Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 2
Valt út í hraun Ungur maður missti stjórn á bíl sínum í fljúgandi hálku á Reykjanesbrautinni seinni- partinn á miðvikudag. Mað- urinn er fæddur 1979 og var að fikta við útvarpið þegar bíllinn rann til á lítilli ferð og hafnaði harkalega utan vegar. Ökumanninn sakaði ekki en bíllinn er mikið skemmdur eft- ir nokkrar veltur í hrauninu og var dreginn burt. föstudagur 9. mars 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Burðardýrið Sigurður Þórsson var dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir að reyna að smygla þremur kílóum af kókaíni til landsins. Sjálfur segist hann hafa verið hand- rukkaður til þess að smygla dópinu til landsins. Hann segir að handrukkararnir hafi verið svo ófyrirleitnir að þeir hafi hótað að senda barnaníðing á son hans. „ég var laminn og sett- ur í skott á bíl, þar fékk ég að dúsa í heila nótt.“ „Þeir hótuðu að senda barnaperra á soninn minn,“ segir Sigurður Þórs- son í dómsorði en hann var dæmdur í tæplega fjögura ára fangelsi fyrir að flytja inn rétt tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins. Hann segist hafa verið neyddur af handrukkurum til þess að flytja efnin inn til landsins. Hann hafi lent í hrikalegum barsmíðum vegna fíkniefnaskuldar og að auki var barninu hans hótað kynferðis- legri misnotkun. Hann sá sér ekk- ert annað fært en að fara í hina ör- lagaríku sendiferð sem endaði með þriggja ára fangelsi. Það var í nóvember á síðasta ári sem Sigurður var handtekinn á Leifsstöð. Hann hafði fyrst farið til Svíþjóðar og þaðan til Kaupmanna- hafnar. Hann dvaldi á hóteli þar sem maður hafið við hann samband. Sig- urður vildi ekki nafngreina hann né neinn annan sem málinu tengist af ótta um eigin velferð og fjölskyldu. Maðurinn lét hann hafa ferðatösku en sjálfur segir Sigurður að hann hafi aðeins vonað að efnin væru væg en hann vissi ekki hverrar tegundar efn- in væru sem falinn voru í töskunni. Þegar hann sneri aftur til Íslands frá Kaupmannahöfn var hann stöðv- aður í tollinum. Lögreglan fann þrjár pakkningar á botni töskunar en allar innihéldu þær kókaín. Skuldaði dópsölum „Ég hafði reykt hass og feng- ið mér kókaín reglulega,“ segir Sig- urður í dómsorði en hann var sjálf- ur fíkniefnaneytandi. Hann skuldaði fíkniefnasölum talsvert fé en skuld- in hækkaði í sífellu. Að lokum réði hann ekki við aðstæður og upphæð- in var kominn upp í eina milljón. Þá flúði hann til Svíþjóðar því hann vissi að hættulegir handrukkarar væru á eftir honum. Milljón gleymist ekki svo glatt. Hann sneri þó aftur að lokum. Ástæðan voru áhyggjur af velferð fjölskyldu hans og aðstandenda. Handrukkaður í smygl „Ég var laminn og settur í skott á bíl, þar fékk ég að dúsa í heila nótt,“ segir Sigurður um óblíðar mótttökur sem hann fékk þegar heim var kom- ið. Að auki var farið með hann út í hraun en hann vissi þó ekki hvar. Þar var honum misþyrmt hrotta- lega af handrukkurum sem vildu fá skuld sína greidda. Sigurður segir frá því að einn handrukkarinn hafi lagst ofan á hann, borið hníf að hálsi hans og hótað að senda barnaperra á barnið hans ef hann borgaði ekki skuld sína. Það var þá sem Sigurður ákvað að fara til Svíþjóðar og leggja eigið frelsi að veði. Hann varð að bjarga fjöl- skyldunni. Engra kosta völ Að sögn Sigurðar átti hann engra kosta völ. Undirheimarnir verða harðari með hverjum deginum og því fór hann þá leið sem hann fór. Það eina sem hann vonaði áður en hann kom til landsins, var að efnin væru ekki sterk. Ástæðan var sú að hann bjóst allt eins við því að vera handtekinn á flugvellinum. Hon- um varð þó ekki að ósk sinni enda var hann með þrjú kíló af kókaíni en það er eitt mesta magn af kókaíni sem reynt hefur verið að