Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 4
þriðjudagur 13. mars 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Jón ræðir byggðamál Atvinnu- og byggðamál á Vest- fjörðum verða rædd á ríkisstjórn- arfundi í dag. Í tölvupósti sem Jón Sigurðsson sendi til Geirs Haar- de, Einars Guðfinnssonar, Sturlu Böðvarssonar og fleiri þingmanna Vestfirðinga, segir hann að ráð- herrar hafi rætt um málið fyrir skemmstu. „Ég þakka ykkur fyrir öflugt frumkvæði ykk- ar um þenn- an fund og mun að sjálfssögðu ræða álykt- un hans á ríkis- stjórnar- fundi.“ Hafa ekki kannað áhrifin Engin könnun hefur verið gerð á því hvaða áhrif hvalveið- ar hafi haft á ímynd Íslands og hagsmuni íslenskra fyrirtækja hérlendis. Þetta kom fram í svari Valgerðar Sverrisdóttur utanrík- isráðherra á Alþingi í gær. Hún hafði áður lýst vilja til að láta slíka könnun fara fram. „Ég tel ekki að þessi vinna hefjist nú fyrir kosningar,“ sagði Valgerður og kvaðst líta á þetta sem verkefni næstu ríkisstjórnar, sem hún gerði ráð fyrir að gegna sjálf embætti í. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti óánægju sinni með að könnunin hefði ekki verið framkvæmd. Vantar klemmuvarnir Í aðeins einum leikskóla í Reykjavík, af 94 sem voru kann- aðir, er þrifið með viðurkenndum vistvænum þvottaefnum. Fulltrú- ar hollustuhátta á umhverfissviði Reykjavíkurborgar skoðuðu leik- skólana á síðasta ári. Enn vantar klemmuvarnir á innihurðir í marga leikskóla. Hand- laugar fyrir fullorðna í skiptiað- stöðu barna eru til í rúmlega fjöru- tíu prósentum leikskólanna og að hluta til í tuttugu prósentum. Alvarlegt atvik Rannsóknarnefnd flug- slysa á Bretlandi (AAIB) legg- ur til að íslensk flugmálayf- irvöld rannsaki atvik þegar Dornier vél Landsflugs flaug nálægt klettabelti í aðflugi að Sumburgh-flugvelli á Hjaltlandseyjum í júní í fyrra. Þá er og lagt til að þjálfun flugmanna félagsins verði endurskoðuð. Í lokaniður- stöðu bresku rannsóknar- nefndarinnar segir að mikil hætta hafi skapast þegar Dornier vélin var í aðflugi að vellinum. Flugmenn flugu sjónflug en skyndilega ver- snuðu veðurskilyrði. Flug- stjóri brást hvorki við tækjum sem vöruðu við hættunni né fyrirmælum flugturns um að hækka flugið. Ekkert hungur á þingi Gott og blessað er að vita að blessaðir þingmennirnir okkar hafa fín lágmarkslaun. Ekki mega þau minni vera, en þessi 625 þúsund sem DV greindi okkur frá. Gott og bless- að er þetta allt. Starfsstétt sem býr við þann erfiða kost að mega ekki vera í vinnunni nema rétt um hálft ár þarf aldeilis að hafa efni á að gera eitt- hvað í löngum frítímum. Allt er þetta blessað. Skelfilegt væri það hlutskipti þingmanna að vera með laun eins og annað fólk, þeir sem ekki vinna nema hluta af því sem flestir aðr- ir gera. Eitthvað verður að gera við langan frítíma og allt kostar sitt, líka fríin. Hér eftir er það augljóst að þjóðin gerir vel við þingið, rétt eins og þingið hugsar fyrst og síðast um hag þjóðarinnar. Þannig á það líka að vera þegar fullur skilningru er milli manna. Ráðherrar hafa nærri eina milljón á mánuði, og eru vel að því komnir, flestir og jafnvel allir. Það sást best í þinginu um daginn hversu erfitt starf ráðherranna er, þegar einn þeirra nánast hneig niður í vinnunni. Þessu fólki ber að borga vel og það mjög vel. Og það er líka gert. Blessun verði áfram yfir þing- inu og laununum. Takist vel til víða í samfélaginu kemur kannski að því að annað fólk geti fengið launahækkan- ir eins og þingmenn hafa fengið. En ekki strax, ekkert liggur á. Fyrst ber að styrkja undirstöðu