Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 36
föstudagur 9. mars 200736 Sport DV Ekkert lið í Evrópu hefur eins marga spennandi unga leikmenn og enska liðið Arsenal. CesC Fabregas 19 ára miðjumaður 26 deildarleikir á tímabilinu Leikmaður sem þarf vart að kynna. Hefur risið ótrúlega hratt á síðustu tveimur árum og er nú þegar talinn í heimsklassa. Var í herbúðum Barcelona en með miklum klókindum krækti arsenal í þennan leikmann. Á Hm u17 landsliða fékk hann gullskóinn og var valinn besti leikmaðurinn. Þegar Patrick Vieira meiddist fékk fabregas tækifærið hjá arsenal og stóð sig hreint frábærlega. Hann klúðraði varla sendingu og sýndi hve gífurlega mikla hæfileika hann hefur. Hann varð yngstur til að leika fyrir aðallið arsenal þegar hann lék í deildabikar- leik í lok árs 2003. Er í dag algjör lykilmaður á miðju arsenal og hefur leikið 14 a-landsleiki fyrir spán. armand Traore 17 ára vinstri bakvörður engir deildarleikir á tímabilinu Lofar mjög góðu ef mið er tekið af frammi- stöðu hans í þeim leikjum sem hann hefur leikið fyrir aðallið arsenal í bikarkeppnum. Er franskur múslimi sem kom til liðsins í ágúst 2005 frá monaco. spilar enn nánast eingöngu með varaliðinu en hans fyrsti leikur fyrir aðallið arsenal var í bikarkeppn- inni gegn West Bromwich albion í október í fyrra en þá kom hann inn sem varamaður snemma leiks. Hann var í byrjunarliðinu í leikjum gegn Everton, Liverpool, tottenham og svo í úrslitaleik deildabikarsins þar sem arsenal tapaði fyrir Chelsea fyrir skömmu. Er eini leikmaður franska u17 landsliðsins sem ekki leikur í heimalandinu. Theo WalCoTT 17 ára sóknarmaður 14 deildarleikir á tímabilinu mjög hæfileikaríkur sóknarmaður sem talinn er að verða lykilmaður í enska landsliðinu í framtíðinni. Ólst upp í smáþorpinu Compton á Englandi. Var í herbúðum swindon town áður en hann hélt til southampton. tímabilið 2004-05 vakti hann athygli fyrir frammistöðu sína með unglingaliði southampton og varð yngsti leikmaðurinn til að leika fyrir varalið félagsins, fimmtán ára. Hans frumraun með aðalliðinu kom síðan tímabilið á eftir þegar hann var sextán ára og 143 daga gamall í leik gegn Bolton í ensku 1. deildinni. 18. október 2005 kom síðan fyrsta mark hans í enskri deildar- keppni. Hann vakti athygli og arsenal fékk hann til sín. mjög umdeilt var þegar hann var valinn í enska landsliðið fyrir heims- meistarakeppnina í sumar og spilaði hann síðan ekkert á mótinu. denilson 19 ára miðjumaður 3 deildarleikir á tímabilinu mjög spennandi leikmaður sem er nú fyrirliði u19 landsliðs Brasilíu. Hóf feril sinn með liði são Paulo og spilaði tólf leiki fyrir liðið þegar það vann Libertadores bikarinn og Hm félagsliða. talið er að arsene Wenger hugsi denilson sem arftaka gilberto silva í framtíðinni. Í ágúst 2006 keypti arsenal hann og lék hann fyrsta leik sinn fyrir aðallið félagsins 24. október en það var deildabikar- leikur gegn WBa. Hans fyrsti úrvalsdeildar- leikur var 30. desember 2006 í leik gegn sheffield united á útivelli. Hann hefur einu sinni verið í a-landsliðshópi Brasilíu en hefur enn ekki spilað fyrir liðið. Það er þó aðeins tímaspursmál hvenær það verður. ArsenalFramtíðin björt hjá Aðrir spennAndi leikmenn hjá ArsenAl nicklas Bendtner 19 ára danskur sóknarmaður sem er á lánssamningi hjá Birmingham. Hávaxinn strákur sem getur bæði lagt upp og skorað. mark randall 17 ára miðjumaður sem