Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 47
föstudagur 9. mars 2007 47DV Ferðalög Jóna Björk Jónsdóttir, kennari í Menntaskólanum á Laugavatni er að eigin sögn mikil útivistarkona, hún sker sig þó úr frá ferðalöngum síðustu vikna að því leiti að hún kennir sig hvorki við hjálparsveit né skátaflokk. Jóna Björk segist sjálf vera Skaftfell- ingur og því valdi hún að segja frá gönguferð sinni á Sveinstind, sem er í um það bil tveggja tíma fjarlægð frá hennar heimabyggð. “Ég labba töluvert mikið og ég er mjög hrif- in af Langasjó, ég hef gengið nokkr- um sinnum í kringum hann og far- ið oft upp á Sveinstind,” segir Jóna Björk. Aðspurð um það hvort hún fari í margar gönguferðir svarar hún: “Ég reyni að fara í allavega tvær fimm daga ferði á hverju sumri. Svo reyni ég að komast í góða páskaferð á göngu- skíðum.” Leiðin upp að Sveinstind er að- eins fær jeppum. “Frá þjóðvegin- um er beygt inn á afleggjaran út frá nyrðri fjallabaksleið, rétt vestan við Eldgjá. Þaðan er beygt inn á afleggj- aran upp að rótum Sveinstinds,” seg- ir Jóna og áréttir að leiðin sé ekki fólksbílafær. Frá rótum Sveinstinds, er gangan upp á topp aðeins um klukkutími, en hækkunin á leiðinni er 300-400 metr- ar. “Þetta er frekar bratt, en þó ekkert klifur. Hver og einn tekur þetta bara á sínum hraða og það eru aðeins þeir allra lofthræddustu sem gætu lent í erfiðleikum, en það er algjör undan- tekning að fólk verði lofthrætt þarna.” Þegar á topp Sveinstinds er komið, er útsýnið stórglæsilegt. Hún segir lit- ina í landslaginu vera afar fallega. “Frá toppnum sést yfir nær allt suðurland, Öræfajökul, Hofsjökul, Langjökul og Mýrdalsjökul. Við Sveinstind, sem er syðsti og hæsti tindurinn í Fögrufjöll- um, er einnig Langisjór, sem er ofsa- lega fallegur.” Langisjór hefur verið mjög vinsæll hjá útivistarfólki síðustu ár. Kajakræð- arar hafa lengi litið á Langasjó sem einn af bestu kajakstöðum landsins. “Langisjór er vinsæll hjá útivistarfólki almennt. Það eru margir sem ganga í kringum Langasjó og svo eru Fögru- fjöllin, sem liggja þarna austan við, þau eru eins og nafnið gefur til kynna, ofsalega fögur og það er mjög gaman að ganga upp á þau.” Áform Landsvirkjunar á svæð- inu hafa verið mikið í umræðunni og hefur Jóna sína skoðun á þeim. “Ég hvet fólk til þess að skoða svæð- ið í kringum Langasjó og Sveinstind, svo það viti hvað verið er að tala um. Ef af áformum Landsvirkjunar verður, mun Skaftá verða veitt ofan í Langasjó og við það missir hann þennan bláa lit. Það verður mikill árstíðarbundinn munur á vatnsmagninu í Langasjó, græni mosinn nær ekki að jafna sig og það myndast brúnn borði í kring- um vatnið. Auk þess verða malbikaðir vegir út um allt. Þetta er það lítið og viðkvæmt svæði að það verður aldrei samt aftur.” Jóna Björk hefur skorað á Pálma Hilmarsson, félaga sinn og húsbónda á heimavist Menntaskólans á Laug- arvatni til þess að segja frá ferðalög- um sínum í næsta helgarblaði. valgeir@dv.is U m s j ó n : V a l g e i r Ö r n R a g n a r s s o n . N e t f a n g : v a l g e i r @ d v . i s á ferðinni Vikulegar Esjuferðirferðafélag Íslands skipuleggur í mars og apríl gönguferðir á Úlfarsfell og Esjuna alla föstudaga klukkan fimm. gönguferðirn-ar í mars eru farnar í samstarfi við fIt Pilates og verður smári Jósafatsson íþróttafræðingur fararstjóri í ferðunum. mæting er við bílastæðið undir Úlfarsfelli klukkan fimm. Hartsfield fjölmennasti flugvöllur heims Hartsfield-Jackson alþjóðaflugvöllur- inn í atlanta í Bandaríkjunum er sá flugvöllur í heiminum, sem flestir farþegar fara um á ári hverju. samkvæmt tölum alþjóðlegrar flugvallarnefndar sem birtar voru í vikunni fóru 84,8 milljónir ferðamanna um flugvöllinn á síðasta ári. annar stærsti flugvöllur heims er O´Hare völlurinn í Chicago með 76,2 milljónir farþega á ári. Heathrow -flugvöllurinn í London er þriðji fjölmennasti flugvöllur heims, með 67,5 milljónir farþega á hverju ári. New York auglýsir Borgaryfirvöld í New York hafa hrint af stað stórri alþjóðlegri auglýsingaher- ferð til þess að auka ferðamanna- strauminn til borgarinnar. ferða- mannaráð New York-borgar stefnir í kjölfarið á að opna átta ferðaskrifstof- ur tileinkaðar borginni í öllum heimsálfum. 