Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1982, Side 43

Læknablaðið - 15.03.1982, Side 43
LÆKNABLAÐID 95 læknir í Austfirðingafjórðungi og Jón Einars- son aðstoðarlæknir Bjarna í Nesi og gegndi hann landlæknisembættinu eftir að Bjarni dó þar til Jón Sveinsson tók við embættinu í september 1780. Hér var brotið blað. í æfisögu hans segir »Er hann leiddur með 2 börnum sínum rétt fyrir innan kirkjudyr, sem seinast stóð í Nesi við Seltjörn«. Eftir stóð ekkjan Rannveig Skúladóttir 37 ára gömul með 5 börn. Elst þeirra var Stein- unn 16 ára gömul en hún dvaldi langtímum hjá afa sínum Skúla fógeta í Viðey, Skúli 14 ára, hann sigldi með fálkaskipi til Hafnar nokkru áður en faðir hans dó, hann ætlaði að læra lyfjafræði, en hann hvarf frá námi, fór í siglingu til Kína og talinn látinn þar. Hallur 13 ára, hann sigldi ári eftir lát föður síns, en það skip fórst í hafi og Eggert 8 ára og Þórunn 3 ára. Landlæknisheimilið var fátækt er Bjarni landlæknir dó, enda alitaf mikil gestnauð í Nesi og allir ölmusumenn fengu þar ókeypis aðhlynningu, en þeir voru þá mjög margir í landinu, jafnvel taiið að þeir væru sjötti hver landmanna. En Rannveig átti hauk í horni þar sem var faðir hennar Skúii fógeti. Börnin hennar þrjú, sem náðu fuliorðins- aldri, báru gæfu til þess að sá út þeim frækornum, sem foreldrar þeirra höfðu gefið þeim og uppskeran varð mikil. Steinunn giftist Vigfúsi Pórarinssyni, sýslu- manni í Hlíðarenda, og meðal margra barna þeirra voru Bjarni Thorarensen amtmaður og skáld og Skúli Thorarensen, læknir á Móeiðar- hvoli og var hann 15 barna faðir. Eggert varð prestur, sat í Stafholti og víðar og var barn- margur, og Þórunn giftist Sveini Páissyni, lækni og áttu þau 15 börn. Því er ættarmeiður- inn stór og ná lim hans um ^llt landið og víðar. Þjóðin færir Bjarna Pálssyni, landlækni og Rannveigu konu hans þakkir fyrir fórnfúst brautryðjendastarf, sem bar ríkulegan ávöxt. Nemendur hans voru fáir, er hann féll frá og læknum fjölgaði mjög hægt fyrstu áratugina eftir fráfali hans, en það slokknaði aldrei á kyndlinum. Árið 1800 voru læknarnir aðeins 5 og ljósmæður um 20. Nú á 200 ára dánardægri Bjarna landlæknis hefur Seltjarnarneskaupstaður reist honum minnisvarða í Nesi. Ríkissjóður hefur keypt Nesstofu og afhent Þjóðminjaverði hana til varðveizlu — prófessor Jón Steffensen hefur gefið veglega gjöf tii þess að í Nesi verði komið upp safni og rannsóknarstofnun á sviði sögu heilbrigðismála og Rotaryhreyfingin á íslandi hefur ákveðið nú á 75 ára afmæli hreyfingarinnar að hefja söfnun til stuðnings endurreisnar Nesstofu. Allt þetta þökkum við læknar og þeir aðrir, sem vita hvers virði störf Bjarna landlæknis voru fyrir þjóðina. Einnig ber að þakka öllum þeim sem átt hafa og varðveitt Nesstofu þau 145 ár, sem liðin eru frá því landlæknir flutti þaðan. Lokaorð mín skulu vera hin sömu og Guðmundar Hannessonar, prófessors er hann ritaði á 200 ára afmæli Bjarna landlæknis fyrir 60 árum: »Og líklega getum vér ekki hrósað oss af því að vera samvizkusamari og ósér- plægnari í starfi voru en Bjarni var«. HEIMILDIR: 1. Eggert Ólafsson: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 2. Guðmundur Hannesson: Læknablaðið 3. Jón Steffensen: Læknanám Bjarna Pálssonar 4. Jón Steffensen: Bjarni Pálsson og samtíð hans 5. Jón Steingrímsson: Ævisaga séra Jóns Stein- grímssonar 6. Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson: Læknar á íslandi 7. Páll Eggert Ólafsson: íslenskar æviskrár 8. Sveinn Páisson: Ævisaga Bjarni Pálssonar 9. Vilmundur Jónsson: Lækningar og saga

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.