skrifaði undir atvinnumannasamning í síðasta mánuði. spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í deildabikarleik gegn WBa í október. kerrea Gilbert tvítugur hægri bakvörður sem einnig getur spilað á miðjunni. sterkur strákur sem er á láni hjá Cardiff. Á tvo leiki að baki fyrir aðallið arsenal. matthew Connolly 19 ára varnarmaður sem kemur úr unglinga- starfi arsenal. Kom m.a. inn sem varamaður í deildabikarleiknum gegn Liverpool í janúar. Gavin hoyte 16 ára og er yngri bróðir Justin Hoyte sem spilar fyrir arsenal. getur spilað allstaðar í vörninni. Hefur verið hjá félaginu síðan hann var níu ára. Johan dJourou 20 ára sóknarmaður 18 deildarleikir á tímabilinu miðvörður sem margir stuðningsmenn arsenal sjá fyrir sem framtíðarmann við hlið Kolo toure í hjarta varnarinnar. “Chim chiminy, chim chiminy, chim chim chiroo, who needs sol Campbell when we’ve got djourou?” syngja stuðningsmenn arsenal um hann. fæddur í fílabeinsströndinni en var ættleiddur af fyrrum eiginkonu föður síns sem er frá sviss. Þau fluttust til heima- lands hennar og spilaði djourou fyrir landslið sviss í fyrsta sinn fyrir ári síðan. fimmtán ára gekk hann í unglinga- akademíu arsenal og eins og flestir efnilegir leikmenn arsenal fékk hann eldskírn sína með aðalliðinu í deildabikarleik. Það var síðan 14. janúar 2006 sem hann lék fyrsta leik sinn í úrvalsdeildinni, lék í miðverðinum í stórsigri á Bolton 7-0. Hann á nú 23 leiki fyrir aðallið arsenal að baki. alexandre song 20 ára miðjumaður 2 deildarleikir á tímabilinu Er nú á lánssamningi hjá Charlton. Leikmað- ur frá Kamerún sem bæði getur leikið í vörn og á miðjunni. Hann er frændi rigoberts song sem lék með Liverpool. song vakti fyrst athygli með Bastia og mörg stórlið Evrópu höfðu áhuga en hann kaus að ganga til liðs við arsenal. Hann fékk sín fyrstu tækifæri á síðasta tímabili í leikjum þar sem fabregas og gilberto silva voru hvíldir. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í 6-3 sigurleik gegn Liverpool 9. janúar síðastlið- inn og í lok mánaðarins var hann síðan lánaður til Charlton út leiktíðina. abou diaby 20 ára miðjumaður engir deildarleikir á tímabilinu frakkinn Vassiriki abou diaby er venjulega kallaður millinafni sínu, abou. Hans aðalstaða er á miðri miðjunni. Árið 2003 gekk hann í raðir auxerre. Hann lék tíu leiki og skoraði eitt mark í mótsleikjum fyrir aðallið félagsins. Erkifjendurnir Chelsea og arsenal vildu fá abou í sínar ráðir en hann valdi síðarnefnda liðið og skrifaði undir samning í janúar 2006. síðan þá hefur hann skorað eitt mark í tólf leikjum fyrir enska liðið. Hann ökklabrotnaði á síðasta tímabili eftir tveggja fóta tæklingu frá dan smith, leikmanni sunderland, og var frá í átta mánuði. Hann snéri aftur í janúar síðastliðn- um þegar hann kom inn sem varamaður gegn Liverpool í deildabikarnum. Hann er leikmaðurinn sem sparkaði í höfuð John terry í úrslitaleik deildabikarkeppninnar. Í leikmannahópi Arsenal er fjöldi kornungra leikmanna sem hefur vak- ið mikla athygli. Uppbyggingarstarf Arsene Wenger lítur ansi spennandi út og hefur hann sýnt ungum leik- mönnum mikið traust. Arsenal hefur marga góða og unga leikmenn í sín- um hópi en DV kynnti sér björtustu vonir liðsins sem eru tuttugu ára og yngri. Sumir þeirra hafa þegar slegið rækilega í gegn en hinir eru farnir að banka fast á dyrnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.