Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1982, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.03.1982, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 71 um það. Eftir að tunica vaginalis hafði verið opnuð, kom í ljós intravaginal torsio testis. Drep var bæði í eista og eistalyppu og voru pau fjarlægð. Vefjarannsókn sýndi infarctio testis, afleiðing af torsio. Blóðrannsóknir við komu og status a.ö.l. voru eðlileg. Vegna sýkingarhættu var ekki talið rétt að gera festingu á hinu eistanu að svo stöddu. Sjúkl- ingurinn fékk ígerð í sárið og hæ. punghelm- ing eftir aðgerðina. Var það meðhöndlað með fúkalyfjum, í byrjun ampicillin og síðar samkv. næmisprófi, ennfrentur var greftri hleypt út með aðgerð. Sjukl. útskrifaðist 06.07. Vegna granuloma, sem myndaðist í sárinu í ágúst, dróst enn að framkvæma festingu vi. megin. Þann 03.09. var sjúklingur síðan lagður inn á ný, hann var nú ópægindalaus og öll sýking gengin til baka. Var því gerð festing á vi. eista. Sjúklingnum varð ekki meint af þessari að- gerð og útskrifaðist við góða líðan 08.09/81. Samanlögð spítalalega var 23 dagar. Tilfelli 3 Síðasti sjúklingurinn var 17 ára gamall. Hann leitaði til heilsugæslulæknis þann 18.09.’81, en hafði þá u.þ.b. viku áður fengið til sín nætur- lækni, vegna bólgu og verkjar í vi. eista. Var talið, að um bráða bólgu í eistalyppu væri að ræða og ampicillin gefið. Þar sem bólgan hafði þann 18.09. lítið gengið til baka við fúkalyfja- meðferð, var haft samband við þvagfærasér- fræðing, sem ákvað að leggja sjúklinginn inn vegna gruns um torsio testis, og kom hann 20.09.’81 á Skurðlækningadeild Borgarspítal- ans. Aðgerð var framkvæmd 21.09. og vi. eistað skoðað. Kom þá í ljós intravaginal torsio testis með tvöföldum snúningi (sjá mynd 1). Eistalyppan var rauðbrúnleit og bólgin, en ekki að sjá drep í henni. Eistað sjálft var eðlilegt að sjá og þreifa á. Tekið var vefjasýni úr eistanu og blæddi vel úr tunica albuginea köntunum. Vefjarannsókn sýndi minnkaða spermatogenesu og aukinn fjölda Sertolifruma. Vefjameinafræðingur sá, sem sýnið skoðaði, átti erfitt með að greina, hvort hér var um afleiðingu af snúningnum að ræða eða meðfæddan galla á eistavef. Eistað var metið lífvænlegt eftir að undið hafði verið ofan af kólfinum. Því var komið fyrir á sínum stað í scrotum og fest með nokkrum saumum. Að því loknu var gerð festing á hæ. eista. það var fullkomlega eðlilegt. Sjúklingnum heilsað- ist vel að aðgerðinni lokinni og útskrifaðist 25.09/81. Figure 1. Case nr. 3. A seventeen years old male, with 10 days history of swelling, pain and tenderness of the left testicle. He was misdiagnosed and treated as an epididymitis acuta by a practitioner. At operation in the hospital he was found to have a torsio testis, with twofold twisting of the funicle. The testicle was indeed viable and was fixed as well as the contralateral one. Torsio testis á Borgarspítala, Landakotsspítala og Landspítala á árunum 1971-1980 Alls greindust 36 sjúklingar með torsio testis á sjúkrahúsunum þrernur á árabilinu 1971-1980. Skiptust sjúklingarnir þannig milli spítala: Ellefu voru á Borgarspítala, ellefu á Landa- kotsspítala og fjórtán á Landspítala. Tuttugu og átta sjúklingar (tæplega 78 %) voru greind- ir og meðhöndlaðir brátt, fjórir sjúklingar (um 11 %) höfðu sögu um intermittent torsio testis og var gerð fyrirbyggjandi aðgerð á þeim. Sex sjúklingar (16,6%) voru síðgreindir (missed torsio testis). Sjúklingarnir voru á aldrinum frá 1 dags til 62 ára (sjá mynd 2). Meðalaldur var 15,2 ár. Hjá 37 % sjúklinganna var um hæ. eista að ræða, en 63 % höfðu sjúkdóminn vi. megin. í einu tilfelli er ekki getið um hlið. Meðferðin er sýnd á töflu 1. Eistarýrnunar var getið í 3 tilfellum. Árangur hefur því í besta falli orðið sá, að 24 eistum, eða tæpum 67 %, hefur verið bjargað. Ekki var við þessa rann- sókn gerð tilraun til að endurskoða sjúkling- ana m.t.t. rýrnunar eistans. ORSÖK OG EÐLl Meðfæddir gallar í scrotum geta leitt til torsio testis. Meginorsakirnar eru tvær; í fyrsta lagi

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.