Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 23
næstkomandi og var Butler-Schloss ekki auðsveip að fresta þeim. Hún vildi halda upprunalegri áætlun til þess að „valda aðstandendum ekki frekari óþægindum“. Lögfræðingar Al Fayeds bentu á það á móti að hálft ár til viðbótar væru aðeins dropi í hafið miðað við þau níu og hálft ár sem lið- in væru frá dauða Díönu og Dodis. Lögfræðingar hans krefjast þess nú að yfirheyrslurnar fari fram í stærri sal, með það fyrir augum að fjölmiðlar geti sinnt þeim sem skyldi og almenningur fái einhvern að- gang líka. Stjórnandi réttarins, But- ler-Schloss, hefur hins vegar hafnað þessari kröfu. DV Helgarblað föstudagur 9. mars 2007 23 Díönumálið bíður enn Mohamed Al Fayed Háir þrotlausa bar- áttu fyrir ásökunum um morðsamsæri konungsfjölskyldunnar. Díana prinsessa fáir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar nutu meiri virðingar. Samsæriskenningar lifa góðu lífi n fyrsta samsæriskenningin var sett á internetið af áströlskum netverja strax nokkrum klukku- stundum eftir að lát díönu var tilkynnt. Níu og hálfu ári seinna eru til heilu netsíðurnar og fjöldi bóka þar að auki sem birta margar athyglisverð- ar útgáfur af atburðum laugardagskvöldsins 30. ágúst 1997. Enda hefur fólk alltaf viljað heyra góðar samsæriskenningar. Þessar eru nokkuð athyglisverðar: n Vinsæl kenning gengur út á að konungsfjöl- skyldan hafi látið drepa díönu vegna þess að hún væri að verða of uppreisnargjörn. Hún beitti sér alla tíð í mannúðarmálum en síðustu árin var hún farin að taka afstöðu í viðkvæmum málum í breskri pólitík og vildi meðal annars láta banna jarðsprengjur, sem bresku stjórninni leist ekki alls kostar á. n fleiri kenningar skella skuldinni á konungs- fjölskylduna, samkvæmt einni var díana barns- hafandi eftir dodi. Það hefði, samkvæmt kenn- ingunni, verið of erfið staða ef prinsessan hefði eignast barn, - og ríkiserfingjarnir þar með hálf- bróður, sem yrði hálfur múslimi. Þessari sögu fylgir oft líka að díana hafi ætlað að giftast dodi og fara sjálf að játa íslam. n sumir halda því fram að það hafi ekki verið díana sem átti að drepa, heldur kærasti hennar dodi al-fayed. Hann hafi skapað sér óvild vold- ugra og vel stöndugra auðjöfra vestanhafs og því hafi þurft að víkja honum úr vegi. n svo eru auðvitað til þeir sem halda því fram að þetta hafi allt saman verið sett á svið með fjármagni al-fayed fjölskyldunnar. samkvæmt þessari sögu er parið í felum einhvers staðar í vellystingum í á afvikinni paradísareyju í Ind- landshafinu. Þeirri sögu fylgir að hún tali reglu- lega við syni sína prinsana í gegnum fjarfunda- tækni og myndsíma. Tvær lögreglurannsóknir sem tóku saman- lagt nærri fimm ár komust báðar að þeirri niðurstöðu að morðsamsæriskenningar væru úr lausu lofti gripnar. En hvað þá með hvíta bílinn sem aldrei fannst? Eða misvís- andi niðurstöður úr blóðprufum bílstjórans? Og 20 milljóna króna hringurinn sem Dodi sótti sama kvöldið og þau dóu - voru þau nýtrúlofuð þegar þau létust? Ljósmyndararnir eltu bíl pars- ins, rétt eftir hvellinn komu blossar myndavélanna. Lögregla og sjúkra- liðar sem komu á vettvang sjö mín- útum eftir slysið þurftu að byrja á því að reka ljósmyndarana frá bíl- hræinu til þess að geta sinnt hinum slösuðu og rannsakað vettvang. Al Fayed hefur krafist þess háum rómi árum saman að yfir- heyrslur um málið færu fram fyrir opnum dyrum og að kviðdómur almennings hefði sitt að segja. Allt frá byrjun hefur hann haldið því fram að rannsókn málsins sé mein- gölluð og byggð á fölskum grunni. Hann segir að Dodi og Díana hafi trúlofast þetta sama kvöld og því hafi verið látið til skarar skríða ein- mitt þá. Öryggismyndavélar sýni að Dodi sækir forláta hring í skart- gripabúð Ritz-hótelsins snemma laugardagskvöldsins. Faðir hans segir það hafa verið trúlofunar- hringinn, hann hafi áður verið bú- inn að kaupa hann fyrir tæpar 20 milljónir króna. Mohamed hefur einnig sagt að Díana hafi hringt til sín þetta sama kvöld til að segja sér að þau væru