44 milljónir ferðamanna heimsóttu borgina á síðasta ári og nam hagnaður af komu þeirra 24 milljörðum bandaríkjadollara. michael Bloomberg borgarstjóri, hefur sagt að markmiðið sé að 50 milljónir ferðamann heimsæki borgina árlega, fyrir 2015. Chocolate Bar í Amsterdam Það er óhætt að benda þeim sem eiga leið um amsterdam og vilja ódýran en góðan kaffihúsamat að leita uppi hús númer 62 við götuna 1e van der Helststraat. En þar er Chocolate Bar til húsa. Þar er matseðillinn fjölbreyttur, þjónustan fín og háværir ferðamenn frá Bretlandi sjaldséðir. Það er opið frá tíu á morgnana og til miðnættis. Á kvöldin er líflegt á staðnum og ekki vitlaust að panta sér borð í gegnum heimasíðu staðarin Einn vinsælasti veitingastaður- inn í Kaupmannahöfn er víetnamski staðurinn Le Le nha hang. Vinsæld- irnar hafa verið það miklar frá opnun staðarins fyrir fjórum árum síðan að hann var nýlega fluttur í mun stærra húsnæði. Enda voru eigendurnir að sögn orðnir leiðir á að þurfa að vísa tugum manna frá á hverju einasta kvöldi. Þrátt fyrir að nýi staðurinn taki á annað hundrað manns í sæti þá finna gestirnir ekki fyrir stærð- inni og mannfjöldanum enda hefur heppnast vel að skipta honum nið- ur í nokkra hluta. Á Le Le nha hang er boðið uppá víetnamskt götueld- hús sem þýðir að verðið er í lægri kantinum og afgreiðslan hröð. Öfugt við marga asíska staði er ekki boðið uppá tugi aðalrétta heldur nokkra og fjölbreytta. Víetnamar eru duglegri við að grilla en nágrannaþjóðirnar og bjóða gjarnan upp á ferskt græn- meti með. Þannig réttir eru áberandi á matseðlinum hér. Verðið er eins og áður segir hóflegt. Aðalréttir kosta á milli 100 og 200 danskar krónur og forréttirnir eru undir 100 krónum. Þeir sem hafa hug á að fá sér as- ískan mat í næstu ferð til Kaup- mannahafnar ættu því að koma við á Le Le nha hang og kanna hvort að það sé laust borð. Ef ekki þá er bið- tíminn oftar en ekki stuttur. Le Le nha hang er við Vester- brogade 40 og er opinn alla daga nema þriðjudaga. kristjan@dv.is Asíska götueldhúsið Le Le nha hang slær í gegn í gegn í Kaupmannahöfn: Víetnamskt í Kaupmannahöfn Í síðustu viku skoraði Ingibjörg Eiríksdóttir á Jónu Björk Jónsdóttur, kennara í Menntaskólanum á Laugavatni að segja frá ferðalagi sínu. Jóna Björk heldur mikið upp á svæðið í kringum Sveinstind og Langasjó. Hún hefur oft gengið á Sveinstind og í þessari viku segir hún lesendum DV frá ferðum sínum um svæðið. Justin í Köben Exit - stúdentaferðir bjóða upp á tónleikaferð til Kaupmannahafnar helgina 22. júní til 24. júní, til þess að fara á tónleika með poppprinsinum Justin timberlake á Parken. Verð á mann í tvíbýli er 48,500 krónur og er innifalið flug, flugvallarskattar, gisting á Cab Inn tívolí hótelinu í miðborg kaupmannahafnar og miði á tónleikana. Justin timberlake hefur verið einn vinsælasti popptónlistar- maður heims síðustu fimm ár. Le Le nha hang Víetnömsk matargerð á vel við Kaupmannahafnarbúa. Le Le nha hang er opinn alla daga nema þriðjudaga. Séð yfir Suðurland af Sveinstindi Jóna Björk Jónsdóttir Heldur mikið upp á svæðið í kringum sveinstind og Langasjó Urta Hundur Jónu Bjarkar unir sér vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.