Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 33

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 33
LÆKNABLADID 87 húðdeild, meinafræðideild eða röntgen- deild. Eða: b) í sex mánuði á lyfjadeild og sex mánuði á skurðdeild — bundnar vaktir á kennsluspít- ala. Eða: c) í tvö ár í klínik á kennsluspítala eða stórum alm. spítala, pó ekki í meinafræði, svæfing- um né geðlækningum. Þegar sótt er um prófið, parf, auk frumrits af læknaprófskírteini og löggiltrar enskrar pýð- ingar á pví, að fylgja vottorð yfirlækna við- komandi deilda um vinnu umsækjanda. Mjög mikilvægt er, að vottorðin beri með sér, að staðan hafi verið »resident« og á kennsluspít- ala. Ef GMC synjar um aðgöngu að prófinu í fyrstu tilraun, getur oft reynst erfitt að sann- færa pá síðar um ágæti umsækjanda. Ef vel tekst til og kandidatsvinnan er sampykkt, fá menn svo sent umsóknareyðublað fyrir sjálft prófið. PLAB-prófið: Prófuð er bæði fagleg pekk- ing og enskukunnátta. Prófið er haldið einu sinni í mánuði í Bretlandi, til skiptis í London, Glasgow og Edinborg. í hvert skipti fá 200 ntanns að sitja prófið — og hægt er að sækja um pað löngu fyrirfram. Þetta veldur pví, að biðtími er oft langur, etv. hálft ár eða meir. Stafar petta m.a. af pví, að margir falla aftur og aftur — og panta pá jafnóðum pláss á ný. Árið 1979 náðu um eða tæplega 40 % af peim sem reyndu. Prófið sjálft er í fimm hlutum, bæði krossa- próf, upplestur af segulbandi, stuttar ritgerðir og munnlegt. Faglegi hlutinn er langmest úr klíniskum greinum, einkum lyflæknis- og handlæknisfræði og fæðingar- og kvensjúk- dómafræði. Fyrir pennan hluta er gott að rifja upp breskan texta í ofannefndum prem grein- um, t.d. Davidson í lyflæknisfræði, Lecture Notes í handlæknisfræði og Obstetrics and Gynaecology Illustrated. Ensku-hluti PLAB-prófsins er talsvert strembinn, hér er m.a. lesið upp af segulbandi, ekkert »slang«, en hratt. Ástæða er til að vara menn við að fara í prófið nema peir hafi gott vald á talaðri ensku — og pá helst spítalamáli einnig. Allgóð bók er hér: Manual of English for the Overseas Doctor e. Joy Parkinson. Hægt er að falla hvort heldur er á faglega eða ensku-hluta PLAB-prófsins — eða á báðum. Ef menn kolfalla, geta peir purft að bíða í a.m.k. hálft ár eftir að fá að reyna á ný. Breskt lækningaleyfi: Ef menn nú hafa náð PLAB-prófinu — eða fengið undanpágu frá pví — er hægt að sækja um lækningaleyfi, að jafnaði »limited registration«, sem tók við af »temporary registration« árið 1979. »Limited registration« er í hæsta lagi veitt til fimm ára samtals. Ef menn hafa staðið sig mjög vel, tekið membership próf 1 sinni grein eða pess háttar, eiga menn pá að fimm árum liðnum í stöku tilfellum kost á varanlegu lækningaleyfi (full registration). Nú gerist pó æ erfiðara fyrir útlendinga að fá slíkt. Fer pað raunar saman við pá staðreynd, að vinnumarkaður lækna í Bretlandi er mjög að prengjast, og er par nú pegar nokkurt atvinnuleysi meðal unglækna. Gagnlegar utanáskriftir: a) Umsókn um PLAB-prófið: General Medical Council Overseas Registration Division 25 Gosfield Street London W1P8BP b) Upplýsingar um membership próf lyflækna (MRCP): Royal College of Physicians of London 11 St. Andrew’s Place Regent’s Park London NWl 4LE c) Almennar upplýsingar: The Medical Adviser, National Advice Centre, Council for Postgrad. Med.Educ., 7 Marylebone Road, London, NWl 5HH. Vísindarannsóknir Allmargir félagar F.Í.L.B. hafa dvalið í Bret- landi undanfarin ár við vísindarannsóknir fyrst og fremst. Algengast er, að peir sem hyggjast fá pjálfun við vísindarannsóknir, taki að sér rannsóknarverkefni, sem miðar að doktors- prófi (Ph.D.). Það pýðir, að menn verða að skrá sig sem stúdent við einhvern háskóla a.m.k. 2 árum áður en doktorsprófið fer fram. Fyrsta árið eru allir skráðir sem M. Phil. stúdentar, og peir sem standa sig vel (flestir gera pað) fá pá að breyta skráningunni í Ph. D. Algengast er að vinna við Ph. D. verkefni taki 3-4 ár í fullu starfi. Sumir læknar hljóta pó rannsóknarpjálfun án pess að ljúka doktors- prófi, en með aukinni samkeppni á vinnumark- aði reyna hlutfallslega fleiri læknar að Ijúka

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.