Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 41
DV Ættfræði föstudagur 2. mars 2007 41 Starfsferill Siv fæddist í Ósló 10.8. 1962 en ólst upp á Seltjarnarnesinu. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1982 og BS-prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 1986. Siv var sjúkraþjálfari hjá Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra 1986-88, starfaði sjálfstætt sem sjúkraþjálf- ari 1988-95, leiddi sameiginlegan lista við bæjarstjórnarkosningarnar á Seltjarnarnesi 1990 og 1994 og var þar bæjarfulltrúi 1990-98, var alþm. Framsóknarflokksins í Reykjaneskj- ördæmi 1995-2003 og í Suðvestur- kjördæmi frá 2003, var umhverf- isráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1999-2004 og er heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra frá 7.3. 2006. Siv var ritari Skólafélgs MR 1980- 81, sat í ritstjórn Stúdentablaðs HÍ 1983-84, í stjórn Badmintonsam- bands Íslands 1984-85 og 1998-2001, sat í samstarfsnefnd Norræna félags- ins og Æskulýðssambands Íslands 1986-90, í Sambandsstjórn Æsku- lýðssambands Íslands 1988-90, í framkvæmdastjórn Norræna félags- ins 1989-95, var formaður SUF 1990- 92, sat í framkvæmdastjórn Fram- sóknarflokksins 1990-92, í landstjórn flokksins 1990-2006 og í miðstjórn frá 1990, í jafnréttisnefnd Framsókn- arflokksins, í nefnd um velferð barna og unglinga 1992, formaður nefndar um starfsmat til að minnka launa- mun kynjanna 1995-99, var for- maður byggingarnefndar barnaspít- ala Hringsins á Landspítalalóðinni 1996-99, formaður nefndar um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum 1998- 99 og sat í stjórn Viðskiptaháskólans á Bifröst 2004-2006. Siv sat í utanríkismálanefnd Al- þingis 1995-99 og var varaformaður nefndarinnar 2004-2006, var vara- formaður heilbrigðismálanefndar Alþingis 1995-99 og 2004-2006, var varaformaður félagsmálanefndar 1995-99 og formaður hennar 2004- 2006, sat í Efnahags- og viðskipta- nefnd 2004-2006, sat í Íslandsdeild Norðurlandaráðs, var varaformað- ur Evrópunefndar Norðurlanda- ráðs 1995-99, í íslensku sendinefnd- inn fyrir Vestur Evrópu sambandið 1995-99, sat í eftirlitsnefnd Norræna fjárfestingabankans 1995-99 og var varaformaður Íslandsdeildar Evr- ópuráðsins 2004-2006. Siv var sjúkraþjálfari meistara- flokks karla í handknattleik hjá Víkingi um skeið. Hún keppti í badminton um langt skeið, varð Ís- landsmeistari í tvíliðaleik í unglinga- flokki og Íslandsmeistari í tvenndar- leik í A-flokki 1991, 1999 og 2000. Fjölskylda Eiginmaður Sivjar er Þorsteinn Húnbogason, f. 24.9. 1960, viðskipta- fræðingur. Hann er sonur Húnboga Þorsteinssonar, f. 11.10. 1934, fyrrv. ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðu- neytinu, og Jónu Vilborgar Jónsdótt- ur, f. 5.8. 1942, d. 30.9. 2002. Fóstur- móðir Þorsteins er Erla Ingadóttir, f. 19.2. 1929, hjúkrunarfræðingur. Synir Sivjar og Þorsteins eru Hún- bogi, f. 24.1. 1985, læknanemi við HÍ; Hákon Juhlin, f. 18.5. 1993, grunn- skólanemi. Alsystkini Sivjar eru Ingunn Mai, f. 31.5. 1964, tannlæknir í Reykja- vík en maður hennar er Sigurgeir Ómar Sigmundsson, lögreglufulltrúi alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra; Árni, f. 25.5. 1968, lögregluvarðstjóri í umferðardeild; Friðleifur Kristinn, f. 30.3. 1970, framkvæmdastjóri Ice- land Seafood í Bretlandi en kona hans er Ólafía Kvaran hjúkrunar- fræðingur. Hálfsystkini Sivjar, samfeðra, eru Hildur Kristín, f. 22.11. 1956, for- stöðumaður lögfræðiinnheimtu Landsbanka Íslands en maður henn- ar er Þorbjörn Jónsson, sendiráðsrit- ari við sendiráð Íslands í Genf; Stef- án, f. 5.6. 1958, flugstjóri hjá Atlanta en kona hans er Sree Supramaniam. Foreldrar Sivjar eru Friðleifur Kristinn Stefánsson, f. á Siglufirði 23.7. 1933, tannlæknir í Reykjavík, og Björg Juhlin Árnadóttir, f. í Asker í Noregi 23.6. 