flytja inn til landsins í einu lagi. Héraðsdómur Reykjavíkur tekur mark á sögu hans um handrukkar- ana og einnig er til þess litið að hann hefur ekki gerst sekur um glæpi áður. Því dæmir héraðsdómur hann í 44 mánaða fangelsi eða tæp fjögur ár. valur grEttiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Þrjú kíló af kókaíni magnið sem sigurður reyndi að smygla til landsins er eitt það mesta sem reynt hefur verið að smygla í einu lagi. Hótuðu að misnota barn burðardýrs Héraðsdómur reykjavíkur tekur mark á frásöng sigurðar um að hann hafi verið neyddur til þess að smygla fíkniefnum. Nefbraut samfanga sinn Börkur Birgisson, sem sló mann með öxi í höfuðið, braut af sér í fangelsinu: Börkur Birgisson, sem dæmur var í sjö og hálfs árs fangelsi meðal annars fyrir tilraun til manndráps, er kominn í kast við lögin enn á ný og nú innan fangelsisveggja. Börkur hefur nú verið ákærður af sýslumanninum á Selfossi fyrir að kýla samfanga sinn ,á Litla-hrauni, hnefahögg í andlitið með þeim af- leiðingum að hann nefbrotnaði, hlaut þrjá skurði og marðist á nefi. Átti árásin sér stað á fótaboltavelli fangelsisins á útvistartíma fanga í júlí síðasta sumar. Þá er Börkur einnig ákærður fyrir að hafa fíkniefni í fór- um sínum í fangelsinu en um fimm og hálft gramm af hassi sem fannst í leðurjakka hans. Sá sem Börkur nef- braut krefst nærri 250 þúsund króna í skaðabætur. Börkur var dæmdur í Hæstarétti í júní árið 2005 en þá hafði hann set- ið í gæsluvarðhaldi frá byrjun sept- ember árið 2004. Börkur var fundinn sekur um að hafa slegið mann nokkr- um sinnum með exi í höfuðið og var hann því dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Eins var hann sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, vopnalaga- brot og tvær aðrar líkamsárásir. hrs@dv.is Börkur Birgisson Börkur heldur áfram að brjóta af sér á Litla-hrauni. Ammoníak- mengun Fosfat og ammoníak höfðu áhrif á fiskidauða í Grundar- firði í janúar síðastliðnum. Við nýjar rannsóknir á efnainnihaldi sjávar kom hins vegar ýmislegt fleira í ljós. Í sjónum reyndist magn fosfats og ammoníaks mun hærra en eðlilegt getur talist við þá byggð sem er í Grundarfirði. Í Grundarfirði búa um 950 manns en magn fosfats og ammoníaks benti til þess að þar byggju um 80 þúsund manns en í þeim út- reikningi eru nokkur skekkju- mörk. Hátt innihald þessara efna í sjó getur haft áhrif á þörunga- blóma og síðar súrefnisinnihalds sjávar. Skessuhorn greindi frá í gær. Kynningarskrif- stofa opnuð Sól í Straumi opnar kynning- arskrifstofu sína á sunnudaginn klukkan fjögur en hín verður staðsett í Hótel Víking sem er gegnt Fjörukránni. Samtökin bjóða Hafnfirðinga og annað áhugafólk um stækkunarmálið hjartanlega velkomið á opnun- ina. Kynningarskrifstofan verður opin frá klukkan eitt til sex alla daga fram að kosningum. Sam- tökin hafa beitt sér ötullega við að upplýsa Hafnfirðinga um fyr- irhugaða stækkun og hafa staðið fyrir fjölmörgum fundum þess eðlis. Kosið verður um stækkun í lok mars. Lyfjastefna mótuð til langs tíma Siv Friðleifsdóttir, heil- brigðisráðherra, kynnti í gær nýja lyfjastefnu sem unn- ið hefur verið að síðan 2004. Stefnunni, sem birt var í tut- tugu síðna skýrslu, er ætlað að stuðla að öruggu gengi allra landsmanna að nauðsynleg- um lyfjum, tryggja öryggi, gæði og virkni lyfja og lyfjaþjón- ustu. Sif tók fram að í kjölfar aðgerða síðustu missera er heildsöluverð frumlyfja á Ís- landi nú sambærilegt við verð sömu lyfja á Norðulöndum. Hins vegar er álagning apóteka töluvert hærri hér á landi auk þess sem stefna þarf að auk- inni notkun ódýrari samheita- lyfja og að eflingu samkeppni á lyfjamarkaði. Lyfjastefna mun gilda til ársins 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.