Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 42
föstudagur 9. mars 200742 Helgarblað DV Kostir og gallar reyKjavíKur RúnaR FReyR Gíslason leikaRi “Einn af kostunum er smæðin og stuttar vegalengdir. Loftið er líka enn sem komið er gott og maður er ekki að kafna úr mengun eins og í mörgum stærri borgum heimsins. fólkið er líka stór kostur. maður þekkir alltaf einhvern þegar maður fer út og það þykir ekki einusinni merkilegt. síðan eru það auðvitað leikhúsin í borginni. Það eru auðvitað algjör forréttindi að hér skuli vera tvö atvinnuleikhús, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið en þar á einmitt að frumsýna söngleikinn gretti í leikstjórn minni 30. mars nk! reykjavík er mín uppáhalds borg og ég vil hvergi annarsstaðar vera. Þessvegna er erfitt að finna einhverja ókosti við hana. Það væri helst svartasta skammdegið, þegar maður þarf að skríða á lappir um miðja nótt í nístingskulda.” kaRl J. steinGRímsson FRamkvæmda- stJóRi FasteiGnaFélaGsins kiRkJuhvoll “Ef við byrjum á neikvæðu nótunum þá pirrar veggjakrotið í bænum mig alveg óskaplega. Það þyrfti að setja fúlgur fjár til höfuðs þessum kroturum og taka á þeim. En að þessu slepptu finnst mér reykjavík vera skemmtileg, hrein og falleg borg. maður finnur vel fyrir drifkraftinum og þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað hér á síðustu árum. Borgin hefur sannarlega breyst til hins betra og það má segja að í dag sé reykjavík lítil heimsborg.” Jóhanna viGdís aRnaRdóttiR leikkona “Það sem mér finnst best við borgina er líka hennar stærsti galli en það er sú staðreynd að reykjavík er smábær. Kosturinn við það er að allir þekkja alla en á móti kemur að það er ekkert auðvelt að hverfa inn í fjöldann.” ÁGústa Johnson FRamkvæmdastJóRi “mér finnst reykjavík vera fersk og hrein hvað sem allri umræðu um svifryk líður. maður hefur það að minnsta kosti á tilfinningunni að maður sé að anda að sér fersku lofti, ólíkt því sem gerist í ýmsum stórborgum í nágrannalöndunum. Það sem mér finnst verst við reykjavík á reyndar við um landið allt, það er rokið og rigningin.” GunnaR siGuRðsson FRamkvæmdastJóRi v-daGsins oG landsbyGGðaRmaðuR “mér finnst vanta almennilegt, lókal fjall í reykjavík fyrir borgina að skýla sér undir eins og maður sér víða úti á landi. Hér næðir vindurinn um allt. Esjan telst ekki með að mínu mati. Ég á nú erfitt með að telja upp kosti borgarinnar, það er helst að óheftur aðgangur að almenningssalernum komi upp í hugann.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.