Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 28
Þ etta er búið að vera nokkuð töff en sér- staklega skemmti- legt,“ sagði Maríus þegar við náðum tali af honum á Holiday Inn hótelinu í Brem- erhaven í vikunni. „Við erum sex til átta söngvarar sem syngjum stærstu hlutverkin og svo er auðvitað dans- flokkur. Þetta er glæsilegt „show“.“ Í viðtali við tímaritið Hér og nú í vetur þegar sýningarferðin var að hefjast, sagði Maríus að góð hljóðbók væri alveg nauðsynleg í svona langa ferð. „Það er fátt eins hollt fyrir sálina og að láta lesa fyrir sig úr góðri bók,“ sagði hann þá. „Svo þarf að hafa hlýja peysu til að kúra sig í og ferðatölvu – og farsíminn má ekki vera langt und- an þegar ég verð einmana. Þá þarf ég að geta hringt í fjölskyldu og vini, því ekkert í lífinu er dýrmætara en þau“. Syngur öll stærstu hlutverkin Hápunktar söngleikjanna eru fluttir á sýningunum, en þar sem leik- húsið sem stendur að baki sýningar- ferðalaginu er austurrískt, er þar líka að finna lög úr söngleikjum sem ekki eru þekktir á Íslandi. „Það eru til dæmis söngleikirn- ir Elisabeth og Rómeó og Júlía , en svo erum við auðvitað að flytja lög úr þessum heimsþekktu söngleikj- um eins og „Jesus Christ Super- star“, „Rocky Horror“, Queen, Abba , Phantom of the Opera og öðrum slíkum. Ég fer meðal annars með hlutverk Júdasar í Jesus Christ og svo með hlutverk Frank n´Further í Rocky Horror auk fleiri hlutverka, enda flyt ég öll tenórhlutverkin.“ Ferðalagið hófst í desember og lýk- ur í lok marsmánaðar. Maríus segir að það sé ekki nóg að hafa söngvara sem syngi ágætlega, þeir þurfi að hafa raddir sem þreytist ekki auðveldlega. „Þetta er mikil keyrsla og mikið álag,“ segir hann. „Við búum í rútu, gistum á hótelum, æfum og sýnum öll kvöld. Það er lífið þessa dagana,“ segir hann glaðlega. „Við höfum keyrt um Þýskaland þvert og endilangt og stoppum svo stutt í hverri borg að ég á fullt í fangi með að muna í upp- hafskynningunni í hvaða borg ég er staddur í það skiptið. Það væri frek- ar hallærislegt að segja: „Velkom- in, það er gaman að vera með ykkur hér í Berlín“, þegar við erum kannski í Hannover!“ segir hann skellihlæj- andi. Honum reynist létt að vera kynnir kvöldsins og ræða við áhorfendur. „Ég er náttúrlega búinn að búa í Austurríki og Þýskalandi í þrettán ár og þessi heimur, sýningarheimurinn, er orðinn mér svo eðlilegur. Þetta er starf mitt.“ Skiptir um gervi tólf sinnum á kvöldi Sýningarnar „Die Nacht der Musi- cals“, Nótt söngleikjanna, er byggð á alþjóðlegum grunni. Auk Maríusar frá Íslandi er í sýningunni listafólk frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Ung- verjalandi „Við erum flest á aldrinum 25-35 ára,“ segir Maríus og viðurkennir að vissulega sé stundum erfitt að búa í ferðatösku og sofa aldrei í sama rúm- inu. „Það er hugsað ágætlega um okk- ur og við gistum á ágætis hótelum, en það var yndislegt þegar við sýndum í Berlín þrjú kvöld í röð að mega sofa í eigin rúmi,“ segir hann, en Maríus á eigin íbúð í Berlín. “Maður hefur ekki mikinn tíma einn með sjálfum sér...,“ bætir hann við. „Venjulega byrja ég á að fara hraðferð yfir þá borg sem við erum stödd í, til að byggja upp stemmningu fyrir kvöldið en svo hef- ur maður ekki nema kannski tvo tíma til að slaka á áður en farið er í smink, búninga og upphitun. En í þessari sýningu gefst færi á að sýna allt sem í manni býr, söng, dans og leik.... Ég skipti um gervi tíu til tólf sinnum á kvöldi og sýningin tekur þrjár klukku- stundir í flutningi.