Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 27

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 27
LÆKNABLADID 83 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur lTr 68. ARG. - MARZ 1982 Sjónuskemmdir vegna sykursýki (retinopathia diabetica) Sjónuskemmdir af völdum sykursýki, annað- hvort vegna nýæðamyndunar eða vegna æða- skemmda á miðsvæði sjónu er algengasta orsök blindu í aldurshópnum 30-64 ára í Englandi og Waies (1), og svipað virðist farið í öðrum löndum V-Evrópu og Bandaríkjunum. Talið er að hár blóðsykur valdi breytingum á plasma proteinum og síðan aggregation rauðra blóðkorna og blóðflagna og p.a.l. minnkuðu blóðflæði um háræðar og síðar ofannefndum breytingum (2). Áhrif ystingar á byrjandi sjónubreytingar hafa ekki verið met- in, en nú er unnið að rannsóknum á áhrifum aspiríns eins og ásamt dipyramydol á sjónu- skemmdir á byrjunarstigi. Stórar, vel gerðar kontroleraðar rannsókn- ir, unnar með hendingaraðferð í Bretlandi (3, 4, 5) og Bandaríkjunum (6), hafa sýnt að með fullnægjandi ystingu (photocoagulatio) í tíma, er hægt að hindra blindu vegna sykursýkis- sjónuskemmda í meir en 60 % tilfella, og er munur meðhöndlaðs og ómeðhöndlaðs auga pví meiri, sem lengra líður frá meðferð. Ysting breytir vef, sem býr við súrefnisskort í örvef- atrofiskan vef, og er árangur meðferðar þ.e. að sjónuskemmdir ganga til baka, talin afleiðing aukinnar nýtingar súrefnisflæðis sjónu og auknu súrefnisflæði frá choroidal æðum. Ef nýjaræðarásjóntaugarósi(opticdisc)erulátnar ómeðhöndlaðar, er augað endanlega orðið blint og ómeðhöndlanlegt innan 5 ára í 70 % tilfella (7). Aukinn fjöldi glerhlaupsaðgerða er hins vegar ábending um að ysting er ekki alltaf möguleg eða árangursrík og að hún má ekki dragast úr hömlu. Allir læknar, sem annast sykursjúka verða að pekkja þróun og einkenni sjónuskemmda. Peir verða að vita að bráð tilvísun til augn- læknis er nauðsynleg, ef sjúklingur kvartar um pokusýn og/eða að hann sjái svarta bletti, svo og ef nýæðamyndun sést á sjónu. Það sama gildir, ef skemmdir á miðsvæði sjónu hafa valdið sjónuskerðingu í 6/9 eða minna. Sjúkl- ingar með bakgrunnsbreytingar einar eru ekki meðhöndlaðir með ystingu, en fylgjast verður með þeim, þar sem sumir þeirra þróa síðar áðurnefndar breytingar og þurfa meðferð. Fyrri hluta árs 1980 gaf Rebekkustúkan Bergþóra í Reykjavík augndeild Landakots- spítala myndatökutæki og leisitæki til meðhöndlunar á augum, en áður þurfti að senda sjúklinga til útlanda til meðferðar. Augnlæknaþjónusta fyrir sykursjúka hefur síð- an verið á göngudeild augndeildar Landa- kotsspítala, skipulögð í samvinnu við göngu- deild sykursjúkra á Landspítalanum. Miðað er við að skoða alla pá sjúklinga, sem einhverjar bakgrunnsbreytingar hafa og að »bráðaþjón- usta« sé fyrir alla þá, sem reynast hafa nýæðamyndun og/eða skemmdir á miðsvæði sjónu, sem valdið hafa sjónskerðingu sem nemur 6/9-6/36 á Snellens töflu (8, 9). Stefnt er að því hér, eins og t.d. í Danmörku (10), að allir sykursjúkir verði skoðaðir af augnlækni minnst einu sinni á ári. í lok ársins 1980 voru 280 sjúklingar með insulínháða sykursýki á íslandi og auk þess áætlað að 1000-1200 manns væri með klíniska sykursýki (11). Greinarhöfundar ofannefndrar greinar höfðu þá skoðað kerfisbundið augn- botna 76 % insulínháðra sykursjúkra á íslandi og reyndust 33,5 % þeirra hafa sjónuskemmd- ir, þar af 6,1 % nýæðamyndun og/eða æða- skemmdir á miðsvæði sjónu, er valdið höfðu sjónskerðingu. Bakgrunnsbreytingar voru óvenjulegar fyrr en eftir 6 ára sykursýkissögu. 1,8% insulínháðra sykursjúkra reyndust lög- blindir, þ.e. höfðu sjón 6/60 eða minna á betra auga og höfðu allir haft sykursýki í meir en 10 ár. Augnbotnar sjúklinga með klíniska sykur- sýki hafa ekki verið skoðaðir kerfisbundið hér, en samkvæmt erlendum rannsóknum má ætla að minnst 15 % þeirra eða 150-200 manns hafi sjónuskemmdir vegna sykursýki. Æðaskemmd- ir í sjónhimnu eru ósjaldan fyrir hendi er þessi sjúkdómur uppgötvast, þ.e. sjúklingur hefur

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.