Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 54
Þ riðji Def Jam-slags-málaleikurinn er kominn út í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins í lok næstu viku. Líkt og forverar hans byggist leikurinn upp á því að helstu rapp- stjörnur heimsins skiptast á hnefa- höggum, spörkum og glímubrögð- um. Það er Chicago-deild Electron- ic Arts sem gerir leikinn en það eru þeir sömu og gerðu leikinn Fight Night: Round 3. Ekki er lögð jafnmik- il áhersla á glímubrögð í slagsmála- kerfi leiksins eins og í fyrri tveim- ur leikjunum. Þá skiptir tónlistin og umhverfið mun meira máli heldur en áður. Taktur tónlistarinnar hefur áhrif á umhverfið sem rappararnir slást í en meira en 35 tónlistarmenn koma fram í leiknum. Takturinn opnar fyrir ýmsa möguleika í um- hverfinu sem bjóða upp á árásir sem skaða andstæðinginn mun meira en nokkurt hnefahögg. Til dæmis eld- gusur frá logandi bensínstöð eða springandi bíla. Einnig eru hnefa- högg og spörk skaðlegri ef þau eru í takt við lögin sem hljóma undir. Þá hefur hver og ein persóna í leiknum sitt eigið lag og þegar það er spilað eykur það ofbeldisgetu viðkomandi. Einnig er hægt að ná í sitt eigið lag og stilla sem aðallag persónu sinnar í leiknum. Söguþráður leiksins að þessu sinni er sá að spilandinn á að koma á laggirnar plötufyrirtæki. Í stað þess að mæta á fundi og hitta jakkafata- klædda menn og ræða peningaupp- hæðir eru málin útkljáð með hnefa- höggum og öðrum bellibrögðum. Leikurinn kemur út bæði á Xbox360 og PS3. Búast má við leikn- um á Xbox 360 í kringum 16. mars en allt að viku seinna á PS3 eða í kring- um 23. mars. dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 9. mars 200754 Helgarblað DV leikirtölvu mario Kart - Ds Burning Crusade - PC def Jam: Icon - XboX 360 Europa universalis III - PC marvel: ultimate alliance - XboX360 Lunar Knights - Ds Kíktu á þessa TölvuleiKur Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með leikinn Sonic and the Secret Rings. Ég bjóst við því að endurkoma hins hraðskreiða Sonics yrði glæsilegri. Sögusvið leiksins er spunnið út frá Þúsund og einni nótt og á Sonic í raun að bjarga því ævin- týri með því að fara inn í ævintýra- heim. Í stað þess að sýna myndbrot til þess að útskýra sögu leiksins er notast við eins konar myndasögu- effect sem mér finnst ekki heppn- ast vel. Stjórntæki leiksins eru mjög þreytandi og finnst mér eins og gera mætti betur miðað við þá möguleika sem Wii hefur upp á að bjóða. Þá er leikurinn alltof einfaldur fyrir minn smekk. Eina sem maður gerir í raun er að hlaupa beint áfram á þröngum stígum í mismunandi umhverfi. Það sem fer hins vegar alveg með mig varðandi leikinn er tónlistin sem er ömurleg. Sömu tvö háskólarokklög- in sem hljóma aftur og aftur. Það sem er jákvætt við leikinn er að hægt er að ná ótrúlegum hraða með Sonic og nýtur grafíkin sín mjög vel á fullri ferð. Leikurinn er fallegur og flottur en það er einfaldlega ekki nóg til þess að draga hann að landi að mínu mati. Það gæti hins vegar verið að leikurinn henti vel fyrir yngri spil- ara og mundi ég eflaust mæla með leiknum fyrir tíu eða tólf ára frænda minn, þar sem hann býður upp á lít- ið meira en hraða og hopp og skopp. En það hentar eflaust mörgum vel. Ég verð hins vegar að segja að gamli góði Sonic í tvívíddinni heill- aði mig meira, allavega í minning- unni. Ásgeir Jónsson Sonic and the Secret Rings Ævintýraleikur Nintendo Wii TölvuleiKur Def Jam: Icon Games Domain 3/5, IGN 7/10, GameExpess 4/5 Kemur út á Xbox360 16. mars og PS3 23. mars ekkI gamlI góðI SonIc TakTfasT Def Jam: Icon Er væntanlegur í búðir í næstu viku. Sonic er ekki nógu ferskur Hentar þó yngri spilurum nokkuð vel. Slagsmálaleikurinn Def Jam: Icon er komin út og er væntanlegur til landsins í næstu viku. Í leiknum berjast frægir rapparar um yfirráð í tónlistarheiminum með hnefahöggum. Tónlistin í leiknum skipar stærri sess en áður. ofbeldi Taktfast ofbeldi takturinn í lögunum hefur áhrif á umhverfi og slagsmálagetu. Ludacris Yfir 35 þekkta rappara er að finna í leiknum. Pokemon á Wii Leikurinn Pokemon battle Revolution er væntanlegur til bandaríkjanna og Evrópu. Það verður fyrsti leikurinn þar sem Wii-eigendur geta virkilega nýtt sér Wi-Fi tenginguna og spilað við aðra Wii notendur á netinu. Hægt verður að sameina leikinn Ds-útgáfu hans og færa karaktera úr Ds-vélunum yfir í Wii. Jafnvel verður hægt að nota Ds til að stjórna Wii útgáfunni af leiknum. Zelda-safN- sTyTTur Hörðustu Zelda- aðdáendurnir geta nálgast safngripi frá fyrirtækinu f4f. um er að ræða litlar handgerðar styttur. Þær eru handskornar, handmálaðar og á bilinu 20 til 25 sentimetra háar. fjórar styttur hafa verið settar á markað og er hver þeirra til í 2.500 eintökum. tvær styttnanna eru mismunandi útgáfur af aðalsöguhetjunni Link. Hinar tvær eru af hinum svokallaða skull Kid og sheik, sem er eins konar tónlistarkennari Link. sérúTgáfa Halo 3 microsoft mun gefa út leikinn Halo 3 sem er væntanlegur á Xbox360 í sérstakri útgáfu. Leikur- inn kemur inn í hjálmi sem er eftirlíking af mjonir mark VI hjálminum úr Halo. Leikurinn mun kosta 100 dollara í Bandaríkj- unum sem eru tæpar 7000 krónur en verður eflaust eitthvað dýrari hér heima. um er að ræða fjögurra diska sérútgáfu sem inniheldur mikið magn aukaefnis fyrir Halo aðdáendur 3.5 milljóNir spila burNiNg Crusade Þegar Burning Crusade viðbótarpakkinn fyrir World of Warcraft kom út 16.janúar síaðstliðinn seldist hann í 2.4 milljónum eintaka á fyrsta sólarhringnum. Nú eru komnar inn sölutölur frá fyrsta mánuðin- um og hefur hann selst í rúmlega 1.1 milljón eintaka í viðbót. Það eru því núna að minnsta kosti 3.5 milljónir manns sem spila viðbótina. 8.5 milljónir manna eru áskrifendur af WoW á heimsvísu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.