Læknablaðið - 15.03.1982, Blaðsíða 16
74
LÆKNABLADID
segja um, hvort þetta var afleiðing af torsio
testis eða hvort hér er um að ræða meðfædd-
an galla á eistunum (3).
í öllum tilfellum var gerð fyrirbyggjandi
aðgerð á hinu eistanu. Gekk f>að mjög auð-
veldiega og án óþæginda fyrir sjúklingana.
Tilfelli 1 og 2 dvöldu tvívegis á sjúkrahúsi
vegna sjúkdómsins, annar 18 og hinn 23 daga.
Báðir höfðu veruleg óþægindi. Hjá þriðja
sjúklingnum var eistað eðlilegt, og var því
unnt að gera festingu á hinu eistanu samtímis
því, sem sjúka eistað var kannað og meðhöndl-
að með skurði. Hann hafði óveruleg óþægindi
eftir aðgerð og útskrifaðist eftir 5 daga vist.
Á tíu ára tímabili greindust 36 sjúklingar
með torsio testis á sjúkrahúsunum í Reykjavík.
Má því búast við, að hér á landi greinist u.þ.b. 6
sjúklingar árlega með þennan sjúkdóm, eða
ca. 3 per 100.000 manns. Aldursdreifingin er
hér svipuð og reynsla annarra sýnir (1, 2, 3, 4,
5, 7, 11, 12). Ennfremur er hlutfallið milli hæ.
og vi. eistasnúnings svipað og annars staðar.
Fjórir af peim sex sjúklingum, sem misstu
eista í byrjun (orchiectomia, tafla 1), voru úr
þeim hópi sjúklinga, sem höfðu síðgreinda
torsio testis, og tveir voru kornabörn, sem
fæddust með torsio testis. Er þetta í samræmi
við Altaffer (13), sem fann, að einungis tveir af
átta sjúklingum, eldri en 30 ára, með torsio
testis, voru meðhöndlaðir í upphafi sem torsio
testis, og hjá sex af þessum átta þurfti að nerna
brott eistað.
í mörgum tilvikum, þar sem gerð var
detorsio og fixatio, var lífvænleiki eistans
mjög vafasamur við aðgerðina. Má því búast
við að mun fleiri en þeir þrír sjúklingar, sem
hér er minnst á með eistarýrnun, fái rýrnun
síðar, ef að yrði gáð. Þeir sjúklingar, sem
meðhöndlaðir eru með góðum árangri til
langframa, eru því örugglega talsvert færri en
fyrrgreind 67 %. Má því vafalaust bæta árang-
ur verulega frá því sem nú er, ef sjúkdómurinn
er greindur fyrr og öll vafatilfelli tekin umsvifa-
laust til könnunaraðgerðar, jafnvel þótt það
kosti einhverjar ónauðsynlegar aðgerðir.
Starfandi læknar utan sjúkrahúsa eru hvatt-
ir til að vera vel á verði gagnvart sjúkdómi
þessum. Sjálfsagt er að leggja öll vafatilfelli á
sjúkrahús, þar sem unnt er að rannsaka
sjúklingana nánar eða gera að öðrum kosti
bráða aðgerð til að ganga úr skugga um
sjúkdómsgreininguna. Ekki verður nógsam-
lega lögð áhersla á, að það eru fyrstu klukku-
stundirnar, sem skipta meginmáli, eigi að
takast að bjarga eista, sem hefur snúist. Látum
það ekki henda okkur, að ófullnægjandi
svörun við fúkalyfjameðferð ráði úrslitum um,
hvort sjúklingur er lagður inn á spítala eða
ekki.
Hafi greiningin torsio testis verið staðfest er
í öllum tilvikum rétt að gera festingu á hinu
eistanu. Ennfremur ætti að festa bæði eistu hjá
sjúklingum með einkenni, sem gefa grun um
intermittent torsio testis.
Að lokum pakka ég læknunum Þórarni Guðnasyni og
Gunnari H. Gunnlaugssyni fyrir góð ráð við ögun máisins.
Ennfremur Elínu ísleifsdóttur fyrir ritarastarf.
SUMMARY
In one year three patients were admitted to
Borgarspitalinn in Reykjavik for torsio testis. All of
them had been misdiagnosed and treated as acute
epididymitis for 4 to 24 days before admission. On
surgical exploration two of the testicles were
necrotic but one was viable in spite of twofold
twisting of the funicle. In this case histologic
examination revealed decreased spermatogenesis
and relatively increased number of Sertoli cells
perhaps due to a congenital anomaly.
These three case histories stimulated the author
to look up the records of all patients treated for
torsio testis in the three Reykjavik hospitals in a 10
year period, 1971-1980. There were altogether 36
patients, from 1 day to 62 years old, the mean age
being 15,2 years. All but one of the patients
underwent exploratory surgery and nine had orchi-
ectomy. Three patients are known to have devel-
oped testicular atrophy. The testicular salvage rate
was therefore at best 67 %. lt is suspected that the
longterm salvage rate would be even worse if one
examined all the patients systematically for atrophia
testis.
Doctors are strongly recommended to be liberal
in hospitalizing men under 30 years of age with
unilateral acute scrotal symptoms suggesting the
possibility of torsion. In such cases an emergency
surgical exploration is recommended. The time
interval between the onset of symptoms and explo-
ration should be as short as possible.
HEIMILDIR
1. Whitaker RH: Torsio testis. In: Blandy J ed.
Urology. London: Blackwell, 1976: 1190-93.
2. Barker K, Raper FP: Torsion of the testis. Br J
Urol 1964;36:35-41.
3. Krarup T. The testis after torsion. Br J Urol
1978;50:43-6.
4. Williamson RCN: Torsion of the testis and allied
conditions. Br J Surg 1976; 63: 465-76.
5. Bartsch G, Frank S, Marberger H, Mikuz G:
Testicular torsion; late results with special