Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 18
236
LAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
| Læknafélag íslands og
Læknafélag Reykjavíkur
68. ÁRG. - OKTÓBER 1982
Skipulag á
geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn
og unglinga á íslandi
Barnageðlækningar fást við greiningu og
meðferð á börnum og unglingum með geðræn
vandamál. Þótt barnageðlækningar séu ungar
að árum hér á landi, hvað pjónustu snertir og
sem vísindagrein, hafa barnageðlækningar ver-
ið stundaðar sums staðar erlendis á 7. áratug. í
fyrstu var aðallega um að ræða göngudeild-
arþjónustu, þar sem vandamál voru greind og
síðan meðhöndluð. Síðar kom legudeildarpjón-
usta til viðbótar göngudeildarpjónustu og á
síðustu áratugum eru barnageðdeildir allvíða í
tengslum við háskólasjúkrahús og hafa nú
þegar verið gerðar umtalsverðar vísindalegar
rannsóknir innan fræðigreinarinnar.
Próunin hér á landi. Á árunum 1960-1967
var rekin hér á landi geðverndardeild fyrir
börn á vegum Heilsuverndarstöðvarinnar und-
ir stjórn prófessors Sigurjóns Björnssonar.
Starfssvið pessarar deildar var fyrst og fremst
sálfræðirannsóknir, en jafnframt að gefa for-
eldrum og uppalendum sálfræðilegar og upp-
eldisfræðilegar leiðbeiningar. Aldurstakmark
á geðverndardeild pessari miðaðist við yngri
börn og unglinga en 15 ára. Á árunum 1967
fram til 1976 var áframhaldandi rekin geð-
verndardeild á barnadeild Heilsuverndarstöðv-
arinnar ásamt ungbarnaeftirliti undir stjórn
Halldórs Hansens yfirlæknis. Á árunum 1960-
1976 voru séð rúm 2100 börn á geðverndar-
deild Heilsuverndarstöðvarinnar.
Fyrsta barnageðdeildin tók til starfa hér á
landi 15. ágúst 1970. Hafði pá um nokkurra ára
bil ýmsum verið ljóst, að á íslandi væru óleyst
barnageðlæknisfræðileg vandamál. Sérstak-
lega má par nefna yfirlæknana Kristbjörn
Tryggvason, Tómas Helgason og Halldór
LÆKNABLADID
Hansen og sendu þeir álitsgerð um málið til
landlæknis, 16. ágúst 1967. Lagt var til, að
stofnuð yrði geðsjúkdómadeild fyrir börn og
unglinga á vegum Landspítalans. Árið 1968
hóf félagsmálaráð Reykjavíkur viðræður milli
borgar og ríkis um stofnun barna- og unglinga-
geðdeildar, en niðurstaða úr peim viðræðum
varð sú, að báðir aðilar féllust á stofnun
sjúkradeildar fyrir börn með geðræn vanda-
mál. Reykjavíkurborg tók að sér að fullgera
hluta af húsnæði við Dalbraut 12 og leigja pað
ríkinu og ríkið tók að sér rekstur deildarinnar,
sem deild frá Landspítalanum.
Páll Ásgeirsson var skipaður yfirlæknir og
hefur verið pað frá upphafi, en er nú í 2ja ára
leyfi frá störfum, en meðan á fjarveru hans
stendur gegnir Sverrir Bjarnason yfirlæknis-
starfi.
Á undanförnum rúmum 11 árum hafa rúm
1700 börn komið á göngudeild Geðdeildar
Barnaspítala Hringsins ásamt fjölskyldum
peirra. Aldurstakmark Geðdeildar Barnaspít-
ala Hringins hefur aldrei verið fyllilega ákveð-
ið. Skv. síðustu ársskýrslu deildarinnar frá
1973- 1976 má sjá, að yngsta barn sem leitað
var með á þessum árum var eins árs gamalt og
pað elsta 22ja ára. Flest börnin eru á aldrinum
4ra-10 ára. í 69% tilfella var um drengi að
ræða og í 31 % tilfella stúlkur. Innlagning-
araðstaða á GBH hefur verið fyrir hendi fyrir
börn yngri en 12-14 ára.
Á hinum Norðurlöndunum er álitið, að
lágmarkstíðni barnageðlæknisfræðilegra
vandamála sé um 16-19%, þ.e.a.s. a.m.k. 16-
19% þeirra barna, sem eru innan við 14 ára
aldur purfi á geðlæknisfræðilegri aðstoð að
halda, ýmist beint eða óbeint í formi ráðgjafar
t.d. frá heimilislækni, barnageðdeild eða skóla-
sálfræðingi. Hér á landi er mjög litlum hluta
pessara barna sinnt sem skyldi. Tíðni geð-
læknisfræðilegra vandamála meðal unglinga
er sú sama og tíðni hjá fullorðnum, en prátt
fyrir pað hefur enn ekki tekist að koma á fót
greiningar- eða meðferðardeild fyrir unglinga
með geðræn vandamál og hefur peim pví
verið stórlega misboðið í okkar heilbrigðis-
kerfi fram að pessu.
Á sálfræðideildir skóla hér á höfuðborgar-
svæðinu á s.l. ári var leitað vegna tæplega 300
barna. Við lauslega athugun á fjölda grunnskóla-
barna sem pjónustu nutu hér á höfuðborg-
arsvæðinu á barnageðdeild og sálfræðideild-
um vegna geðrænna vandkvæða á s.l. ári
reyndist fjöldi þeirra aðeins vera 2,3 %.