Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 39

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 39
LÆK.NABLAÐIÐ 93 rúmgóð, en hrörleg og gömul húsakynni yfir- valda, en byggja átti þar nýja amtmannsstofu fyrir Magnús Gíslason, amtmann, sem þá sat á Leirá og beið þess að byggt yrði upp á Bessastöðum. Er Bjarni landlæknir reið heim frá Þingvöll- um, eftir að hafa veitt móttöku embættisskil- ríkjum sínum, tók hann með sér sjúkling að beiðni amtmanns. Hvað hrærst hefur i huga landlæknis er hann hélt heim með kinn sjúka mann, sem amtmaður hafði falið honum til umönnunar, lækninga og vistunar er hvergi skráð. En hann hefur hlotið að hugsa til aðstöð- unnar sem ekki var uppörfandi, hann pá ógiftur og húsakynnin í gamla valdsmannssetr- inu síst til pess fallinn að hýsa sjúka. En hann var pá maður á besta aldri, margfróður og með brennandi áhuga á hverskonar viðreisn landsins. Hann hlaut að vita af kynnum sínum af landi og pjóð, að hverju hann gekk, að svo miklu leyti sem mannleg framsýni getur skyggnst inn í óráðna framtíð. En Bjarna landlæknis beið ofurmannlegt starf. í erindisbréfi var honum falið að hafa umsjón með heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum læknishjálp, hafa lyfjasölu og annast læknakennslu, kenna að minnsta kosti 4 efni- legum skólapiltum, sem síðar yrðu skipaðir fjórðungslæknar landsins og jafnframt að kenna ljósmæðrum og auk pess skyldi hann hafa eftirlit með þeim hrörlegu stofnunum sem geymdu holdsveika og líta eftir tugthúslimum. Hann átti sjálfur að velja framtíðarsetur fyrir landlæknisembættið og valdi hann Nes við Seltjörn, og skyldi par reist veglegt múr- hús á konungskostnað og átti landlæknir að búa par leigulaust. Laun voru 300 Rd á ári, auk pess 200 Rd fyrir meðul handa snauðum og þeim átti að veita ókeypis læknishjálp. En hvernig var umhorfs í landinu, er fyrsti landlæknir okkar settist hér að? Landsmenn voru pá rúmlega 43 þúsund um 7 þúsundum færri en þegar fyrsta manntal var gert hér 1703, enda er átjánda öldin talin sú pungbærasta í sögu þjóðarinnar. Drepsóttir herjuðu alltaf öðru hvoru, barnadauði var gífurlegur og hungurvofan alltaf á næstu grösum. En Bjarni landlæknir hófst ótrauður handa. Hann tók til sín sjúklinga pau 3 ár sem hann sat á Bessastöðum og hóf par læknakennslu og þaðan útskrifaðist frá honum fyrsti nem- andi hans pann 1. júlí 1763, Magnús Guð- mundsson, síðar fjórðungslæknir í Norð- lendingafjórðungi. Sumarð 1761 hófst bygging landlæknisset- ursins að Nesi og hafði Bjarni umsjón með framkvæmdum par. Hann varð því oft að fara á ntilli Bessastaða og Ness, og mun Magnús Guðmundsson hafa aðstoðað Bjarna við störf- in að Bessastöðum er hann dvaldi í Nesi. Ekki fór heldur hjá pví, að hugur Bjarna beindist öðru hvoru til Viðeyjar. Þar hafði hann oft dvalið við nám og störf og nú var svo komið, að gjafvaxta dóttir Skúla fógeta, Rann- veig og Bjarni landlæknir höfðu fellt hugi sam- an. Þau höfðu heitbundist haustið 1762, en brúðkaup peirra fór fram í Viðey pann 1. júlí 1763 og lá Rannveig pá á sæng að sínu fyrsta barni. Þau fluttust svo um haustið 1763 í hið nýja og veglega múrhús í Nesi, pá var Bjarni landlæknir 44 ára gamall, Rannveig kona hans 21 árs og Steinunn litla dóttir peirra fárra mánaða gömul. í ævisögu Bjarna landlæknis segir Sveinn Pálsson, læknir, tengdasonur hans: »Brátt fannst pað, að pau hjónin voru framkvæmda- söm og útséð í bústarfi, hafði Bjarni Landph. ærinn skipaútveg til fiski-afla, og eins farnaðist honum landbúnaður ágæta vel, enda hafði Rannveig kona hans vanist nokkru meður föður sínum, jafnvel um nokkur ár gegnt peim störfum innan stofu í Viðey, sem nóg þóttu handa tveimur eða þremur«. Allan starfstíma sinn í Nesi hafði Bjarni nemendur í læknisfræði og frá honum útskrif- uðust 4 læknar, sem síðar urðu fjórðungslækn- ar, en alls munu 11 ungir menn hafa Iært læknisfræði hjá honum í lengri eða skemmri tíma og luku sumir peirra námi erlendis, auk pess fékk hann til landsins lærða yfirsetukonu og sjálfur kenndi hann 15 Ijósmæðrum, sem svo dreifðust um landsbyggðina. Hann hafði lyfjabúð frá fyrstu tíð á Bessastöðum og í Nesi til ársins 1772, en pá fluttist Bjarni Jónsson, lyfsali að Nesi og tók við lyfjasölunni. Bjarni landlæknir hafði allan starfstíma sinn í Nesi sjúklinga í par til gerðu húsi og var pað rekið í sambandi við heimili hans, auk allra þeirra sjúklinga sem leituðu til hans jafnt að nóttu sem degi. Hann lét sér mjög annt um sjúklinga sína og var þeim mjög góður sem fátækir voru og pví gekk fljótt á efni þeirra hjóna, enda alltaf örtröð í Nesi. Hann var einnig mjög skyldurækinn og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.