Læknablaðið - 15.03.1982, Blaðsíða 6
66
LÆKNABLADID
NIÐURSTÖÐUR
Árangur deyfingarinnar við epidural-morf-
íngjöf var mjög sláandi. Hjá 48 af 50 sjúkling-
um fékkst fullkomin deyfing, en hjá hinum
tveimur var minni háttar verkur, prátt fyrir
epidural-morfínið. Deyfingarinnar gætti venju-
lega strax 10-15 mín. eftir að morfíninu var
sprautað í legginn, en hámarksvirkni náðist
um 20-30 mín. eftir morfíngjöf.
Endingu deyfingarinnar reyndist erfiðara að
meta, par sem 42 eða 84 % sjúklinganna fengu
enga verki pað sem eftir var sjúkrahúsdvalar-
innar. Telja verður petta eðlilegt, par sem
margir sjúklinganna fóru í aðgerðir, sem
venjulega hafa ekki í för með sér langstæðan
eftiraðgerðarverk. Par sem verkur stóð lengi,
svo sem eftir efri kviðarholsaðgerðir, var
meðalending deyfingarinnar 18-24 klst.
Það sem mest var áberandi í pessari könnun,
var styrkur deyfingarinnar og vellíðunartilfinn-
ing sú, sem henni fylgdi. Það var ótrúlegt að
sjá pá 4 sjúklinga, sem gert hafði verið
ristilhlutaúrnám (hemicolectomia) hjá. Þeir
gátu dregið djúpt andann og gengið strax
seinni hluta aðgerðardags með bros á vör,
algjörlega verkjalausir. Einnig var ótrúlegt að
sjá sjúklingana, sem fengið höfðu Austin-
Moore gerviliðhluta (protesu), eða pá sem
farið höfðu í mánabrjósk- (meniscus) aðgerð,
allir gátu peir staðið og gengið að kvöldi
aðgerðardags.
Svipað reyndist einnig hjá sjúklingum með
króniska verki. Hjá peim hófst deyfingin
næstum strax eftir gjöf og stóð í allt að 24 klst.
Því miður var pó ekki svo með sjúkling með
nýrnakveisu (renal colic), pví hann hafði
áframhaldandi verki, prátt fyrir morfíngjöf
sacralt, sem pó voru betri heldur en fyrir
morfíngjöfina, en lengd deyfingarinnar var
aðeins um 2 klst. Þessi sjúklingur fékk fyrst
fullkomna deyfingu við gjöf á morfíni og
atropíni í bláæð.
Fylgikvillar eftir epidural-morfíngjöf voru
hlutfallslega fáir og engir alvarlegir. 5 af 25
karlmönnum fengu brátt pvaglátastopp. í
hverju tilfelli var fjarlægður meira en 1 lítri af
pvagi með pvaglegg. Eftir pað höfðu pessir
sjúklingar engin vandamál með pvaglát. Eftir-
tektarvert var, að pótt pessum sjúklingum
fyndist blaðran mjög full og peir hefðu ákafa
pvaglátatilfinningu, hafði enginn peirra verk í
pvagblöðru.
Einn sjúklingur með langvinnan verk vegna
slitgigtar fékk dauf útbrot á fótleggi auk kláða
á sama svæði við sacralgjöf á 4 mg af morfíni.
Hann fékk einnig brátt pvaglátastopp. Bæði
pessi vandamál hurfu án meðhöndlunar eftir
um 10 klst. Daginn eftir fékk hann aftur verki
og fékk 2 mg morfín í sacral-nál. Fékk hann pá
hvorki útbrot né pvaglátastopp. Þvagtregðu
hefur verið lýst sem vandamáli við mor-
fíngjöf í mænu (15), einnig eftir epidural-
morfíngjöf (20). Vel getur verið að tíðni
pvaglátastopps sé vanmetin hjá okkur, pví
vegna eðli nokkurra aðgerðanna purfti að
setja upp pvaglegg hjá nokkrum einstakling-
um og voru peir látnir vera eftir aðgerð.
Einn sjúklingur var andlega óskýr eftir
aðgerð, ristilhlutaúrnám (hemicolectomiu).
Þetta gerðist um 2 klst. eftir epidural-morf-
íngjöf. Þá var hún algjörlega verkjalaus, gat
staðið og gengið, en gat ekki trúað að hún
væri svo góð, né að eftiraðgerðartími væri svo
pægilegur. Hún gat ekki sætt sig við né
sampykkt, að hún hefði gengið undir meiri
háttar aðgerð.
Umræða
Margir (2, 3, 4, 5, 6, 13, 16) hafa áður lýst hinni
ágætu virkni lágra skammta af morfíni í
Type of surgery and duration of analgesic produced by epidurai-morphin
No of patients Dose of Epidural- Morphin Mean value in mg Onset of maximum analgesia Mean value in min. Duration of analgesia in hours
Post operative general surgical patients 20 4.5 26.5 20
Post obstetric and gynaecological surgery 6 5.3 28.3 20
Post urological surgery 4 4.5 27.5 >24
Post orthopaedic surgery 17 4.5 26.0 >24
Renal colic 1 6.0 20.0 2
Chronic pain 2 4.0 10.0 22
Total 50