“ Maríus er þaulvanur söngleikja- söngvari. Hann hefur tekið þátt í fjölda söngleikja í Þýskalandi, Aust- urríki, Sviss og Bretlandi. Í Austurríki söng hann í hinum ódauðlega söng- leik „Sound of Music“, í söngleiknum „Moses“ á West End í Lundúnum og Kabarett er einn þeirra söngleikja sem hann hefur farið með stórt hlutverk í. Þá fór Maríus með eitt viðamesta hlut- verkið í söngleiknum “Titanic” í Ham- borg, hlutverkið sem sjálfur Leonardo DiCaprio lék í kvikmyndinni. „Já, þar fór ég með hlutverk Jim Farrell og nú var ég að fá beiðni um að koma til Hamborgar aftur þar sem sérstakir styrktartónleikar verða flutt- ir 16. apríl með stórri hljómsveit. Það verður gaman að hitta allt samstarfs- fólkið úr Titanic því það var ógleym- anlegur tími.“ Róið á ný mið En Maríus syngur ekki bara söng- leikjatónlist. Hann hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem hann flutti meðal annars ís- lensk þjóðlög á ógleymanlegan hátt og í vetur kom hann heim til Íslands, kenndi söng og stóð fyrir námskeið- um fyrir íslenska leikara. Er mikill munur að syngja fyrir þýska áhorf- endur og íslenska? „Nei, það er í rauninni enginn munur, en hins vegar er fjöldinn hér auðvitað gríðarlegur. Við höfum bæði komið fram í litlum leikhúsum, í tónleikahöllum og stórum íþrótta- höllum, þannig að áheyrendur hafa verið frá fimm hundruð upp í fimm þúsund manns á kvöldi.“ Það er byrjað að kalla á bak við Maríus. Hópurinn á að fara að koma sér í rútuna sem flytur þau í tónlistar- húsið. Ég spyr hann að lokum hvort þessi heimur, heimur leikhúss og tón- listar, sé jafn skemmtilegur og hann hafði talið hann vera, þegar hann hóf nám við Tónlistarháskólann í Vínar- borg fyrir þrettán árum. „Þetta er nú góð spurning,“ segir hann og hugsar sig um smá stund. „Já, þetta hefur verið skemmtileg- ur og lærdómsríkur tími, en ef ég á að vera alveg heiðarlegur, þá er ekki ólíklegt að ég fari að róa á ný mið núna. Ég er orðinn 33ja ára og búinn að vera í þessum heimi í mörg ár.“ Fyrirgefðu. En heyri ég örla á heimþrá í röddinni? „Já, ég er alltaf með smá heim- þrá,“ viðurkennir hann hikstalaust. „Sérstaklega kannski núna þegar ég hef verið á ferðalagi í þrjá mánuði og hef ekki getað verið í miklu sam- bandi við fjölskyldu mína. Ég sakna alltaf vina minna og fjölskyldu á Íslandi – og kannski mest akkúr- at núna. Nú ætla ég að koma söng- leikjunum út úr kerfinu því ég er sannfærður um að það er eitthvað nýtt sem bíður mín.“ Það sem hann veit að bíður hans er að minnsta kosti það að lag í flutn- ingi hans og Ítalans Andrea Dessi verður notað í kvikmynd sem stórfyr- irtækið Warner Brothers framleiðir á árinu. Tilviljanir eru ekki til; hann fékk fréttirnar meðan við vorum að vinna að þessu stutta viðtali! „Já, það var ótrúlegt að fá þær fréttir!“ segir hann. „Lagið „Life Is life“, sem við Andrea fluttum á geisla- disknum okkar, Mobile, verður not- að í kvikmynd á árinu. Kannski ég gefi út annan geisladisk fljótlega...“ En segðu mér eitt, af því þú talar um að koma söngleikjum út úr kerf- inu: Getur maður virkilega fengið leið á söngleikjum? „Nei, ekki söngleikjum. En maður getur hins vegar fengið leið á sjálfum sér í söngleikjum!“ föstudagur 9. mars 200728 Helgarblað DV Íslensk stjarna skín á nóttum söngleikjanna „Nótt söngleikjanna“ er yfirskrift tónleikaferðar sem lagt var af stað með um Þýskaland í desember. Áhorfendur skipta þúsundum og kynnir kvöldins, sem gengur meðal sýningargesta og kynnir atriðin er jafnframt aðalsöngvari sýningarinnar. Hann er Íslendingurinn Maríus Hermann Sverrisson. Stefnir á ný mið. maríus Hermann sverrisson hefur verið söngleikjastjarna víða um heim. Hann hyggst nú róa á ný mið. Lék í kvikmynd maríus hefur ekki látið sér nægja að syngja, dansa og kenna; hann fór með eftirminnilegt hlutverk í kvikmyndinni „strákarnir okkar“. „Í rauninni er enginn munur á því að syngja fyrir Íslendinga eða Þjóðverja, en hins veg- ar er fjöldinn hér auð- vitað gríðarlegur. Við höfum komið fram í litlum leikhúsum, í tón- leikahöllum og stórum íþróttahöllum, þannig að áheyrendur hafa verið frá fimm hundr- uð upp í fimm þúsund manns á kvöldi.“ ANNA KRiStiNe blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.