Læknablaðið - 15.03.1982, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐID
91
hluta. Til að taka fyrri hlutann þarf viðkomandi
að hafa fulla viðurkenningu til læknisstarfa
i Bretlandi (þ.e. PLAB-próf fyrir útlendinga)
og hafa unnið a.m.k. sex mánuði á skurðdeild.
Fyrri hlutinn er skriflegt próf í grunngreinum
skurðlækninga. Peir sem ná skriflega prófinu
halda síðan áfram stuttu síðar í þrjú munnleg
próf í líffærafræði, lífeðlisfræði og meinafræði.
Seinni hlutann má taka í fyrsta lagi 5 árum
eftir útskrift úr læknadeild. Auk þess þarf
viðkomandi að hafa unnið a.m.k. sex mánuði á
slysadeild og átján mánuði á almennri skurð-
deild, viðurkenndum af viðkomandi Royal
College of Surgeons. Aldurslágmark er 25 ár.
Þessi prófhluti er tvær ritgerðir, önnur um
almennar skurðlækningar, en hin getur verið í
almennum skurðlækningum eða undirgrein
skurðlækninga, eins og augnlækningum eða
háls- nef- og eyrnalækningum. 1 Englandi er
allalgengt enn að taka kvenlækningar sem
valgrein gegnum Royal College of Surgeons.
Tímalengd: Að afloknu Fellowship-prófi
þarf læknir, sem vill ieggja stund á skurðlækn-
ingar í Bretlandi, að fá viðurkenningu um
frekari sérfræðiþjálfun (Certificate of Higher
Surgical Training). Fyrr telst hann ekki hæfur
til að takast á hendur »ConsuItant« — stöðu.
Alls er því námstími í reynd 9 ár. Þessi fjögur
ár eftir Fellowship-próf verður viðkomandi að
vinna sem »Senior Registrar«. Einu ári má
eyða í rannsóknastörf í greininni. »Registrar«
stöðu má í sumum tilvikum telja til hluta þess
tíma. Viðurkenning fæst með meðmælum yfir-
manna á deildum, þar sem viðkomandi læknir
hefur unnið þennan tíma. Á þessum fjórum
árum helgar viðkomandi sig venjulega undir-
grein (-um) skurðlækninga, s.s. tauga-, beina-
eða þvagfæraskurðlækningum. Royal College
of Surgeons of Edinburgh heldur nú sérstakt
próf í undirgreinum, sem nefndar voru hér að
ofan. Mjög algengt er, að skurðlæknar stefni í
doktorsgráðu (M.D., Ph. D., CHM (master-
gráða)) vegna harðnandi samkeppni á vinnu-
markaði í Bretlandi.
Taugalæknisfræði og skyldar greinar
Fjöldi lækna í taugalæknisfræði og skyldum
greinum í Bretlandi 1978 var eins og taflan
sýnir:
Con- sul- tant Senior regist- rar Regist- rar Senior house officer
Taugalæknisfræði 152 31 67 76
Taugalífeðlisfræði 41 6 3 0
Taugaskurðlækningar . 81 28 58 64
Taugameinafræði 36 12 3 0
Nokkur aukning mun hafa átt sér stað síðan
þessar tölur voru birtar.
í Bretlandi þykir mikilvægt, að læknar hafi
góða almenna læknisfræðiþekkingu og gildir
þetta um allar sérgreinar. Áhugamenn um
taugalæknisfræði verða að byrja á þjálfun í
lyflækningum og ljúka MRCP-prófi áður en
þeir geta einbeitt sér að taugalæknisfræðinni
eingöngu. Sama gildir um taugaskurðlækning-
ar, hér þarf FRCS-próf áður en byrjað er. Að
loknum þessum prófum hefja menn svo þjálf-
un í taugalæknisfræði eða taugaskurðlækn-
ingum og sækja um »Senior House Officer«
eða »Registrar« stöðu. Eftir 2-3ja ára þjálfun í
þessum stöðum er læknirinn hæfur til að
sækja um »Senior Registrar« stöðu, og nú
hefst þjálfun, sem Bretar kalla »Higher specia-
list training«. Það er ekki auðvelt fyrir útlend-
ing að komast í slíka stöðu, og fyrir íslending
er það ekki nauðsynlegt, því að sú þjálfun, sem
hann hefur þegar fengið, er fullnægjandi til
þess að fá sérfræðiviðurkenningu á íslandi.
Flestir, sem leggja stund á taugalífeðlisfræði
hafa MRCP- eða MRCPsych-próf. Því meiri
sem klínisk þekking og þjálfun er, því betri
kandidat er umsækjandi talinn. Þjálfunar-
prógrömm eru ekki til í þessari grein fyrr en á
»Higher specialist level«.
Taugameinafræði geta menn stundað eftir
að hafa lokið fyrsta hluta MRCPath-prófs (sjá
kafla um meinafræði). Sérfræðiþjálfun í tauga-
meinafræði tekur 2-3 ár.
Fyrir hönd Félags íslenzkra lækna í Bret-
Iandi:
Stefán Karlsson
Hannes Pétursson
Ingvar Teitsson
Ragnheiður Ólafsdóttir
Reynir Tómas Geirsson
Sigurjón Stefánsson