samfélagsins, það er blessaða þingmennina. Annað fólk kemur þar á eftir. Þannig er það og þannig verður það. Þetta er eins og hjá IKEA, ekkert gengur þegar byrjað er á röngum enda. Ekkert. Þess vegna ber að fagna því að þjóðin hefur bless- unarlega látið blessaða þingmennina fá margfalt meiri hækkanir en annað fólk. Því fylgir blessun, mikil blessun. dagfari „Svo virðist sem Morgunblaðið hafi haft upplýsingar frá öðrum en lög- reglu, ef rétt er sagt frá,“ segir Páll Winkel, yfirmaður stjórnsýslusviðs ríkislögreglustjóra, um vitnisburð Magnúsar Guðmundssonar, forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, við aðal- meðferð Baugsmálsins í síðustu viku. Í vitnastúkunni sagði Magnús blaðamann Morgunblaðsins hafa hringt og spurt út í húsleit á sama tíma og hann sat á fundi með lög- reglunni þar sem honum var skýrt frá húsleitinni. Undraðist Magnús hversu fljótt blaðamaðurinn vissi af húsleit- inni og spurði hann hvort væri meiri frétt, húsleitin eða vitneskja hans um húsleitina. Í frétt DV í gær kom fram að það var Ólafur Þ. Stephensen, að- stoðarritstjóri Morgunblaðsins, sem hringdi í Magnús. Ólafur neitaði því ekki, að hafa hringt í Magnús, í sam- tali við blaðamann heldur sagði hann það ekki til umræðu og sagðist ekki ætla að svara fleiri spurningum. Gamall áróður Embætti ríkislögreglustjóra neitar því sem fyrr að hafa lekið upplýsing- um til Morgunblaðsins og segir slíkt tal vera gamlan áróður sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum ferkar en annan áróður í þessu máli. „Nær væri að spyrja sakborninga í Baugs- málinu eða aðila þeim tengdum um það hvernig upplýsingar hafa komist til fjölmiðla á undanförnum árum.“ Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, segir að sak- borningar í Baugsmálinu hafi ekki haft minnstu hugmynd um húsleit í Lúx- emborg og því engin leið að þeir hafi lekið upplýsingunum. „Ég hef aldrei vitað til þess að sakborningar hafi vitað af húsleit fyrirfram og það væri með ólíkindum ef svo væri. Þarna er ríkislögreglustjóri að reyna að gefa í skyn eitthvað sem allir menn sjá að er ómögulegt,“ segir Gestur. Hann vís- ar ummælum frá embætti ríkislög- reglustjóra til föðurhúsanna því hann kannist ekki við neinn leka og segir slíkt ekki hag sakborninga í málinu. „Ég get ekki ímyndað mér hver hefði átt að hafa upplýsingar um húsleitina. Ákvörðun um húsleitina var tekin inn- anhúss hjá ríkislögreglustjóra,“ segir Gestur. Löggur í vitnastúku Fjórir núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkislögreglustjóra setj- ast í vitnastólinn, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og má telja lík- legt að einhverjir þeirra verði meðal annars spurðir út í þennan meinta leka. Fyrstur ber vitni, Arnar Jens- son sem var í starfi aðstoðaryfirlög- regluþjóns hjá efnahagsbrotadeild- inni en starfar nú sem tengifulltrúi ríkislögreglustjóra hjá Evrópulög- reglunni. Næstir á eftir honum eru þeir Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi og Grímur Grímsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Síðstur í röðinni er svo Jón H.B. Snorrason, sem nýverið lét af starfi yfirmanns efnahagsbrotadeildarinnar en er nú varalögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins. Yfirmaður stjórnsýslusviðs ríkislögreglustjóra segir Morgunblaðið hvorki hafa fengið upplýsingar um húsleit, hjá Kaupþingi í Lúxemborg, né frá embættinu. Nær væri að spyrja sakborningana hvernig upplýsingar hafa komist til fjölmiðla. