Læknablaðið - 15.03.1982, Side 28
84
LÆKNABLADID
haft sjúkdóminn á lágu stigi í langan tíma áður
og gefur augnspeglun stundum fyrstu ábend-
ingu um að sjúklingur kunni að hafa sykursýki.
í pessum hópi eru breytingar á miðsvæði
sjónu algengasta orsök sjónskerðingar, en
nýæðamyndun í insulínháða hópnum.
Fyrstu tólf mánuðina, sem leysimeðferð fór
fram á Landakotsspítala voru 16 augu sykur-
sjúkra meðhöndluð í 43 heimsóknum, par af 10
augu vegna nýæðamyndunar og 6 vegna
æðaskemmda á miðsvæði sjónu.
Með áframhaldandi framförum almennrar
meðferðar sykursýki og par af leiðandi lengri
lífslíkum, má búast við auknum fjölda sjúkl-
inga með sjónuskemmdir á næstu árum.
Fridbert Jónasson
HEIMILDIR
1. Cheng, H. Br. Med. J. 365, 10. febr. 1979.
2. Little, HL„ Opthalmology, 88, 601, 1981.
3. British Photocoagulation Trial Group, Lancet, 2,
1110, 1975.
4. British Multicentre Photocoagulation Trial
Group. Brit. Med. J. 1, 739, 1977.
5. Townsend, C., Bailey, J., Kohner, EM. Br. J.
Ophthal., 64, 385, 1980.
6. Diabetic Retinopathy Study Research Group,
Am. J. Ophthal., 81,383, 1976.
7. Asher, R. et al., Int. Ophthal., 3, 2:79, 1981.
8. Jónasson, F., Læknaneminn 3, 5, 1980.
9. Jónasson, F., Hjúkrun 2, 7, 1981.
10. Gregersen, E. & Larsen, HW„ XXV. Nordiska
Oftalmologmötet, Oulu, 10.-13. júní 1981.
11. Jónasson, F„ Danielsen, R„ Helgason, Þ„ XXV.
Nordiska Oftalmologmötet, Oulu, 10.-13. júní
1981.
Nýr doktor í læknisfræði — Einar Stefánsson
Einar Stefánsson læknir varði doktorsritgerð
við Duke University í september síðastliðnum.
Ritgerðin nefnist »Ocular Oxygenation and
Neovascularization«ogfjallarumsúrefnisflutn-
ing og notkun í augum, áhrif súrefnis á
blóðflæði, bjúgmyndun og æðanýmyndun.
Einar hefur starfað við rannsóknir í Duke
University Eye Center undanfarin prjú ár
undir leiðsögn Dr. Myron L. Wolbarsht og Dr.
Maurice B. Landers III. Rannsóknir peirra
hafa beinst að súrefni og æðamyndun með
sérstöku tilliti til retinopathia í sykursjúkum
og einnig að ýmsum vandamálum »vitreous«-
skurðlækninga.
Ocular oxygenation and neovascularization
Ritgerðin skiftist í ellefu kafla og tvo viðauka.
Fyrsti kaflinn lýsir flestum sjónu-sjúkdómum
með æðanýmyndun í sjónu og glerhlaupi og
leggur áherzlu á æðaútvíkkun, sem finna má í
öllum æðanýmyndunarsjúkdómum í auga. Sett
er fram tilgáta pess eðlis, að æðapan leiði til
leka gegnum æðaveggi og langvarandi
æðapan leiði til nýmyndunar æða. í sjónu er
blóðflæði og par með æðapani stýrt af súrefn-
isprýstingi vefsins. Pannig veldur súrefnisskor-
tur æðapani, bjúg og æðamyndun og ætla
mætti að aukinn aðflutningur súrefnis hindraði
sjúkleikann.
Tvær tegundir meðferðar hafa reynzt gagn-
legar gegn æðanývexti, bjúgi o.fl. í retina
(proliferative retinopathium): Leisimeðferð á
sjónu (panretinal photocoagulation) og brott-
nám glervökva (vitrectomy).
Annar kafli ritgerðarinnar fjallar um áhrif
leisimeðferðar á súrefnisflutning í sjónu. Rhe-