Læknablaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 5
LÆKNABLADIÐ
67
Lárus Helgason
ATHUGUN Á TÍÐUM ENDURINNLAGNINGUM
SJÚKLINGA Á KLEPPSSPÍTALA
INNGANGUR
Á prem síðustu áratugum hafa orðið verulegar
breytingar á rekstri Kleppsspítalans. Innlagn-
ingartíðni hefur margfaldast og dvalartími
styst til muna. Tíðni endurinnlagðra sjúklinga
hefur aukist prisvar sinnum meir en tíðni nýrra
sjúklinga.
Gísli Á. Þorsteinsson (3) hefur gert grein
fyrir innlagningartíðni spítalans á tímabilinu
1951-1970. Par kemur fram, að árið 1951 voru
alls lagðir inn 97 sjúklingar, en 54 þeirra eða
tæp 56 % höfðu legið par áður. Árið 1970
voru innlagðir 787 sjúklingar og höfðu 72 %
legið par áður. Hlutfall endurinnlagðra sjúkl-
inga hefur síðan haldið áfram að hækka. Árið
1976 voru innlagðir 1158 og höfðu 74.2%
legið par áður. Árið 1978 voru innlagðir 1402,
par af 78.5 % fyrrverandi sjúklingar.
Gerðar hafa verið margvíslegar ráðstafanir
til þess að draga úr endurinnlagningum. Má
þar m.a. nefna nokkra aukningu á dvalar-
rúmurn, utan spítalans fyrir langdvalarsjúklin-
ga, fjölgun göngudeilda, vaxandi hlutdeild
almennrar læknisþjónustu í meðhöndlun og
aukna starfsemi félagsmálastofnana. Fjölmiðl-
ar hafa einnig stuðlað að aukinni pekkingu
og skilningi á vandamálum geðsjúklinga og
margpætt starfsemi áhugafólks hefur farið
vaxandi. Svipaðar breytingar hafa átt sér stað
víða erlendis (12, 10). Rannsóknir á högum og
líðan útskrifaðra sjúklinga (1, 5, 14, 2) hafa
stuðlað að auknum skilningi á vandamálum
þeirra. Nokkurs ósamræmis gætir í nið-
urstöðum slíkra rannsókna. Reyndar er oft um
ólíkar rannsóknaraðferðir og félagslegar að-
stæður að ræða.
Hér verður gerð grein fyrir samanburði á
ýmsum félagslegum og heilsufarslegum pátt-
um sjúklinga, er leggjast inn annars vegar oft
eða sjaldan á Kleppsspítalann.
Frá Kleppsspítala. Barst ritstjórn 29/10/1980. Sampykkt til
birtingar 06/11 1980.
AÐFERÐ OG SJÚKLINGAVAL
Rannsóknin nær til sjúklinga, er voru lagðir
inn á Kleppsspítalann árið 1976. Valdir voru
tveir hópar, hópur A og hópur B.
Til hóps A töldust þeir, sem aðeins lögðust
inn, einu sinni eða oftar, árið 1976.
Til hóps B töldust hinsvegar peir er lögðust
inn a.m.k. einu sinni á ári 1974-1978.
í úrvinnslu voru ekki taldir með peir, er lágu
lengur á sjúkrahúsinu en sex mánuði, eitthvert
fimm rannsóknaráranna. Einnig var sleppt
peim er voru útskrifaðir til eða komu frá
langdvalarstofnunum. Ekki voru heldur taldir
með peir, er liðu af alchoholismus eða narco-
mani og þeir, sem létust fyrir árslok 1978.
Rétt er að geta pess, að af sjúklingum er
lögðust inn 1976 uppfylltu 163 öll önnur
skilyrði til rannsóknarinnar en þau, að peir
lögðust inn sum rannsóknarárin, (fleiri en eitt
en færri en fimm). í þeirra hópi komu ekki
fram nein atriði er gátu haft áhrif á nið-
urstöður rannsóknarinnar. Til dæmis fundust
ekki meðal peirra fleiri sjúklingar úr dreifbýli
en péttbýli eða fleiri karlar en konur, svo að
nokkuð sé nefnt.
Til athugunar komu pví 225 sjúklingar, eða
19.4 % innlagðra sjúklinga árið 1976, eða
36.9 % að frátöldum sjúklingum er liðu af
alchoholismus eða narcomani.
Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskýrsl-
um spítalans. Einnig var leitað til starfsfólks
stofnunarinnar, til heimilislækna sjúklinga og
til aðstandenda þeirra. í sumum tilvikum
fengust fleiri en ein niðurstaða hjásama sjúkl-
ingi, t.d. afstöðu til heimilis, eða ástæðu
innlagningar. Pessa gætti nær einvörðungu hjá
sjúklingum í hópi B er lögðust oft inn. Pað
atriði var skráð, er oftast kom fyrir og reyndist
mest áberandi hverju sinni. Upplýsingar um
aldur, búsetu og hjúskaparstöðu voru fengnar
úr pjóðskrá fyrir árið 1976. Niðurstöður rann-
sóknarinnar voru prófaðar tölfræðilega sam-
kvamt chi-square aðferð.