Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 19

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 77 Arinbirni Kolbeinssyni. Nokkrar umræður fóru fram. Skýrsla Ekknasjóðs liggur ekki fyrir. Skýrsla Lífeyrissjóðs lækna var ekki lögð fram, en tilkynnt, að aðalfundur hans hafi verið boðaður. Fundarhlé kl. 12.45 Fundur hófst aftur kl. 14.00. Fundarstjóri var skipaður Sigurður B. Þorsteinsson og fundarrit- ari Flalldór Halldórsson. Fundarstjóri gaf Ólafi Ólafssyni, landlækni, orðið, en hann hafði framsögu um drög að frumvarpi til læknalaga, sem endurskoðunar- nefnd læknalaga hefur fjallað um. Ólafur Bjarnason, prófessor, talaði næstur og kynnti sérálit sitt um 5. gr. í drögum að sama frumvarpi, sem hann vill, að sé óbreytt frá núgildandi lögum, en um petta atriði var hann í minnihluta í endurskoðunarnefndinni. Ólafur taldi engin rök mæla með því, að mat á umsókn um sérfræðiviðurkenningu væri tekið úr höndum læknadeildar H.í. Auk þess taldi hann, að framkvæmd Iaganna skv. tillögu meirihlutans yrði kostnaðarsamara. Ingimar Sigurðsson, lögfræðingur tók næst- ur til máls og undirstrikaði mikilvægi þess, að í læknalögum væri aðeins fjallað'um lækna, en engar aðrar starfsstéttir. Hann benti á, að í tillögu meirihluta nefndarinnar um 5. gr. sé óheimilt að veita sérfræðileyfi, nema lækna- deild H.í. veiti meðmæli til leyfisins. Næst talaði fjórði nefndarmaðurinn, Guð- mundur Oddsson, læknir, og undirstrikaði mikilvægi nýmælis í 28. gr. um sviptingu lækningaleyfis við 75 ára aldur. Hann kvaðst hafa sótt fast að fá inn í 5. gr. nýmælið um þriggja manna starfsnefnd um umsóknir um sérfræðileyfi. Fundarstjóri kvaðst misnota aðstöðu sína til að taka til máls um frumvarpið og taldi litla reisn yfir þessum drögum og nefndi dæmi máli sínu til stuðnings. Hann gagnrýndi mjög, að læknanemar væru sendir út í héruð til að starfa þar einir á ábyrgð landlæknis. »Hvaðan kemur landlækni heimild til að axla þá ábyrgð.« Hann vildi, að í 28. gr. væri miðað við 70 ára aldur, en ekki 75 ára. Sigurður Hektorsson tók til máls og benti á, hvort ekki væri rétt að setja í læknalög umsagnarskyldu yfirlækna til landlæknis um hegðun, dugnað og reglusemi námskandidata við störf á spítaladeildum. Ingimar Sigurðsson talaði næst og lýsti stuðningi við tillögu Sigurðar. Hann sagði það sinn skilning, að námskandidatar störfuðu skv. læknalögum, þó að þeir væru ekki komnir með almennt lækningaleyfi. í tilefni af fyrir- spurn um 9. gr., hvort þar væri sérstaklega hugsað um rétt lækna til að neita að fram- kvæma aborta af félagslegum ástæðum einum, svaraði Ingimar því játandi. Hann sagði enda Alþjóðadómarasambandið hafa lýst þeim skiln- ingi sínum þegar árið 1974, er fjallað var um frjálsar fóstureyðingar, að lækni væri heimilt að neita að framkvæma aðgerðir, sem ekki væru læknisfræðilega nauðsynlegar. Hann svaraði einnig fleiri athugasemdum. Næst talaði Skúli G. Johnsen, borgarlæknir. Hann benti mönnum á að hugleiða, um hverja læknalög ættu að fjalla. Hann taldi þau verða að fjalla um allar þær starfsstéttir, sem störf- uðu á ábyrgð lækna, og bað um nánari útlistun á 8. gr. Guðmundur Oddsson svaraði Skúla og taldi hann flækja málið full mikið. Hann taldi 8. gr. fullnægjandi um þau atriði, sem Skúli spurði um. Guðmundur svaraði Skúla um takmarkað lækningaleyfi. Það ætti ekki að vera til, en landlæknir hefði hins vegar vald til að setja tímabundin eða veruleg takmörk á starfsleyfi rnanna, sem hefðu fengið lækningaleyfi. Ingimar Sigurðsson svaraði spurningum Skúla í sama dúr og Guðmundur, en undirstrik- aði, að ýmis ákvæði, sem Skúli og Sigurður B. Þorsteinsson vildu hafa með í læknalögum, væri í lögum um aðrar heilbrigðisstéttir. Örn Smári Arnaldsson talaði næstur og studdi álit meirihluta nefndarinnar, en var líka sammála ýmsu í áliti Ólafs Bjarnasonar og las upp tillögu um orðalag 5. gr., sem hann taldi, að samræmdi bæði sjónarmiðin. Sérstaklega væri þörf á, að matsnefnd endurskoðaði starfsreglur sínar, eigi sjaldnar en annað hvert ár. Eigi mætti veita sérfræðileyfi, nema nefnd- in mæli með því einróma. Vigfús Magnússon talaði næstur og vitnaði í fornar bækur. Ekki mætti fella niður ákvæði um rétt læknis til að fá sérfræðileyfi að ákveðnum ákvæðum uppfylltum. Hann undir- strikaði ábyrgð lækna á verkum sínum og verkum hvers annars. Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri L.í. og L.R., benti á dæmi um skýrara orðalag í nokkrum greinum. Þorvaldur Veigar Guðmundsson fjallaði um ýmis atriði eða orðalagsbreytingar, en lýsti stuðningi við álit Ólafs Bjarnasonar um hljóð- an 5. gr.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.