Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 35
DV Sport föstudagur 9. mars 2007 35 Einn stærsti, ef ekki sá stærsti, nágrannaslagur í Evrópu fer fram um helgina þegar Inter og AC Milan mætast á Giuseppe Meazza vellinum í Mílanó. Inter Milan er lang efst í ítölsku A-deildinni. Inter hefur sextán stiga forskot á Roma á toppi deildarinn- ar og liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni. AC Milan hóf leiktíðina með átta stig í mínus og hefur hægt og bít- andi verið að vinna sig upp töfluna. AC Milan situr sem stendur í stjötta sæti deildarinnar og í harðri baráttu um að vinna sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Brasilíumaðurinn Ronaldo er hér að mæta sínum gömlu félögum í Inter. Ronaldo hefur spilað með fjórum að stærstu knattspyrnulið- um heims. Ronaldo var keyptur til Barcelona árið 1996 þar sem hann lék eitt tíma- bil. Árið 1997 flutti hann sig um set til Mílanó þar sem hann lék með Int- er til ársins 2002. Ronaldo lenti í erf- iðum meiðslum á meðan dvöl hans hans hjá Inter stóð yfir en náði þó að skora 49 mörk í 68 leikjum fyrir fé- lagið. Árið 2002 festi Real Madrid kaup á Ronaldo fyrir 39 milljónir evra eða um 3,6 milljarða króna. Ronaldo var aðalsóknarmaður Real Madrid þar til Fabio Capello tók við liðinu síð- asta sumar. Ronaldo var svo seldur til AC Milan í janúar fyrir rúmlega 500 milljónir króna. Ronaldo hefur komið við sögu í fimm leikjum með AC Milan á þessari leiktíð og skorað tvö mörk. Þrátt fyrir að vera erkifjendur er ekki óalgengt að leikmenn gangi kaupum og sölum á milli Inter og AC. Til að mynda hafa Clarence Seedorf, Andrea Pirlo, Dario Simic, Giuseppe Favalli og Cristian Brocchi leikmenn AC Milan allir spilað fyrir Inter á sín- um ferli. Eitthvað minna er um að núver- andi leikmenn Inter hafi spilað fyrir AC Milan á ferlinum. Patrick Vieira og Hernan Crespo eru einu leikmenn Inter sem hafa verið í herbúðum AC Milan á sínum ferli. Liðin deila með sér heimavelli sem ber heitið Giuseppe Meazza. Völlurinn heitir eftir ítölskum knatt- spyrnumanni sem lék lengst af með Inter. Meazza færði sig um set til AC Milan árið 1940 og var fyrsti leikmað- ur sögunnar til að spila fyrir bæði Mílanó liðin. Völlurinn er þó oftast kallaður San Siro. Fyrri leikur liðanna á þessari leik- tíð var 28. október þar sem Inter fór með sigur af hólmi, 4-3. Tíu gul spjöld litu dagsins ljós þar sem Marco Mat- erazzi, leikmaður Inter, fékk tvö þeirra og því rautt. Hernan Crespo, Dejan Stankovic, Zlatan Ibrahimov- ic og Marco Materazzi skoruðu mörk Inter í leiknum en mörk AC Milan skoruðu þeir Clarence Seedorf, Al- berto Gilardino og Kaká. dagur@dv.is Ítölsku stórliðin Inter Milan og AC Milan mætast á sunnudaginn í einum stærsta nágrannaslag Evrópu. Ronaldo mætiR sínum gömlu félögum í inteR milan Aftur til Mílanó ronaldo gekk í raðir aC milan í janúar en hann lék á sínum tíma með Inter. Umdeildur marco materazzi er einn umdeildasti leikmaður heims. Hann fékk að líta rauða spjaldið í fyrri leik liðanna. R ígurinn á milli spænsku stórliðanna Barcelona og Real Madrid er talinn vera einn sá mesti í knatt-spyrnuheiminum. Allt frá dögum einræðisherr- ans Francos sem bannaði Katalón- um að tala katalónsku til Luis Figo þá hafa þessi lið ekki átt upp á pall- borðið hvort hjá öðru. Rígurinn milli stuðningsmannanna er engu minni. Stuðningsmenn liðanna láta yfirleitt ekki sjá sig á völlum hins liðsins og eru forsetar félaganna yfirleitt einu stuðningsmennirnir á útivöllum. Franco var mikill stuðnings- maður Real Madrid og leyfði ekki félagaskipti Alfredos di Stefano til Barcelona á sínum tíma. Í staðinn sannfærði hann di Stefano um að semja við Real Madrid. Þar sló leik- maðurinn í gegn og myndaði ásamt Ferenc Puscas eitt allra besta fram- herjapar