Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 22
föstudagur 9. mars 200722 Helgarblað DV Díönumálið bíður enn Lögfræðingar Mohameds Al Fayed sitja sveittir við að finna styðja alvar- legar ásakanir Harrodseigandans í garð konungsfjölskyldunnar. Moham- ed fékk loks í gegn á föstudaginn var að vitnaleiðslur færu fram fyrir kvið- dómi skipuðum „venjulegu fólki“. Hann vill stefna bæði Karli Bretaprinsi og Philip drottningarmanni til að bera vitni fyrir réttinum í október. Enn er eftir að ákveða hversu viða- miklar vitnaleiðslurnar verða í okt- óber þegar dauði Díönu prinsessu og kærasta hennar Dodis Al Fayed fer loks fyrir rannsóknarrétt. Stjórn- andi rannsóknarréttarins, barón- essan Elizabeth Butler-Schloss, var- aði Muhamed Al Fayed við í vikunni að verjendur hans yrðu að skila inn haldbærum sönnunargögnum fyrir þungum ásökunum hans á hendur konungsfjölskyldunni. Ellegar mætti málið ekki heita morðmál fyrir rétt- inum og allt umfang þess yrði miklu minna, bæði í tíma og fjölda vitna. Vill konungsfjölskylduna fyrir kviðdóm Al Fayed hefur allt frá byrjun haldið því fram að konungsfjölskyld- an hafi átt þátt í bílslysinu sem varð Díönu og Dodi að bana. Hann hef- ur sérstaklega otað fingrinum að drottningarmanninum Philip. Þess- ar ásakanir byggir hann meðal ann- ars á samtali við Díönu fyrir andlát hennar þar sem hún tjáði honum að hún óttaðist um líf sitt. Þess vegna leggur hann nú ofurkapp á að Karl Bretaprins, fyrrverandi eiginmað- ur Díönu, og Philip faðir hans verði látnir mæta fyrir réttinn til að bera vitni. Philip hefur alla tíð neitað að tjá sig um málið. Butler-Schloss sagði hins vegar á mánudaginn að lögfræðingar Al Fayeds hefðu hingað til ekki framvísað „snefli af sönnun- argögnum“ fyrir alvarlegum ásökun- um sínum. Lögfræðingarnir svöruðu því um hæl að þeir hefðu þegar verið búnir að skila inn nægum sönnunar- gögnum. Tveir dagar eru eftir af undirbún- ingsmeðferð málsins áður en um- fang þess verður ákveðið. Þeir fara fram síðar í mánuðinum og má vel búast við snörpum orðaskiptum lög- fræðinga og dómara og sviptingum í málinu. Þegar má reikna með að allavega 30 manns muni bera vitni við yfirheyrslurnar. Misbrestir í opinberri rannsókn Lögfræðingar Al Fayeds munu krefjast þess að aðalyfirheyrslurnar í október taki á ýmsum atriðum sem að þeirra sögn var ábótavant í rann- sókninni. Michael Mansfield, aðal- lögfræðingur Al Fayeds nefnir þar meðal annars orðróm þess efnis að Díana hafi verið með barni. Þetta var ekki rannsakað í krufningunni á líki Díönu. Einnig vill hann láta taka fyr- ir misvísandi blóðprufur bílstjórans Henris Pauls, sem einnig lést í slys- inu. Fyrstu niðurstöður blóðprufna leiddu í ljós að hann hafði þrefalt leyfilegt hámarksmagn af vínanda í blóðinu. Nokkrum mánuðum seinna voru birtar niðurstöður blóðprufna sem teknar voru úr nára Pauls, sem sýndu helmingi lægri niðurstöður, sem sagt að hann hafi ekki verið eins drukkinn og upphaflega var áætlað. Bréf Philips drottningarmanns til Díönu og bréf hennar til einkaþjóns hennar Pauls Burrell verða líklega grunnsönnunargögnin sem Mansfi- eld og félagar hans framvísa. Neitar stærri sal fyrir fjölmiðla Opinber rannsókn á málinu byrj- aði ekki fyrr en árið 2004, sjö árum eftir bílslysið. Sú opinbera rannsókn- arnefnd skilaði skýrslu um miðjan desember með þeirri niðurstöðu að dauði Díönu og Dodis væri „sorg- legt slys“ en að ekkert gruggugt hefði komið fram í rannsókninni. Butler-Schloss, samþykkti á þriðjudag kröfu lögfræðinganna um að aðalyfirheyrslunum yrði frestað fram í október til þess að þeir gætu farið almennilega í gegnum skýrsl- una og þau sönnunargögn sem út af stæðu. Upphaflega áttu yfirheyrsl- urnar að hefjast strax þann 8. maí Herdís sigurgríMsdóttir blaðamaður skrifar: herdis@dv.is Minnast díönu díana prinsessa naut mikilla vinsælda bresku þjóðarinnar. aðdáendur hennar minnast dánar- dægurs hennar enn á hverju ári við Kensington- höll þar sem hún bjó með Karli Bretaprinsi. Jarðarför díönu synir díönu báðu á síðasta ári um að díana fengi bara að hvíla í friði og rannsóknum á málinu yrði hætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.