Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 30
Klukkan fjögur á laugardag mætast Fram og Stjarnan í bikarúrslitaleik karla. Síðustu helgi var boðið upp á forrétt að þessum úrslitaleik þeg- ar liðin áttust við í DHL-deildinni. Framarar unnu þar fjögurra marka sigur en Safamýrarliðið hefur unn- ið allar þrjár viðureignir þessara lið í deildinni í vetur. Stjörnumenn eru núverandi bikarmeistarar eftir að hafa unnið Hauka í úrslitaleiknum í fyrra en Íslandsmeistarar Fram vilja taka þann bikar yfir til Reykjavíkur. „Við fórum mjög erfiða leið í þennan úrslitaleik og þurftum að slá út mjög sterk lið, mættum Fylki og svo Akureyri og Hauka á útivöll- um. Fyrir okkur getum við því ekki verið annað en sáttir með að vera komnir í Höllina. Þetta er spennandi verkefni fyrir mína stráka, ég er með mjög ungt lið og stutt síðan margir af þessum strákum voru í 2. flokki. Þar má nefna Sigfús (Sigfússon) og Jó- hann (Gunnar Einarsson) sem eru lykilmenn í liðinu í dag. Stór hluti leikmanna liðsins hefur ekki spilað í úrslitum áður,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram. Hann segir að liðið breyti lítið sem ekkert út af vananum í undir- búningi sínum fyrir þennan leik. „Við leggjum bara meira á okkur í vikunni á öllum sviðum. Annars breytum við ekkert út af vananum í okkar undir- búningi. Þetta er einn stærsti leikur vetrarins ef ekki sá stærsti og alltaf gríðarleg stemning í kringum bik- arúrslitaleikina,“ sagði Guðmundur. Aðeins eitt stig skilur liðin að í deild- arkeppninni þar sem þau eru í þriðja og fjórða sætinu. Bæði lið hafa átt frekar kaflaskipt tímabil en snemma í vetur var alveg ljóst að Evrópukeppnin tók talsverð- an toll af Safamýrarpiltum. „Stjörnu- liðið er mjög vel mannað og líklega má segja að þeir séu með einn besta mannskapinn á Íslandi í dag. Þeir hafa fjóra erlenda leikmenn, þó Rol- and Eradze sé vissulega orðinn ís- lenskur ríkisborgari, og svo toppleik- mann eins og Patrek Jóhannesson. Þetta er mjög vel mannað lið á ís- lenskan mælikvarða og á pappírn- um kannski sterkara en okkar lið. Þó við höfum haft betur í innbyrðisvið- ureignum við Stjörnuna í vetur má ekki gleyma því að þeir hafa verið að glíma við meiðsli. Nú eru þeirra lyk- ilmenn samt komnir aftur í gang og við erum að fara að mæta mun sterk- ara Stjörnuliði en við höfum hingað til glímt viðm,“ sagði Guðmundur. Hann býst við mikilli stemn- ingu í Laugardalshöllinni. „Það verður vonandi vel mætt, bæði og úr Garðabænum og ekki síst úr Safamýrinni. Bæði lið vilja fá góðan stuðning og ég býst við skemmtilegum leik í Höllinni,“ sagði Guðmundur en þess má geta að Framarar unnu uppkast og spila því í bláu aðalbúningunum sínum. „Við erum að sjálfsögðu mjög sáttir við það enda blár okk- ar litur.“ Mikil spenna í Garðabæ Kristján Halldórsson tók við Stjörnunni á þessu tímabili en fyr- ir leikinn gegn Fram síðasta laugar- dag var Garðabæjarliðið ósigrað á árinu 2007. „Við þekkjum svona stór- leiki og mikil spenna í bæjarfélag- inu fyrir þennan leik.Það má kalla þetta meistarakeppnisleik, við erum ánægðir með að komast í úrslitin annað árið í röð og glaðir með mótherjana. Það er hápunktur vetr- arins að komast í Laugardalshöllina. Leikirnir við Fram á undan þessum telja ekkert og ég held að leikmenn komi með allt annað hug- arfar inn í þennan leik. Menn munu njóta augnabliksins, fá að spila fyrir fram- an fullt af fólki í leik um bikar,“ sagði Kristján. „Ég skynja enn betri stemningu innan hópsins og það eru breyttar áherslur í þjálfuninni fyrir leikinn. Það truflar okkur nokkuð að hafa tapað fyrir Fram í deildinni um síð- ustu helgi en það var fyrsta tap okkar á þessu ári. Við verðum að hrista það af okkur. Á laugar- daginn sýndi sig hvað Patrekur er mikilvægur liðinu en við mætt- um illa undirbúnir til seinni hálfleiks- ins,“ sagði Kristján en meiðsli Patreks reyndist ekki alvarleg og hann spilar á laugardag. „Það er spurning hvort hann fái ekki lánuð gleraugu frá Fúsa (Sigfúsi Sigfússyni)? Mér skilst að hann eigi nóg af þeim.