Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 12
70
LÆKNABLADID
Geir Ólafsson
TORSIO TESTIS
INNGANGUR
Torsio testis var fyrst lýst af franska lækninum
Delasiauve um 1840, sem bráðum þvagfæra-
sjúkdómi. Var þetta torsio í óniðurgengnu
eista (1). Fyrr á árum eyðilögðust flest eistu,
sem greindust með torsio testis, eða um 90 %
(2). Með bættri greiningu, vaxandi áhuga og
skjótari meðferð, hefur árangur aðgerða stór-
batnað á síðustu árum og hefur tekist að
bjarga frá 42 % upp í 67 % (3, 4). Starfshæfni
eistna, sem pannig hefúr verið bjargað, er pó
engan veginn einhlít til langframa (5, 3).
Torsio testis er hér á landi, sem annars
staðar, fremur fátíður sjúkdómur. Mun láta
nærri, 'að árlega séu 3-4 tilfelli greind og
meðhöndluð á sjúkrahúsunum þremur hér í
Reykjavík. Á pví rúma ári, sem greinarhöfund-
ur hefur starfað á Skurðlækningadeild Borg-
arspítalans, sem pvagfærasérfræðingur, hafa
komið prjú tilfelli af síðgreindri torsio testis.
Par sem petta er allstórt hlutfall peirra tilfella,
sem búast má við árlega, pykir ntér ástæða til
að rekja sögu pessara sjúklinga og helstu
atriða í sambandi við sjúkdóminn. Auk pess
verður skýrt frá þeim tilfellum af torsio testis,
sem greind voru og meðhöndluð á Borgarspít-
ala, Landakotsspítala og Landspítala á tíu ára
tímabilinu 1971-1980.
Tilfelli 1
Prettán ára drengur, sem áður hefur verið
hraustur, veiktist með verk og bólgu hæ.
megin í scrotum og leitaði til héraðslæknis
síns, sem áleit að hér væri um bráða bólgu í
eistalyppu (epididymitis acuta) að ræða, og gaf
amoxcillin. Þrátt fyrir pessa meðferð í 4 daga
jukust ópægindi sjúklingsins og var hann pví
lagður á Borgarspítalann pann 20.09.’80.
Við komu á spítalann var sjúklingur með
hita, 38,7° C, blóðrannsóknir allar voru nánast
eðlilegar, nema hvað sökk var hækkað, 50
mm/klst., og tala hvítra blóðkorna lítið eitt
Skurðlækningadeild Borgarspítala. Barst 15/11/1981,
sampykkt og send í prentsmiðju 05/01/1982.
aukin, eða 10.100/microl. Þvagstatus var eðli-
legur. Sjúklingurinn var strax tekinn til að-
gerðar og hæ. eista kannað (exploratio testis).
Kom í Ijós, að kólfurinn var snúinn um 1 V2
hring. Drep virtist vera í eistalyppunni, en
eistað sjálft var eðlilegt að sjá. Undið var ofan
af kólfinum og eistað sett á sinn stað og síðan
fest með nokkrum saumum í scrotum. Sjúkling-
urinn var pá settur á ampicillinmeðferð. Þrátt
fyrir pað hafði hann stöðug óþægindi, verk og
bólgu í scrotum. Hann var pví enn á ný tekinn
til aðgerðar pann 30.09. og var eistað skoðað á
ný og reyndist vera drep í pví öllu. Það var pví
fjarlægt. Vefjarannsókn sýndi infarctio testis
dx., afleiðing af torsio testis. Sjúklingnum
heilsaðist vel eftir pessa aðgerð og útskrifaðist
við góða líðan pann 04.10.’80. Vegna sýkingar-
hættu var ekki talin ástæða til að festa vi.
eistað að svo stöddu, en sjúklingur var tekinn
inn aftur pann 17.11. og pá gerð aðgerð og hitt
eistað fest (fixatio testis sin.). Hafði sjúklingur
lítil ópægindi af þessari aðgerð og útskrifaðist
við góða líðan 21.11.’80. Samanlögð spítalavist
var 18 dagar.
Tilfelli 2
Tuttugu ára gamall maður leitaði til heilsu-
gæslulæknis pann 02.06.’81. Hafði hann viku
áður fengið verk og bólgu í hæ. eistað. Kallaði
hann pá til sín næturlækni, sem áleit að hér
væri um bráða bólgu í eistalyppu að ræða og
gaf ampicillin. Meðferð var haldið áfram til
09.06., en bati var óverulegur. Var pá haft
samband við þvagfærasérfræðing, sem ákvað
að breyta um fúkalyfjameðferð og doxycyclin
reynt í stuttan tíma. Þar sem sjúklingurinn
svaraði ei heldur pessari meðferð, var hann
lagður inn á Skurðlækningadeild Borgarspítal-
ans pann 18.06., fyrst og fremst til að útiloka
illkynja vöxt. Við skoðun var talsverð bólga í
hæ. punghelmingi, húð var rauð og prútin og
eistað péttingsfast viðkomu. Þann 19.06. var
gerð könnunaraðgerð á hæ. eista og voru í því
miklar bólgubreytingar og samvextir í kring-