Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 5
LÆKNABLADIÐ 227 Haraldur Dungal. Fjalar Kristjánsson, Matthías Kjeld, Bjarni Pjóðleifsson FRÁSOG NAPROXEN Samanburður á frásogi tveggja tegunda naproxen taflna INNGANGUR Naproxen, pekkt hér á landi undir sérlyfjaheit- inu Naproxyn®, er bólgueyðandi lyf, sem einnig hefur verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Naprosyn (Astra Syntex) hefur verið á markaði hérlendis í nokkur ár og notkun pess farið vaxandi. Ábendingar eru m.a. iktsýki (rheumatoid arthritis), slitgigt og verkir og bólga í hreyfi- og stoðkerfi. Kostir Naproxen eru m.a. peir að pað hefur tiltölulega langan helmingunartíma (1, 2, 3) og nægir að taka pað tvisvar á sólarhring. Annar kostur Naproxen er minni tíðni aukaverkana sérstaklega á slímhúðir efri melt- ingarvegar, en hjá flestum öðrum gigtarlyfjum (1, 4). í ráði er að íslenskt lyfjafyrirtæki hefji framleiðslu á Naproxen í töfluformi og af peim sökum var eftirfarandi tilraun gerð. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Tvö lyfjaform naproxen (6-methoxy-a-me- thyl- 2 napthalene acetic acid) voru borin saman. Annars vegar T. Naprosyn 250 mg (Astra Syntex) og hins vegar T. Naproxen 250 mg (TORO). Til tilraunarinnar voru valdir 10 heilbrigðir einstaklingar á aldrinum 23-42 ára. Enginn einstaklinganna tók önnur lyf á umræddu tímabili. Við skipulag tilraunar var stuðst við svipaða tilraun með frásog Cimetidins (5). Tilrauninni var pannig hagað, að tvær töflur Naproxen 250 mg voru teknar á fastandi maga með 100 ml af vatni og matar ekki neytt næstu tvær klukkustundirnar. Viðmiðunarblóðsýni var tekið fyrir lyfjatöku. Blóðsýni voru síðan tekin 30, 60, 90 mín og 2, 3, 4, 6, 9, 12, 24 og 48 klst. eftir inntöku lyfsins. Blóðsýni voru geymd í kæli og skilin innan 8 klst. Serumið var síðan fryst og mælt við fyrstu hentugleika. í fyrri umferð tóku allir einstaklingarnir T. Naprosyn (Astra Syntex) 500 mg og í seinni umferð, 14 dögum síðar, tóku sömu einstak- lingar T. Naproxen (TORO) 500 mg. Barst 15/04/82. Sampykkt 21/04/82 og seftd 1 prentsmiöju. Einstaklingarnir fengu númer frá 1-10 og höfðu sömu númer í báðum umferðunum. Við samanburð lyfjaformanna voru eftirfarandi gildi reiknuð út og borin saman með pöruðu t- prófi. a) Blóðpéttni á mælingartímanum b) Helmingunartími lyfjanna í blóði (t V2) c) Heildarflatarmál undir blóðpéttniferlum fyrstu 24 klst. Notuð var trapezoidal aðferð d) Tímalengd að frásogstoppi Reverse phase HPLC (High pressure liquid chromatography) var notuð við mælingar á Naproxen í serum. Aðferðin var próuð á Rannsóknastofu Landspítalans en stuðst var við greinar Broquaire et al (2) og Upton et al (6). HPLC tækið sem var notað er frá Waters Ass. og samanstendur af vökvapumpu (6000A), Universal injector (U6K), Variable Wavelength Detector (450) og rita frá Kipp og Zonen (B.D.40). Súla er BONDAPAK C18 frá Waters Ass. Forsúla var heimapökkuð með C18 fasa. Naproxen var fengið frá Dolder AG Sviss. Ibuprofen var unnið úr Brufen® töflum. Aceto- nitril var fengið frá Rathburn Ltd. og Diethyl- ether (Anala®) frá B.D.H. Súlulúdi (Eluent of column) Orthophosphor- sýra, PH 3.0: Acetonitril, 40:60. Þynnivökvi: í 1 1 af 1 mo/l NaCI lausn var leyst upp 1,34 g KH2 PO4 og pH stillt á 2,0 með H3P04. Naproxen stofnstadall: 1 mg/ml: 10.0 mg Naproxen leyst upp í 10,0 ml methanol. Naproxen vinnustadall: 50 pg/ml: 500 pl Naproxen stofnstaðall er pynntur í 10,0 ml með lyfjalausu serum. Innstadall(internalstandard). 50 mg Ibupro- fen leyst í 100 ml af methanoli. 100 pl af serum eða vinnustandard var sett í skilvinduglas. 400 pl af pynnivökva 100 pl af innstaðli og 5,0 ml Diethylether var bætt út í og glösin hrist á hvirfilhristara í 60 sek. Etherfasinn var síðan færður í önnur glös og purrkaður við 50° C undir loftblæstri. Glösin

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.