Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 30
82 LÆK.NABLADIÐ ég hef prófað fyrir þessum ofnæmisvöldum hér á landi, virðist mér D. pteronyssinus hafa heldur yfirhöndina. Rykmaurarnir eru litlir eða 0,4—0,5 mm að stærð. Þeir lifa best í rúmdýn- um, koddum eða tauklæddum og stoppuðum húsgögnum. Þeir eru taldir lifa á flösu eða húðhreistri fólks, en einnig lifa peir á sveppum, bakteríum og plöntuhlutum. Hæfilegt hitastig fyrir pá er u.p.b. 25° C og hæfilegt rakastig er 70 — 80 %. Þegar rykmaurarnir drepast verða peir hluti af pví ryki, sem safnast í rúmdýnur og önnur húsgögn og pyrlast upp, t.d. pegar búið er um rúm. Rykmaurum getur fjölgað mjög í korni og heyi og nýlegar rannsóknir frá Orkneyjum benda til pess, að rykmaurar séu aðalorsökin fyrir bráðaofnæmi af heyryki (6, 13). Staðfest hefur verið, að rykmaurar hafa fundist í verulegum mæli í fóðurbæti hér á landi (Sigurður Richter). Bjöllutegundin Sitop- hilus granarius, sem vex í korni, er álitin geta valdið seinum ofnæmissvörunum. Ryk veldur ýmis konar ofnæmiseinkennum, en oft er erfitt að greina á milli, hvort um raunverulegt ofnæmi er að ræða eða ertandi áhrif á öndunarvegina. Lengi hefur verið vitað, að bómullarryk valdi sjúkdómum í öndunar- færum, og sama er að segja um ryk af grænum kaffibaunum og fræjum af sérstöku pálmatré (castor bean). Viðarryk veldur oft ópægindum í nefi og jafnvel astma. Allmargar greinar hafa birst um bráðaofnæmi fyrir viðarryki úr harð- viðartegundum, sem ekki eru notaðar til smíða hér á landi (nema eik), en algengari smíðavið- ur virðist ekki valda ofnæmi (27). Hugsanlegt er, að mygla og jafnvel thermophylic actino- mycetes í sagi og timburhlöðum á trésmíða- verkstæðum valdi stundum sjúkdómum. Hins vegar er viðarrykið ertandi fyrir öndunarfæri og líklega er oftast um slík áhrif að ræða. Þótt ég hafi séð allmarga trésmiði, sem rekja sjúkdómseinkenni til vinnunar, hefur mér ekki tekist að sýna fram á bráðaofnæmi hjá neinum peirra. Auk viðarryksins geta lökk, málning, ýmis konar hreinsiefni og síðast en ekki síst formalín í spónaplötum og öðrum pressuðum við átt sinn pátt í einkennunum (14). Enzym: Bacillus subtilis enzym hefur verið notað í pvottaefni og veldur bráðaofnæmi og astma. Einkenni koma fyrst og fremst hjá peim, sem vinna við framleiðslu á pessu pvottaefni, en í Svípjóð hefur einnig verið lýst astma hjá húsmæðrum, sem notuðu pvottaefn- ið. Mér er ekki kunnugt um að slíkt pvottaefni hafi verið notað hér á landi. Þá hefur astma verið lýst í sambandi við briskirtilsenzym, sem notuð eru í lyfjaiðnaði og einnig af papaini, sem notað er í matvælaiðnaði (3, 22). Lyf\alda stundum ofnæmisviðbrögðum, og pá alveg sérstaklega fúkkalyfin. Algengustu ein- kenni hjá sjúklingum eru kláði eða ofsabjúgur. En við framleiðslu lyfjanna stafa einkennin oftast af pví, að lyfin berast með ryki niður í öndunarfærin og orsaka einkenni frá nefi og lungum. Langalgengast er, að penicillín valdi pessum ópægindum, en astma hefur einnig verið lýst hjá hjúkrunarfólki og fólki, sem fæst við framleiðslu á súlfalyfjum. Af öðrum lyfjum má nefna spiramycin, sem notað er við kjúkl- ingaframleiðslu og ormalyfið piperazine (22). Sölt af platínu, krómi og nikkel geta valdið astma. Astma af platínusalti var fyrst lýst hjá Ijósmyndara 1945. Síðan hefur mörgum tilfell- um af astma og bólgu í nefi verið lýst hjá fólki, sem vinnur í iðnaði, par sem platínusölt eru notuð (14, 16, 22). Hins vegar virðist hreint platínuryk ekki valda einkennum. Bæði bráð ofnæmiseinkenni og sein ofnæmiseinkenni hafa fundist hjá pessum sjúklingum, og húð- próf eru stundum jákvæð. Ammonium hexach- lorplatinate veldur sterkustu svörunum. Astmi vegna salts af krómi og nikkel er sjaldgæfur og ekki er vitað, hvort bráðaofnæmi liggur par að baki. Plastefni hvers konar eru mikið notuð í iðnaði og í heimilishaldi. Sívaxandi athygli beinist að hugsanlegum heilsuspillandi áhrifum pessara efna. Toluene diisocyanate (TDI) er feykimikið notað í iðnaði og í Bandaríkjunum einum er talið, að um 40.000 verkamenn komist í snertingu við petta efni í sambandi við vinnu sína. TDI er notað við framleiðslu á polyure- thane, en polyurethane er í plastmálningu, lökk'um, einangrun á rafleiðslum og frauð- plasti, svo að dæmi séu nefnd. TDI í andrúms- lofti er ertandi fyrir öndunarfærin og í Banda- ríkjunum er talið, að 5 % peirra, sem verða fyrir mengun af pví, fái astma. Ef mengun er mikil er hætt við að allir, sem anda pví að sér, fái einkenni, en auk pess koma fram bráð astmaköst og seinsvaranir með astma af mjög litlu af TDI hjá peim, som eru sérlega við- kvæmir. Efri mörk í iðnaði eru miðuð við 0,01— 0,02 ppm, en 0,0018 ppm hefur gefið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.