Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 39
LÆK.NABLAÐIÐ
249
2. Samþykktar voru þrjár tillögur stjórnar Læknafé-
lags íslands um breytingu á lögum félagsins og hafa
lögin þegar verið gefin út með þeim breytingum í
Handbók lækna.
3. Tillaga frá stjórn L.R., um að skora á heilbrigðis-
yfirvöld að gangast fyrir breytingu á lögum um
heilbrigðisþjónustu á þann veg, að læknaráðum
sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva sé tryggður fulltrúi
í stjórnum viðkomandi stofnunar, var samþykkt og
send heilbrigðismálaráðherra, og gaf hann eftirfar-
andi skriflegt svar: »Svo sem nú háttar til, er
starfsmannaráðum viðkomandi stofnana tryggður
fulltrúi eða fulltrúar í stjórn viðkomandi stofnana og
ráðuneytið telur, að áhrifa lækna hafi gætt í það
ríkum mæli með þeim hætti, að ástæðalaust sé að
gera einnig ráð fyrir, að læknaráð eigi fulltrúa til
viðbótar þeim, sem nú sitja.«
4. Tillaga frá stjórn L.Í., um að beina því til
læknadeildar að hraða endurskoðun á gildandi
reglugerð um veitingu almenns lækningaleyfis og
sérfræðileyfa, var send deildinni. Var hún tekin til
umræðu í deildarráði, en hefur ekki haft nein áhrif.
5. Tillaga frá stjórn L.R., þar sem skorað er á
heilbrigðisyfirvöld að gangast fyrir breytingu á
lögum um heilbrigðisþjónustu á þann veg, að leitað
sé umsagnar læknaráðs viðkomandi heilbrigðisstofn-
unar við ráðningu yfirlækna og sérfræðinga, var
send til heilbrigðismálaráðherra og gaf hann eftirfar-
andi skriflegt svar: »Ráðuneytið telur að reynsla sú,
sem fengizt hefur af núverandi fyrirkomulagi um
stöðunefnd, sé á þann veg að ekki sé skynsamlegt að
breyta því fyrirkomulagi og mun því ekki hafa
forgöngu um breytingu af þessu tagi.«
6. Samþykkt var tillaga, sem beint var til stjórna
Félags íslenzkra heimilislækna, Sérfræðingafélags
íslenzkra lækna, Félags ungra lækna og Félags
yfirlækna, um að skiþuleggja kerfi tengiliða við
stjórnirnar á hinum ýmsu vinnustöðum. Tengiliðir
þessir eiga að vera stjórnum til ráðuneytis um öll
atriði, er lúta að kjaramálum. Ályktunin var send
öllum viðkomandi félögum, en ekki hafa borizt nein
svör og er stjórninni ekki kunnugt um, að þau hafi
orðið við þessum tilmælum ennþá.
7. Eftirfarandi ályktun var send heilbrigðismálaráð-
herra: »Aðalfundur .... ályktar að beina því til
heilbrigðisráðherra, að sérfræðiviðurkenning í heim-
ilislækningum verði gerð skilyrði fyrir skiþun í stöðu
heilsugæzlulækna. Við framkvæmd þessa verði gerð-
ar ráðstafanir til, að heimilislæknar, sem komnir eru
til starfa við gildistöku hins nýja ákvæðis, geti aflað
sér sérfræðiviðurkenningar í greininni.« í bréfi sínu
til ráðherra ítrekaði stjórnin, að stefnt verði að því,
að sérfræðileyfi verði gert að skilyrði fyrir stöðu-
veitingu á heilsugæzlustöðvum og fór fram á, að
meðan það skilyrði lægi ekki fyrir, yrði tekið fram í
auglýsingu, að sérfræðiviðurkenning í heimilis-
lækningum væri talin æskileg og meðan seinni hluti
ályktunarinnar væri ekki kominn til framkvæmda,
verði að taka nokkurt tillit til langrar starfsreynslu
við heilsugæzlu- og heimilislæknisstörf. í svarbréfi
ráðuneytisins segir m.a.: »Hvað því viðvíkur, að
auglýsa stöður heilsugæzlulækna þannig, að sér-
fræðiviðurkenning í heimilislækningum sé talin
æskileg, þá hefur ráðuneytið í vissum tilvikum gert
það, en ekki hefur það orðið regla enn sem komið
er.« Og síðar segir: »Ráðuneytið er hins vegar
sammála Læknafélagi Islands um það, að það eigi að
stefna að því, að heilsugæzlulæknar hafi sérmenntun
í heimilislækningum.«
Formannaráðstefna
Fundur stjórnar L.í. með formönnum svæðafélag-
anna var haldinn 26. febrúar 1982 í húsnæði læknafé-
laganna í Domus Medica. Á fundinn mættu fulltrúar
allra svæðafélaganna á landinu, svo og fulltrúar
F.Í.L.Í.S. og F.Í.L.B.
Stjórnin gerði grein fyrir afgreiðslu ályktana
aðalfundar og enn fremur var þar rætt um göngu-
deildarmál, lífeyrismál, skiptingu eigna milli L.í. og
L.R. vegna yfirtöku L.í. á rekstri skrifstofunnar, um
sameiginlegan vinnumarkað lækna á Norðurlönd-
um, hugmyndir um framkvæmd breytinga úr núm-
erakerfi í heilsugæzlukerfi í Reykjavík, byggingamál,
stöðumál og kjaramál.
Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninga-
nefndar heimilis- og heilsugæzlulækna, mætti á
fundinum og gerði grein fyrir stöðu samningamála
heimilislækna.
í lok fundarins ræddi Sigurbjörn Sveinsson nokk-
uð um tölvunotkun á heilsugæzlustöðvum og spurð-
ist einnig fyrir um samþykkt, sem gerð hafði verið í
stjórn Læknafélags íslands 18. marz 1980 varðandi
tilmæli til landlæknisembættisins um, að það hlutað-
ist til um, að hönnuð yrði ungbarnaskrá til notkunar
við ungbarnaeftirlit í heilsugæzlustöðvum.
Kjaramál
Sérkjarasamningur fastráðinna lækna. Kjaradómur
um aðalkjarasamning háskólamanna 1 þjónustu ríkis-
ins fyrir tímabilið 01.03.1982 - 29.02.1984 var kveðinn
upp þann 21. febrúar 1982.
Helztu breytingar frá fyrri samningi urðu þær, að
tveim launaflokkum var bætt við launastigann.
Jafnframt voru gerðar breytingar á reglum um
starfsaldur, þannig að 1 stað launaflokkshækkunar
við 15 ára starfsaldur koma nú flokkahækkanir eftir
9 ára starfsaldur frá viðurkenndu lokaprófi frá
háskóla og eftir 13 ára og 18 ára starfsaldur, skv.
almennri skilgreiningu. Ákvæði þessi koma til fram-
kvæmda eitt 1 einu, síðast 1. marz 1983. Þá var breytt
reglum um persónuuppbót 1 desember þannig, að
hún fæst nú eftir þriggja ára starf. Að lokum var
tryggingabótafjárhæðum breytt nokkuð.
Samningaviðræður vegna sérkjarasamnings L.Í.,
sem byggir á aðalkjarasamningi B.H.M., hófust í
marzmánuði. Þegar sýnt var, að fjármálaráðuneytið
fékkst ekki til að nálgast þær kröfur, sem settar
höfðu verið fram, fór málið í Kjaradóm. Dóms er að
vænta í byrjun júní.