sögunnar. Real Madrid hef- ur unnið fleiri titla en Barcelona, 69 stóra titla á móti 57 hjá Barcelona. Þá hefur Real unnið Meistaradeildina níu sinnum á móti tveimur sigrum Börsunga. Vandræðaástand Það er vandræðaástand í herbúð- um beggja liða. Forseti Real Madrid Ramón Calderon vann umdeildar kosningar, leikmenn rífast í fjölmiðl- um og aðdáendur eru ekki hrifnir af leikstíl Fabios Capello þjálfara. Bar- celona hefur ekki verið jafnsannfær- andi á þessu tímabili og á því síð- asta. Mikið hefur verið rætt og ritað um form Ronaldinhos, sumir segja að hann hafi aðeins verið skugginn af sjálfum sér á meðan aðrir benda á þá staðreynd að hann hefur skor- að 17 mörk og tryggt Barcelona fleiri stig en á sama tíma í fyrra. „Liðið barðist vel [gegn Liverpool] og nú erum við skyldugir til að standa okkur vel í deildinni. Nú þurfum við að leggja mikið á okkur á hverjum degi og gera okkar besta til að vinna deildina. Það verður erfitt en þannig er fótboltinn og við þurfum að kom- ast yfir þetta tap af því að næsti leikur er erfiður leikur gegn Real Madrid,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn Deco eftir að Barcelona datt út úr Meistaradeild Evrópu í vikunni. Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hengdi ekki haus þrátt fyrir að liðið hafi dottið úr Meistaradeildinni. „Ef við leikum eins og við gerðum núna, með því stolti sem við sýndum, þá er meiri möguleiki á að heppnin gangi í lið með okkur. Ef ekki þá verður þetta mjög erfitt. Þetta var mjög slæmt kvöld en við verðum að halda haus og jafna okkur á þessu. Það er enn mikið til að keppa að,“ sagði Rijkaard eftir leikinn á þriðjudaginn. Draumur að spila þennan leik „Leikurinn í Meistaradeildinni hefur engin áhrif á okkur í leiknum á Camp Nou. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna Barcelona til að halda í við þá í deildinni. Barcelona átti líka erfiðan leik í vikunni gegn Liverpool,“ sagði Roberto Carlos, leikmaður Real Madrid. „Það er alltaf gaman að spila við Barcelona. Leikmenn dreymir um að spila þessa leiki. Vonandi næ ég að spila allan leikinn og vonandi vinn- um við hann. Við getum vel unnið þennan leik. Allir verða að standa undir væntingum og framkvæma það sem við gerum á æfingum. Við leggj- um hart að okkur og það er góður andi í liðinu. Ég er viss um að gengið batnar ef við sýnum hvað við getum á vellinum,“ bætti Carlos við. Real Madrid vann fyrri leik lið- anna á leiktíðinni 2-0 með mörkum frá Raúl og Ruud van Nistelrooy. Bar- celona vann síðast sigur á Real Madr- id 19. nóvember 2005. Síðasti leikur liðanna á Nývangi, heimavelli Barce- lona, endaði með 1-1 jafntefli. Real Madrid hefur gengið ágætlega gegn Barcelona á Nývangi. Barcelona hef- ur eingöngu unnið eina af síðustu sex við- ureignum sín- um gegn Real Madrid á heima- velli, Real Madrid hefur unnið tvisvar og þrisvar hafa liðin skilið jöfn. Ludovic Giuly og Gian- luca Zambrotta verða fjarri góðu gamni í liði Barcelona um helgi þar sem þeir félagar afplána leikbann. Það eru einn- ig skörð höggvin í lið Real Madrid því David Beckham og Jose Anton- io Reyes eru meiddir og missa því af leiknum. dagur@dv.is BaRcelona Real MadRid Risarnir Barcelona og Real Madrid mætast í spænsku deildinni á laugar- daginn. Hvorugt liðanna hefur staðið undir væntingum á leiktíðinni og líta því bæði á þennan leik sem tækifæri til að snúa blaðinu við. Raúl að skora fyrirliði real madrid skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Barcelona fyrr á leiktíðinni. Hann er þekktur... fyrir sín þrumuskot. roberto Carlos hefur skorað mörg falleg mörk á ferlinum með þrumuskotum. Ekki lengur efnilegur Lionel messi, leikmaður Barcelona, er orðinn einn af lykilmönnum liðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.