Læknablaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
77
Davíð Gíslason
ATVINNUSJÚKDÓMAR VEGNA OFNÆMIS OG
ERTINGS í ÖNDUNARFÆRUM
Þótt atvinnusjúkdómar hafi vafalítið fylgt
mönnunum frá því skipulegir atvinnuvegir
tóku að próast, er hugtakið atvinnusjúkdómur
nýlegt af nálinni og skipulegar aðgerðir til
pess að forðast atvinnusjúkdóma ennpá í
mótun. Hér á landi hafa umræður um atvinnu-
sjúkdóma aðallega átt sér stað í sambandi við
uppbyggingu stóriðju. Hefur áhuginn einkum
beinst að mengun andrúmsloftsins utan verk-
smiðjuveggjanna, en minni gaumur verið gef-
inn að umhverfi starfsfólksins á vinnustað.
Áhugi á þeim þætti atvinnusjúkdóma hefur þó
mjög farið vaxandi að undanförnu. Mikið
skortir á, að fullnægjandi aðstæður séu fyrir
hendi hér á landi til þess að rannsaka atvinnu-
sjúkdóma, þegar grunur um þá vaknar, og
oftast verða einstakir læknar að bjarga málun-
um á eigin spýtur án fullnægjandi þekkingar á
viðfangsefninu. Ég hef rekist á allstóran hóp
sjúklinga, sem á einn eða annan hátt röktu
sjúkdómseinkennin til atvinnu sinnar. í sumum
lilfellum var um augljóst bráðaofnæmi að
ræða og í öðrum tilvikum afleiðingar lungna-
sóttar, en lang oftast vakti þó sjúkrasagan
grun um ertandi áhrif ryks eða kemískra efna.
Ég mun því í greininni rifja upp helstu orsakir
og eðli þessara sjúkdómseinkenna eftir því
sem best er vitað. Ekki verður hjá því komist
að einfalda ýmis atriði, einkum eðli seinna
ofnæmissvarana, og engin tilraun verður gerð
til þess að gera tæmandi lista yfir orsakir
sjúkdómseinkennanna.
Orsakir ofnæmis og ertings í öndunarfærum
Ofnæmi (allergy) er hugtak, sem oft er misnot-
að í daglegu tali. Læknar og almenningur nota
hugtakið gjarnan yfir öll veikindi eða óþæg-
indi líkamleg eða andleg, sem stafa af einhverju
áreyti frá umhverfinu. Með réttu er þess vegna
aðeins hægt að tala um ofnæmissjúkdóma, að
líkaminn hafi myndað mótefni eða frumumið-
lað ónæmi (T frumu ónæmi) fyrir því, sem
sjúkdómnum veldur, of mótefnið eða T frumur
Frá Vifilsstaðaspítala. Lungnadeild. Greinin barst 07/09/80.
Sampykkt til birtingar 01/10/1980.
eigi þátt í sjúkdómnum. Venjulega er ofnæm-
issjúkdómum skipt í fjóra flokka eftir eðli
ofnæmisviðbragðanna. Þeir ofnæmissjúkdóm-
ar, sem hér verða til umræðu teljast til
flokks I eða III og mun ég því eingöngu gera
grein fyrir þessum flokkum.
Ofnæmisflokkur I. Bráðaofnæmi (atopic aller-
gy) liggur að baki algengustu ofnæmissjúkdóm-
um í öndunarfærum, svo sem frjókornaofnæmi
og dýraofnæmi. Mótefnavakinn (antigenið) er
kallað allergen til aðgreiningar frá mótefna-
vökum, sem framkalla aðrar ofnæmissvaran-
ir. Mótefnin, sem þátt taka í þessum ofnæmis-
viðbrögðum, eru kölluð reagin og tilheyra
immunoglobulinum E (IgE). IgE mótefni má
Table 1. Occupational respiratory diseases: Type I
allergy
Occupation Allergen
Farmers Hay dust (mites?)
Bakers Flour dust
Grain handlers Grain dust (Sitophilus granarius?)
Veterinarians, animals- and poultry breeders, laboratory workers Animal dander, birds feather, grain dust
Carpenters Wood dust (exotic wood)
Pharmaceutical industry workers Penicillin, spiramycin, piperazine
Food industry workers Papain, pancreatic extracts, castor bean, spice herbs, green coffee bean
Detergent industry workers Baccillus subtilis enzymes
Printers Vegetable gums (acacia, karaya)
Plastics, rubber and resin industry workers Hog trypsin, ethylene, diamine, phthalic anhydride, trimellitic anhydride
Metal refining workers Salts of platinum