1939, BA, BEd og kenn- ari. Ætt Friðleifur er sonur Stefáns Jóns, verkamanns á Siglufirði Friðleifs- sonar, útvegsb. á Lækjarbakka og eins stofnenda Framsóknarflokksins Jóhannssonar, b. í Háagerði Jónsson- ar. Móðir Friðleifs á Lækjarbakka var Krstín Friðleifsdóttir. Móðir Stefáns Jóns var Sigríður Elísabet Stefáns- dóttir, b. í Hofsárkoti Björnssonar, og Önnu Jónsdóttur. Móðir Friðleifs Kristins var Sig- urbjörg, systir Þórarins, vatnsveitu- stjóra á Siglufirði. Sigurbjörg var dóttir Hjálmars, b. á Húsabakka í Að- aldal Kristjánssonar, b. í Ystahvammi Hjálmarssonar, b. á Laugarbóli í Reykjadal, bróður Jóns, föður Kristj- áns fjallaskálds. Hjálmar var sonur Kristjáns, b. í Krossadal Jónssonar, bróður Jóns, ríka á Mýri, og Sigurð- ar á Gautlöndum, föður Jóns, alþm. á Gautlöndum, föður ráðherranna Péturs og Kristjáns og Steingríms alþm. Jón á Gautlöndum var einnig afi Haraldar Guðmundssonar ráð- herra og Steingríms Steinþórssonar forsætisráðherra, og langafi Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og fyrrv. alþm. Móðir Kristjáns í Ystahvammi var Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, b. á Sveinsströnd Jónssonar. Móðir Sig- urbjargar var Halldóra Guðmuns- dóttir. Móðir Halldóru var Ólöf Hallgrímsdóttir, systir Jóns, langafa Björns, afa Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, föður Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsætisráð- herra. Systir Ólafar var Ingibjörg, langamma Kristjáns, afa Jónasar frá Hriflu. Móðir Hjálmars á Húsabakka var Kristjana Ólína Guðmundsdóttir, b. í Sandfellshaga Einarssonar. Móð- ir Sigurbjargar Hjálmarsdóttur var Kristrún Snorradóttir, b. á Geitafelli og eins af hvatamönnum að stofnun Kaupfélags Þingeyinga Oddssonar, b. á Langavatni Þórðarsonar. Móðir Snorra var Guðrún Snorradóttir, b. á Stórubrekku, bróður Vatnsenda- Rósu og Sigríðar, langömmu Sigurð- ar Nordal og Jónasar Kristjánsson- ar læknis, afa Jónasar, fyrrv. ritstjóra DV. Snorri var sonur Guðmundar, b. í Fornhaga Rögnvaldssonar, og Guð- rúnar Guðmundsdóttur, b. í Löngu- hlíð Ívarssonar, bróður Björns, föður Halldórs, langafa Björns, afa Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra. Foreldrar Bjargar Juhlin voru Arne Juhlin, verktaki í Asker og Nordstrand við Ósló, og k.h., Inger Marie Juhlin. Föðurætt Bjargar er frá Ívsborg í Sví- þjóð og hafa ættfeður þar gjarnan verið prestar og kennarar. Móðurætt Bjargar er frá Hallingdal og hafa þeir ættfeður verið bændur á bæjunum í Haraldset, ofarlega í dalnum. Framvegis mun DV birta tilkynningar um stórafmæli, afmælisbörnum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar munu birtast á ættfræðiopnunni sem verður í helgarblaði DV á föstudögum. Með stórafmælum er hér átt við 40 ára, 50 ára, 60 ára, 70 ára, 75 ára, 80 ára, 85 ára, 90 ára, 95 ára og 100 ára afmæli. Þær upplýsingar sem hægt er að koma á framfæri í slíkum tilkynn- ingum eru nafn afmælisbarnsins, fæðingardagur þess og ár, starfsheiti, heimilisfang, nafn maka, starfsheiti maka, nafn barna (án fæðingardags, starfsheitis eða maka), nafn foreldra afmælisbarnsins og tilkynning um gestamóttöku eða önnur áform varðandi afmælisdaginn. Á hverjum föstudegi verða birtar slíkar tilkynningar um þá sem eiga afmæli á föstudeginum sem blaðið kemur út á til fimmtudags í vikunni á eftir. Þannig verða tilkynningarnar um afmæli á sjálfum útgáfudeginum og næstu viku fram í tímann. Senda skal afmælistilkynningar á netfangið kgk@dv.is. Tilkynningarnar verða að berast blaðinu eigi síðar en kl. 15 á miðvikudegi. Það er afar brýnt að þeim fylgi skýr andlitsmynd af afmælisbarninu. Jóhannes Guðnason Jóhannes Guðnason fóðurbílstjóri verður fimmtugur á sunnudag,11.mars. Jóhannes var fóðurbílstjóri í 26 ár og dreifingarstjóri hjá Fóðurblöndunni í 3 ár. Hann er nú vaktstjóri hjá Olíudreifingu. Jóhannes verður týndur á afmælisdaginn. Árnað heillaAfmælistilkynningAr á ættfræðisíðu KOna ViKUnnar Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, hélt ræðu á landsþingi fram- sóknarmanna um síðustu helgi þar sem hún gat þess að ef sjálfstæðis- menn hundsuðu þá kröfu fram- sóknarmanna að í stjórnarskrá verði sett ákvæði um þjóðarrétt á auðlindum, gæti það haft í för með sér stjórnarslit af hálfu Fram- sóknar. Þar með stal Siv senunni á landsþinginu og lagði línurnar fyrir pólitískar umræður vikunnar sem er að líða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.