Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 18
föstudagur 9. mars 200718 Fréttir DV RáðheRRaR með milljón á mánuði Tekjuhæstu þingmennirnir geta fengið rétt tæpa milljón á mánuði og tekjuhæsti ráðherrann fær rúma 1,1 milljón króna. Þeir sem sækj- ast eftir setu á Alþingi eftir næstu þingkosningar geta búist við að fá að lágmarki 625 þúsund krón- ur á mánuði í laun og starfstengd- ar greiðslur. Upphæðin getur svo hækkað um hátt í hálfa milljón eftir því hvar þeir búa og hvaða embætt- um þeir gegna. Tekjulægstu þingmennirn- ir fá 625 þúsund krónur á mánuði í þingfararkaup og starfstengdar greiðslur frá ríkinu. Alls eru þetta þrettán þingmenn sem eiga það sameiginlegt að vera þingmenn kjördæmanna þriggja á höfuðborg- arsvæðinu og gegna engum þeim embættum sem veita þingmönn- um rétt til álags á þingfararkaupið. Hinir þingmennirnir 50 fá all- ir hærri greiðslur. Hæstar geta þær orðið 1.100 þúsund krónur á mán- uði í tilfelli forsætisráðherra. Þá bætist við að ráðherrar eiga rétt á bíl og bílstjóra. Jafnvel þó þingmenn séu hvorki ráðherra né forseti Al- þingis geta aukagreiðslur þeirra og álag á þingfararkaup numið hátt í hálfri milljón króna á mánuði. Það á við í tilfelli þeirra sem eru for- menn stjórnmálaflokks, sem ekki eru ráðherrar, og eru að auki full- trúar landsbyggðarkjördæmis. Margvíslegar aukagreiðslur Um leið og þingmenn eru vald- ir til ákveðinna embætta á Alþingi hækkar þingfararkaup þeirra. Þing- flokksformenn og formenn fasta- nefnda þingsins fá fimmtán pró- senta álag á þingfararkaupið sem þar með hækkar um 78 þúsund krónur. Alls njóta sextán einstakl- ingar þessara kjara. Varaforsetar Al- þingis fá jafnframt fimmtán prósenta álag starfa sinna vegna, þeir eru sex talsins. Forseti Alþingis nýtur svo sömu kjara og ráðherrar, meira um það síðar. Þessum álagsgreiðslum á þingfararkaupið er þó ekki lokið því varaformenn fjárlaganefndar og ut- anríkismálanefndar fá tíu prósenta álag á launin sín, það nemur 52 þús- und krónum á mánuði. Landið er stórt og strjálbýlt og tekið er tillit til þess í töxtum Al- þingis. Allir þingmenn fá ferða- styrk. Þingmennirnir 33 á höf- uðborgarsvæðinu fá 45 þúsund krónur á mánuði. Þingmennirnir 30 á landsbyggðinni fá 59 þúsund krónur. Ofan á þetta bætist að þing- menn fá endurgreiddan kostnað vegna margvíslegra ferðalaga, svo sem lengri ferðir á fundi og ferðalög milli heimilis og starfsstöðvar allt að einu sinni í viku. Dagpeningar og risna eru svo utan við þetta. Álag á formönnum Formenn stjórnarandstöðu- flokka hækkuðu mikið í launum þegar umdeilt frumvarp um eftir- laun stjórnmálamanna urðu að lög- um. Þá voru jafnframt samþykktar breytingar sem tryggja formönnum stjórnmálaflokka, sem ekki eru ráð- herrar, 50 prósenta álag á þingfar- arkaupið. Í dag þýðir þetta 259 þús- und krónur á mánuði. Þrír formenn stjórnmálaflokka eiga rétt á þessum greiðslum í dag, Guðjón Arnar Kristjánsson, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Stein- grímur J. Sigfússon. Samkvæmt þessu nemur þingfararkaupið 777 þúsund krónum. Ofan á þetta bæt- ast svo styrkir vegna ferða-, dvalar- og húsnæðiskostnaðar sem hækka tekjur verulega að ógleymdum starfskostnaði. Tugþúsundir í starfskostnað Meðal þeirra greiðslna sem for- sætisnefnd Alþingis hefur sam- þykkt til handa þingmönnum er greiðsla vegna starfskostnaðar. Þær greiðslur eiga að mæta kostnaði Brynjólfur Þór GuðMundsson blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is Tekjur ráðherra og þingmanna hafa meira en tvöfaldast síðasta áratuginn. Þær hafa hækkað langt umfram launavísitölu og lægstu laun. Ráðherrar hafa allir um og yfir milljón krónur í tekjur á mánuði og tekjulægstu þingmennirnir fá 625 þúsund á mánuði. Þingfararkaupið hefur hækkað um rúmar 300 þúsund krónur og ráðherra- laun um vel yfir hálfa milljón á mánuði. Þó lýsingin gefi til kynna að um starfskostnað- argreiðslur er að ræða gefur framkvæmdin til kynna að hér sé um laun að ræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.