Orkneyjum á
bændum og skylduliði þeirra höfðu 15%
ofnæmissjúkdóma í öndunarfærum (6). Ofnæm-
isrannsóknir á ungum bændum og börnum
uppöldum í sveit svo og reynsla mín af eldri
bændum, sem komið hafa til meðferðar á
Vífilsstaðaspítala, bendir til pess að atvinnu-
sjúkdómar í öndunarfærum séu miklu tíðari
hjá bændum en öllum öðrum starfsstéttum
landsins, nema e.t.v. bökurum. Mér virðist
einnig einkenni vera fjölbreyttari en áður
hefur verið lýst og skipti þeim hér í fjóra
flokka.
1) Bráðaofnæmi í nefi og lungum.
2) Heysótt (alveolitis allergica).
3) Bólgur í nefi og berkjum/astmi vegna
ertandi áhrifa frá heyryki.
4) Langvinn berkjubólga/lungnaþemba.
1) Bráðir ofnæmissjúkdómar koma fyrst og
fremst hjá börnum og unglingum eða ungu
fólki, en peir koma sjaldan fram hjá miðaldra
og eldra fólki. Því er helst að vænta slíkra
einkenna hjá börnum bænda og bændum, sem
nýlega hafa hafið búskap. Oftast byrja einkenn-
in með kláða í nefi, hnerrum, nefrennsli og