trúlofuð og að hún væri með barni. TrúA Ekki blóðpruFuM Strax viku eftir lát Díönu og sonar hans hélt talsmaður Mo- hameds blaðamannafund þar sem reynt var að afsanna að bílstjórinn Henri Paul hafi verið drukkinn eða undir áhrifum lyfja. Þar voru birt myndbönd úr öryggismyndavél- um af Ritz-hótelinu sem áttu að sýna fram á þessar staðhæfingar. Niðurstöður úr blóðprufum sýndu fram á að til viðbótar við áfengi, var bílstjórinn á sterkum lyfjum. Þar fanst bæði geðlyf sem er sambærilegt við Prozac og lyfið Tiapridal, sem ávísað er til áfeng- issjúklinga sem eru að reyna að berjast við Bakkus. Rannsóknirn- ar voru tvíteknar að kröfu Moham- eds en þriðju niðurstöðunum var haldið leyndum fram í apríl árið eftir. Sú rannsókn á blóðprufu úr nára Henris Paul sýndi helmingi minni vínanda í blóðinu en hinar tvær. skjóTA sTOðuM unDir sAMsæriskEnningAr Viku eftir slysið segir François Levistre, sem varð vitni að atburð- inum, í viðtali við The Times að hann hafi séð ljósblossa rétt áður en Benz-bifreiðin rakst á brúar- stólpann. Seinna dregur hann reyndar vitnisburð sinn til baka. Ári eftir bílslysið kom fyrrver- andi leyniþjónustumaðurinn Ri- chard Thomlinson fram í viðtali við breska slúðurblaðið The Peop- le. Þar sagði hann slysið minna um margt á áætlun leyniþjónust- unnar til að ráða serbíska forset- ann Slobodan Milosevic af dög- um, sem aldrei var þó notuð. Það hafi einmitt átt að gerast undir brú þar sem bílstjórinn væri blindaður með ljósglampa. MAðurinn á hvíTA bílnuM Rannsókn á bílflakinu leiddi í ljós hvítar lakkleifar sem við rann- sókn reyndust vera úr hvítum Fiat Uno sem myndi vera frá árunum 1983-1987. Vitni báru einnig að hvít Fiat-bifreið hafi komið rás- andi upp úr göngunum og minnti að númeraplatan gæfi til kynna að hún væri úr úthverfum Vestur- Parísar. Sá bíll hefur aldrei fundist þrátt fyrir að fleiri en einn bíleig- andi hafi verið yfirheyrðir. Ein slík bifreið reyndist í eigu slúðurljós- myndara og önnur tilheyrði víet- nömskum öryggisverði en hvorug þeirra var löskuð á þann hátt sem passaði við bílflakið í göngunum. ljósMynDArArnir sýknAðir Skýrsla franska rannsóknar- dómarans Stéphans var birt rétt rúmum tveimur árum eftir slysið, í september 1999. Á 6.800 blaðsíðum kemst hann að þeirri niðurstöðu að slysið megi rekja til þess að bíl- stjórinn Henri Paul hafi keyrt allt of hratt og þar að auki undir áhrifum áfengis og lyfja. Slúðurljósmyndar- arnir voru fríaðir af allri ábyrgð og lagt til að þeir yrðu ekki ákærðir fyr- ir minnstu aðild að slysinu. Ljós- myndararnir eltu bíl parsins, rétt eftir hvellinn komu blossar mynda- vélanna. Lögregla og sjúkraliðar sem komu á vettvang sjö mínútum eftir slysið þurftu að byrja á því að reka ljósmyndarana frá bílhræinu til þess að geta sinnt hinum slösuðu og rannsakað vettvang. hvEr rAnnsóknin rEkur AðrA Mohamed Al Fayed vildi ekki una niðurstöðum frönsku rann- sóknarinnar. Hann linnti ekki lát- unum þó að hæstiréttur í London hafnaði beiðni hans um rann- sóknaryfirheyrslur í júlí 2000. Franskur áfrýjunarréttur staðfesti rannsóknarskýrslu rannsóknar- dómarans Stéphans í apríl 2002 og þar með lauk allri rannsókn í Frakklandi. Þann 29. ágúst 2003 var hins vegar loks samþykkt að Bretar myndu rannsaka dauða Díönu og Dodis og hófst sú rannsókn í árs- byrjun 2004. Þremur árum seinna, um miðjan desember í fyrra, skil- aði rannsóknarnefnd undir forystu Stevens lávarðar ítarlegri skýrslu um málið, þar sem dauða þeirra er lýst sem „sorglegu slysi“ en tekið fram að engin ástæða sé til að ætla að þau hafi verið myrt. Þá fór Mohamed Al Fayed fram á að yfirheyrslur færu fram fyr- ir opnum dyrum og kviðdómur almennings fengi að hafa sitt að segja. Dómarinn sneri fyrri úr- skurði á föstudaginn var og fékkst þá loks í gegn að kviðdómur myndi hlýða á framburð vitna. Enn á hins vegar eftir að koma í ljós hversu viðamikið málið verður og hvort það verður yfirhöfuð rannsakað sem morðmál. Hvað gerðist í alvörunni?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.