“ Stjarnan á bestu stuðnings- mannasveit landsins í handboltan- um og er Kristján stoltur af henni. „Þeir hafa undirbúið sig mjög vel fyrir þennan leik, samið nýja söngva og gert pappaspjöld af Patreki í fullri stærð svo eitthvað sé nefnt. Stjarnan verður með mikla hátíð í Ásgarði fyr- ir leik þar sem verður andlitsmálun fyrir börnin og hoppukastalar fyrir börnin. Svo verða rútuferðir þaðan og niður í Laugardal,“ sagði Kristján en honum er alveg sama þó hans lið þurfi að spila í varabúningun- um í leiknum. „Meðan mínir leikmenn spila allir í sama lit og gefa á hvorn annan þá er ég sáttur.“ Stjarnan mun eitthvað breyta út af vananum í sín- um undirbúningi. „Venju- lega gef ég frí einu sinni í viku en við ákváðum að æfa alla daga vik- unnar fyrir þennan leik. Kvöldið fyr- ir leik borðum við saman og kíkjum síðan á æfingu í Höll- inni. Það verð- ur samt ekkert hótel og eng- inn Gaui Þórð- ar eða Guðjón Ingi. Ég á þó von á að bæjarstjórinn kíki með okkur í mat- inn kvöldið fyrir leik enda mikill handboltaáhugamað- ur og Stjörnumaður. Hann er gömul stjarna úr FH og þekkir þetta vel,“ sagði Kristján Hall- dórsson. Stjarnan vinnur ef allir verða með Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals sem er í toppsæti DHL-deild- arinnar, býst við skemmtilegum úr- slitaleik í karlaflokki. „Þetta er stærsti leikur ársins og jafnframt sá skemmti- legasti. Það var gaman að fá smá for- leik að þessum úrslitaleik síðasta laugardag. Í tveimur af þessum þrem- ur leikjum sem Fram vann Stjörnuna þá var Garðabæjarliðið ekki með fullt lið. Það var aðallega síðasti leikur sem sagði mikið og hann gaf Fram enn meira sjálfstraust,“ sagði Óskar við DV. „Þegar komið er í bikarleik skipta fyrri úrslit ekki máli. Þetta er bara ein- stakt tækifæri fyrir liðin og bikar er alltaf bikar,“ sagði Óskar sem var næst beðinn um að meta styrkleika og veikleika Framliðsins. „Fram- arar eru mjög vel þjálfaðir og spila vel saman sem lið. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel og spila mjög vel á sína hornamenn. Liðið er þó mjög ungt og sveiflu- kennt samhliða því, mér finnst vanta svona tvo til þrjá jaxla með þeim.“ Hann segir það skipta miklu máli hverjir séu með hjá Stjörn- unni. „Roland meiddist undir lok- in í síðasta leik og ef hann verður ekki með hefur það ótrúlega mikið að segja. Stjarnan hefur einnig keyrt hraðaupphlaupin vel í vetur, þó leik- menn liðsins sé margir stórir og þung- ir eru þeir góðir að keyra í bakið á andstæðingunum. Patrekur verður að vera með og þá verður vörnin að vera sterk. Stjarnan er með reyndasta lið deildarinnar og ef allir eru heilir eru þetta mun fleiri kíló af reynslu en hjá Fram,“ sagði Óskar. Hann spáir því að Stjarnan muni fara með sigur af hólmi. „Ég vil meina að Stjarnan sé sigurstranglegra ef allir eru með. Ef þeir hugsa um sjálfan sig,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson. elvargeir@dv.is föstudagur 9. mars 200730 Sport DV Það má reikna með hörkuleik á laugardaginn í Laugardalshöll þegar Fram og Stjarnan eigast við í bikarúrslita- leik karla í hand- bolta. Í þessum leik mætast Ís- landsmeistararn- ir og bikarmeist- ararnir. Sannkallaður draumaúrSlita- leikur Alvöru úrslitaleikur sigfús sigfússon, leikstjórnandi fram, í baráttu við arnar frey theódórsson og Patrek Jóhannesson í viðureign liðanna um síðustu helgi. Ef Roland verður með vinnur Fram Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að það skipti miklu máli fyrir stjörnuna að markvörðurinn roland Valur Eradze verði heill á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.