Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1982, Side 36

Læknablaðið - 15.03.1982, Side 36
90 LÆKNABLADID stöðum, sem stofnunin viðurkennir. Eitt pess- ara ára þarf að taka í skyldri grein eða undirgrein. Prófbók á að innihalda ítarlega lýsingu á kennslustöðum og fimmtíu sjúkratil- fellum, sem viðkomandi hefur meðhöndlað, auk tveggja vísindaritgerða. Sýnishorn af slíkri prófbók er geymt á Kvennadeild Landspítal- ans. Royal College of Obstetricians and Gynae- cologists viðurkennir nám á kvennadeild Landspítalans (2 ár=l,5 ár) og fyrri hluta M.R.C.O.G. prófs má taka á íslandi. Upplýs- ingar um nánari tilhögun M.R.C.O.G. prófs fást hjá Royal College of Obstetricians and Gynae- cologists. Tímalengd: Auk ofangreindra krafna til sérfræðiprófs parf læknir, sem sækir um sér- fræðistöðu (consultant post) í greininni í Bret- landi, að hafa unnið prjú ár eftir M.R.C.O.G. próf í »Senior Registrar« eða »Lecturer« stöðu til að öðlast »Accreditation« eða teljast hæfur til að takast á hendur ábyrgð pá, sem fylgir sérfræðistöðu. Námslengd er pví í reynd 6 ár. Varðandi sérfræðiviðurkenningu á íslandi parf hins vegar aðeins að fylgja íslensku reglugerðinni, par sem styttri tíma er krafist. M.R.C.O.G. próf er tekið gilt til sérnáms á íslandi, sé öðrum íslenskum sérkröfum full- nægt (ritgerð). Par sem M.R.C.O.G. prófið tryggir alhliða góða menntun í greininni, er íslenskum lækn- um, sem hyggja á sérfræðinám í kvenlækn- ingum í Bretlandi, ráðlagt að stefna frá upp- hafi að pví að taka pað. Líffærameinafræði Breska meinafræðingafélagið (The Royal Col- lege of Pathologists) skilgreinir meinafræði sem vísindalega rannsóknagrein með pað markmið að auka skilning á orsökum og eðli sjúkdóma og skiptir meinafræði í 5 höfuðgrein- ar: blóðmeinafræði, líffærameinafræði, mein- efnafræði, ónæmisfræði og sýklafræði. Hér á eftir verður gerð grein fyrir námstilhögun í líffærameinafræði, en nám í hinum fjórum greinunum er að mörgu leyti svipað. Sérnám í líffærameinafræði tekur 5 ár eftir kandidatsár. Fyrsta árinu er yfirleitt skipt á 4 deildir; p.e. blóðmeinafræðideild, líffærameina- fræðideild, meinefnafræðideild og sýklafræði- deild. Síðan skiptast leiðir og taka við 4 ár í þeirra hinna fjögurra greina, sem viðkomandi læknir hefur valið sem aðalgrein. Námið mið- ast að töluverðu leyti við kröfur til sérfræði- prófs (MRC. Path.), en sú gráða er nauðsyn- leg til að fá sérfræðingsstöðu í Bretlandi. Er prófið í tveimur áföngum, fyrri hlutinn er tekinn 1 'h-2 árum eftir að nám er hafið og er prófað í fjórum fyrrnefndum meinafræðigrein- um. Seinni hlutinn er tekinn í námslok, og er eingöngu prófað í aðalgrein. Eru bæði prófin skrifleg og verkleg. Unnt er að breyta náms- fyrirkomuiagi frá þessari braut og haga námi eftir peim kröfum, sem gerðar eru í pví landi, sem viðkomandi læknir ætlar að starfa í. Er ekki nauðsynlegt að taka seinni hluta sérfræði- prófsins, en mikilvægt er að hafa fyrri hluta prófið, par eð pað veitir réttindi til eldri aðstoðarlæknisstaða (senior registrar) og að auki er ekki farið að sinna rannsóknarvinnu að ráði, fyrr en pví er náð. Allerfitt er fyrir erlenda lækna að komast að í byrjun námsins og purfa peir stundum að vera launalausir nokkurn tíma. Mikilvægt er að taka fyrri hluta prófið sem fyrst, en að pví loknu er fremur auðvelt að fá góða námsstöðu. Áður en haldið er til Bretlands, er pví æskilegast að hafa stundað nám heima í aðalgrein 1-2 ár og hafa einnig varið nokkrum mánuðum í skyldum greinunt. Er sennilegt, að námstími á íslandi yrði viðurkenndur a.m.k. að hluta til prófs. Áríðandi er að fara eingöngu til náms á peim stofnunum, sem viðurkenndar eru af Breska meinafræðingafélaginu til prófs. Meinafræðideildij á öðrum sjúkrahúsum veita tíðum lítinn tíma og aðstöðu til náms og rannsóknarvinnu. Ráðlagt er eindregið frá pví að fara til Bretlands með doktorsnám eitt í huga, eru styrkir fáir og nær aðeins fyrir innfædda. Skurðlækningar Framhaldsnám í skurðlækningum í Bretlandi greinist í tvo meginpætti, sérfræðipróf og lágmarksreynslutíma. Sérfrædipróf: Þrjár nátengdar stofnanir, á vegum samtaka skurðlækna, sjá um fram- kvæmd sérfræðiprófa í greininni, svo og stöðlun og mat á námsstöðum. Þessar stofnan- ir eru The Royal College of Surgeons (fyrir England og Wales), The Royal College og Surgeons of Edinburgh (fyrir Skotland og Norður England) og The Royal College of Surgeons of Glasgow (aðallega Glasgowsvæð- ið í Skotlandi). Að loknu sérfræðiprófi veitast Fellowshipréttindi (F.R.C.S., F.R.C.S.Ed. eða F.R.C.S.GIa.) eftir pví við hverja stofnun prófið hefur verið tekið. Sérfræðiprófin skiptast í fyrri og seinni

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.