Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 43
DV Helgarblað föstudagur 9. mars 2007 43 Kostir og gallar reyKjavíKur Birgitta Haukdal söngkona „Það er margt gott hægt að segja um reykjavík og hefur hún uppá margt að bjóða. Ég bý í miðbænum eins og er og er sérstaklega ánægð með lífið og steminguna í miðbænum. göngutúr í kringum tjörnina er orðinn ómissandi hluti af mínu lífi í dag. Ef við spáum í gallana, þá er ég mikið náttúrubarn og ég vildi óska þess að í reykjavík væri meiri gróður. Ég elska borgir með falleg útivistarsvæði til þess að borgarbúar geta notið þess að vera úti án þess að eintómar blokkir og atvinnubyggingar blasi við.“ Egill Ólafsson tÓnlistarmaður “Það besta við reykjavík er að hún er lítil stórborg. Í lítilli stórborg kemst maður yfir margt á stuttum tíma. Ókosturinn við reykjavík er til dæmis hirðuleysi hundaeigenda sem leyfa hundundum sínum að skíta hvar sem er og hirða ekki aftan úr þeim. Hreinsunarmál gatna í borginni finnst mér yfirleitt vera fyrir neðan allar hellur.” tolli mortHEns myndlistarmaður “Það besta við reykjavík er breiddin og fjölbreyti- leikinn sem reykjavík býr yfir. Það versta við borgina er sú afneitun sem er í gangi gagnvart því að reykjavík sé ekki bílaborg. Þetta er bílabær með lítilli skandinavískri kvos. Það er allt í lagi í sjálfu sér, en afneitunin er verri, því þá er ekkert gert til að koma til móts við þessa staðreynd.” karl örvarsson grafískur Hönnuður “Kostir reykjavíkur er tvímælalaust að hún er svo stór, en gallarnir að hún svo lítil. sem akureyringur þótti mér sá bær vera fulllítill oft á tíðum og þess vegna flutti ég meðal annars suður. Hins vegar fann ég aldrei fyrir því að að höfuðstaður Norðurlands væri of stór eða andrýmið ekki nægilegt. gallar smæðarinnar fyrir norðan fólust í nettum smáborgarahætti og að fólki þótti Pollurinn vera sjálft haf veraldarinnar, Í reykjavík ber á þessu hinu sama á stundum, en efalaust myndu þessir lestir borgarbúa hverfa væri þetta stórborg. Því er ekki annað til ráða en blóta frjósemisguðinn, þá fjölgar reykjavíkingum og vandamálin hverfa eins og dögg fyrir sólu.” ingÓlfur margEirsson ritHöfundur. “Verst finnst mér bílatraffíkin sem er allt of mikil. Besti hluti borgarinnar er svo auðvitað vesturbær- inn, sem er eins og lítið þorp.” Pétur ÞorstEinsson PrEstur ÓHáða safnaðarins “Í reykjavík býðst öll sú þjónusta sem fólk í nútíma samfélagi krefst. Hér er stutt í sund á morgnana og til alls þess sem andinn og líkaminn krefst. Hér er falleg náttúra og frábærar útivistarperlur bæði innan og utan við borgarmörkin. stundum hefur verið sagt að guð hafi skapað sveitir landsins þar sem þú getur notið gæða náttúrunnar, fiska lagarins, fugla himinsins og akursins liljugrasa – og er þá ekki frábært að búa í borg þar sem ekki er langt á þessa Ódáinsvelli. En vissulega er bæði sukk og svínarí í þessari borg – en þó er það ekki slíkt ósköp og skelfing að hið góða verði afgangsstærð. ”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.