Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 24
240 LÆK.NABLADID notað 50 ml Angiografin — Lidocain 1 % eða 2 % og 42 ml Metrizamid (innihaldið úr 4 flöskum á 6,75 g), en 12 ml af hvorum skuggagjafa við sérinnspýtingu í útlimaæð. Við 13 rannsóknir var Metrizamid dælt fyrst, en við 17 rannsóknir skuggaefnisblönd- unni. Hending réði, hvort efnið var gefið á undan. Langflestir sjúklinganna (26) voru með æðakölkun og hjá 9 þeirra var búið að gera flæðisbætandi uppskurði. Áður en myndatak- an hófst voru sjúklingarnir beðnir um að lýsa eftir hverja myndatöku einkennum samfara innspýtingu svo sem engum ópægindum, væg- um til þolanlegum hita, eða mjög ópægilegum brunaverk. Fylgst var náið með fótahreyf- ingum, sem er góður mælikvarði á óbærilegan verk. Við aortofemoral angiografiu var inndæl- ingarhraði á skuggagjafa 15 ml/sek., en við sérinnspýtingu í æð var 12 ml skuggaefnis sprautað með handafli með jöfnum hraða h.u.b. 8 ml/sek. Forgjöfin var fólgin í Valium eingöngu eða Valium ásamt Fortral allt eftir aðstæðum 1 klukkutíma fyrir skoðun. Allir voru við fulla rænu á meðan á skoðun- inni stóð, og allir gátu gefið tæmandi upplýs- ingar um viðbrögðin eftir hverja innspýtingu. Rannsóknaraðferðin skiptist pannig: 19 sjúk- lingar fóru í aortofemoral angiografiu nteð præðingu í nára, hjá 9 var gerð sérinnspýting í útlimaæð (selectiv femoral) annað hvort með præðingu eða beinni ástungu í nára, en hjá 2 sjúklingum var gerð bein ástunga í aorta abdominalis (translumbal angiografia). Tíðni aukaverkana var síðan borin saman með Fischer’s exact test. NIÐURSTÖÐUR í töflu eru bornar saman aukaverkanir af Angiografin og Metrizamid. Sjúklingunum sem fengu Angiografin hefur verið skipt í tvo hópa. í hópi A eru 12 sjúklingar sem fengu 1 % Lidocain, en í hópi B 16 sjúklingar sem fengu 2 % Lidocain. Enginn úr fyrri hópnum (A) kvartaði undan óbærilegum verk eða hreyfði fæturna eftir Metrizamid gjöf, en 2 hreyfðu ganglimina vegna mismikils sársauka og 2 kvörtuðu und- an óþægilegum brunaverk eftir Angiografin/ Lidocain blöndu. Að öðru leyti voru viðbrögð- in svipuð hvað snerti hitatilfinningu. Pað er talið, að 4 úr A hópnum fái marktækar aukaverkanir, en enginn sem fékk Metrizamid (P = 0.047). í seinni hópnum (B) hins vegar er munurinn á viðbrögðum sjúklinganna ekki marktækur (P = 0.5). Aðeins 1 fann til mikils brunaverkjar og gat ekki legið kyrr eftir Angiografin/Lido- cain gjöf. Enginn taldi innspýtinguna ópæg- indalausa með öllu eftir hvoruga innspýting- araðferð. Af ofangreindu verður ljóst, að eingöngu 3 sjúklingar af 28 samtals hreyfðu ganglimina vegna verkja og var þeim öllum sameiginlegt að hafa stíflu í stórum æðastofni og víðáttumikla hliðarblóðrás. LOKAORÐ Af ofangreindum viðbrögðum sjúklinganna við innspýtingu peirra skuggagjafa, sem hér hafa verið til umræðu, pykir sýnt, að Metriza- mid hefur enga afgerandi kosti vegna minni ertingar fram yfir Angiografin ef í pað er blandað Lidocain 2 % í fyrirfram ákveðnum og viðurkenndum hlutföllum. Gildir einu hvort um er að ræða æðar í griplim eða ganglim. Aukaverkanir af Lidocaini í pví magni, sem hér er lýst, eru engar. Við tvær inndælingar með Lidocain 2 % verður heildarmagn stað- deyfingarlyfsins 200 mg á 30-40 mín. eða langt fyrir neðan krampavaldandi skammtinn. Skammtur, sem getur valdið forstigi af krömp- um (sub-convulsive) hjá heilbrigðum einstak- lingi, er talinn liggja í 750 mg i.v. á 20 mín. (16, 17, 18). Á mörgum stærri röntgendeildum er Metri- zamid orðið aðal skuggagjafi við rannsóknir á útlimaæðum vegna lítilla eituráhrifa. Töluvert Tafla. Aukaverkanir af Metrizamid og Angiografin med 1 % og 2 % Lidocain Aukaverkanir Hópur A: 12 sjúklingar Angiografin Metri- /Lidocain 1 % zamid Engin viðbrögð 0 0 Vægur-polanlegur hiti .. 8 12 Óþægilegur brunaverkur ... 2 0 Mikill sársauki (ókyrrð) ... .. 2 0 12 12 Hópur B: 16 sjúklingar Aukaverkanir Angiografin /Lidocain 2 % Metri- zamid Engin viðbrögð .. 0 0 Vægur-þolanlegur hiti .. 15 16 Óþægilegur brunaverkur .. .. 0 0 Mikill sársauki (ókyrrð) .... 1 0 16 16

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.