Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 12
föstudagur 9. mars 200712 Fréttir DV Alþingi tryggir sauðfjárbændum landsins á næstu dögum ellefu millj- ónir króna að meðaltali á hvert lög- býli næstu sex árin þegar sauðfjár- samningur landbúnaðarráðherra við Bændasamtökin verður staðfest- ur. Sumir bændur eiga þó eftir að fá mun hærri greiðslur því þær fara eft- ir fjölda þeirra kinda sem hver bóndi heldur. Síðustu árin hafa bændur fengið beingreiðslur fyrir allt niður í eina á og upp í nokkur hundruð. Sauðfjársamningurinn tryggir bændum um 50 prósentum hærri fjárhæð á hverja kind sem þeir halda en hæsta verðið sem þeir fá á hvern dilk sem þeir fara með í sláturhús. Þá á reyndar eftir að taka mið af tekjum bænda af ull sem eru mun minni en tekjur af kjöti. Bændur fá greiddar fimm þúsund krónur á ári í beingreiðslur á hverja þá kind sem þeir halda. Þetta er þó aðeins rúmlega helmingur greiðsl- unnar. Ofan á þetta bætast greiðslur vegna gæðastýringar, ullarnýtingar og markaðsstarfs. Þegar allt er reikn- að saman má búast við að bændur fái rúmar 9 þúsund krónur á hverja kind samkvæmt ákvæðum sauðfjár- samnigsins. Greiðslan getur þó verið misjöfn með tilliti til gæða fram- leiðslunnar. Hæsta verð sem bænd- ur geta feng- ið fyrir dilka sína nema um 6 þúsund krón- um miðað við með- alstærð dilka og kjöt í hæsta gæðaflokki sem flutt er til slátrunar vel áður en kemur að háannatíð í slátrun. 20 millj- arðar Sauðfjár- samningurinn sem Guðni Ág- ústsson land- búnaðarráð- herra gerði við Bændasamtökin fyrr á þessu ári á að tryggja sauðfjárbændum tekjur 2008 til 2013. Hann kostar tæpa 20 millj- arða á samningstímanum. Kostn- aðurinn á hvert ærgildi er 56 þúsund krónur á samnings- tímanum. Meðalbúið fengi samkvæmt því ellefu millj- ónir króna. Bú eru þó mjög misjöfn að stærð. Margir halda fáar kind- ur og þess eru dæmi að bændur fái greitt fyrir aðeins eina ær, bein- greiðslur á hverja og eina nema tæp- um 5 þúsund krónum á ári. Aðrir halda nokk- ur hundr- uð kindur og hækka greiðslurn- ar í sam- ræmi við það. Við þetta bæt- ast greiðsl- ur vegna gæðastýr- ingar, ull- arnýting- ar og fleiri þátta og get- ur upphæðin því farið í 9 þúsund krónur á hverja kind eins og fyrr segir. Fátækasta fólkið Stuðningur við bændur hefur meðal annars verið studdur þeim rökum að þannig sé tryggt nægt framboð og að með landbúnaðar- kerfinu megi verjast sjúkdómum. Einnig hefur verið vísað til landrækt- ar og byggðastuðnings. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hvatti þingmenn á dögunum til að greiða atkvæði með sauðfjársamningn- um. Hann sagði samninginn styðja veikustu byggðir landsins þar sem fátækasta fólkið búi. Hann nefndi Skaftafellssýslur, Múlasýslur, Húna- þing, Dali og Vestfirði. Ein gagnrýn- in á landbúnaðarkerfið hefur einmitt verið að það tryggi þeim sem starfa við landbúnað starfa ekki nægar tekjur. Þetta hefur einkum átt við um sauðfjárræktina. Varin samkeppni Auk þess að fá styrki úr ríkissjóði njóta sauðfjárbændur, líkt og aðr- ir bændur, verndar fyrir samkeppni frá útlöndum. Þannig er kveðið á um það í tollskrám að hvort tveggja magntollar og verðtollar skuli lagð- ir á innfluttar landbúnaðarafurðir. Þá eru lagður tollur upp á ákveðna krónutölu á hvert kíló og að auki prósentutala af innkaupsverði. Ef við horfum til lambalunda eru lagður 950 króna magntollur á hvert kíló og að auki 30 prósent á innkaupaverð. Við þetta bætist svo að sjálfsögðu 7 prósenta virðisaukaskattur. Þessi tvöfalda tollun þekkist vart á aðrar innflutningsvörur samkvæmt upp- lýsingum frá tollinum, það á helst við í einstaka sælgætistegundum. Hluti af aðgerðum stjórnvalda til að lækka matvælaverð er að leyft verður að flytja inn nokkur hundr- uð tonn af ostum og kjöti tollalaust. Þetta þýðir þó ekki að vörurnar verði fluttar inn álögulaust. Heimildir fyr- ir þessum innflutningi verða boðn- ar upp og fær hæstbjóðandi að flytja vöruna inn. Þær greiðslur verða lægri en tollarnir en verða samt til að hækka verðið út úr búð. Neytendur borga Efnahags- og framfarastofnunin hefur ár hvert reiknað út stuðning við bændur á Vesturlöndum og áhrif þess á matvælaverð í viðkomandi löndum. Ísland hefur iðulega verið meðal þeirra ríkja þar sem matvæla- verð er hæst. Hin ríkin sem eru á toppi listans eru Suður-Kórea, Japan, Sviss og Noregur. Í fyrra gerðist það að stofnunin mat það svo að mat- vælaverð væri hvergi hærra en hér. Markmiðið með breytingun- um nú er meðal annars að minnka þennan mun á matvælum hér og er- lendis en reynslan á eftir að leiða í ljós hvernig það skilar sér. Ein breyt- inganna er sú að afnema útflutn- ingsskyldu sem verið hefur á um- framframleiðslu bænda. Það ætti að auka framboð hér og gæti orðið til að lækka verð eitthvað. Sauðfjársamningurinn sem Alþingi samþykkir á næstunni kostar ellefu milljónir króna á hvert lögbýli sem sauðfé. Samningurinn á að bæta hag bænda, fólksins sem Einar Oddur Kristjánsson þingmaður sagði fátæk- asta fólk landsins. Styrkirnir eru önnur hlið landbúnaðarkerfisins, hin hliðin er búvernd sem veldur því að landbúnaðarverð er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Ellefu milljónir á bú BryNjólFur Þór GuðmuNdssON blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is Kindur við Hvalfjörð sauðfjársamningurinn á að treysta grundvöll sauðfjárræktarinnar. Hann kostar 20 milljarða króna á sex árum eða 56 þúsund krónur á hverja kind. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Kínastofan • Stórhöfði 17 110 Rvk • S. 577 7007 Andlitslyfting Nýtt ! sem tekur einungis 30 mín. Verð 4.900 kr. Tilboðsverð 2.900 kr ef þú pantar í dag Mælt er með 3-6 skiptum til að ná hámarksárangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.