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir sakborninga ekki hafa vitað um húsleitina áður en hún var gerð. SegJa upplýSingarnar ekki koma frá lögreglu HJördís rut siGurJónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gestur segir ríkislögreglustjóra reyna að gefa í skyn að sakborningar hafi lekið upplýsingum um húsleit á meðan allir sjái að það sé ómögulegt. „ég hef aldrei vitað til þess að sakborningar hafi vitað af húsleit fyr- irfram og það væri með ólíkindum ef svo væri.“ Heppinn kaupandi lottómiða í Happahúsinu Kringlunni var með allar fimm tölurnar réttar í Lott- ói helgarinnar og er því þrjátíu og tveimur milljónum krónum ríkari. Eigandi miðans hafði ekki gefið sig fram í gærkvöld, að sögn Bergsveins Sampsted framkvæmdastjóra Ís- lenskrar Getspár. „Skrifstofan verður opnuð á mánudagsmorgun og við vonum að eigandi vinningsmiðans gefi sig fram,“ sagði Bergsveinn og bætti við að vinningar hærri en þrjátíu millj- ónir væru sjaldgæfir. „Í tuttugu ára sögu Lottósins hér á landi hafa svona stórir vinningar aðeins unnist um tíu sinn- um.“ Íslensk Getspá býð- ur vinnings- höfum stórra fjárhæða fjár- hagsaðstoð sem KPMG endurskoðun annast. Þar fær vinningshafi að- stoð við að koma peningunum fyrir á góðum kjörum svo eitt- hvað sé nefnt. „Við vitum ekki um reynsluna en vinningshaf- ar sem hafa nýtt sér þjónustuna láta vel af henni,“ sagði Bergsveinn að lokum. Sex voru með fjórar tölur rétt- ar og bónustölu í Lottói helgar- innar og fær hver þeirra tæpar 90 þús- und krónur í vinning. Lottótölur helgarinnar voru 2 - 6 - 8 - 32 og 35. Bónustalan var 14. MÁNUDAGUR 12. MARs 2007 Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónir fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Ætli Mogginn viti ekki líka hver vann allan peninginn í Lottóinu! Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins, hringdi tví- vegis í Magnús Guðmundsson, for- stjóra Kaupþings í Lúxemborg og sagðist vita af húsleit lögreglunn- ar þar í landi í bankanum, þar sem leitað væri að gögnum um Baug og Gaum. Símtölin frá Ólafi komu á sama tíma og lögreglan kynnti Magn- úsi málavexti og skýrði út fyrir hon- um út á hvað haldlangningarskýrsla sem þeir framvísuðu gengi. Aðspurður segist Ólafur hafa skrifað almennar fréttir í Morgun- blaðið í tuttugu ár og að það hafi ekki breyst eftir að hann varð aðstoðarrit- stjóri. Þegar blaðamaður DV spurði hann hvað hafi orðið til þess að hann hefði sjálfur hringt í Magnús þennan dag svaraði hann því til að það væri ekki til umræðu. Í fyrra símtalinu við Ólaf neitaði Magnús því í fyrstu að húsleit ætti sér stað. Í seinna símtalinu staðfesti hann húsleitina og spurði hvort væri meiri frétt; húsleitin eða vitneskja Ólafs um aðgerðir í Lúxemborg. Magnús útskýrði síðar í Héraðs- dómi að húsleit í Lúxemborg færi fram með allt öðrum hætti en á Ís- landi. Hér á landi gæti lögregla leit- að að gögnum að fengnum úr- skurði Héraðsdóms en í Lúxemborg er haldlagningarskýrslu framvísað sem gefur lögreglunni leyfi til þess að leggja hald á ákveðin gögn sem starfsmenn bankans finna til. Þetta vitnaði Magnús um, í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag, en hann er eitt vitna í aðalmeðferð Baugsmáls- ins. Magnús og einn annar starfs- maður Kaupþings, sátu á fundi með lögreglunni í Lúxemborg, í kjall- ara bankans þar sem haldlagning- arskýrslan var útskýrð fyrir þeim og var engum öðrum í bankanum kunnugt um málið. Í Hérðasdómi kom fram að hringingar frá blaða- manni Morgunblaðsins hafi borist á milli klukkan átta og níu um morg- uninn en það er á milli klukkan sex og sjö að íslenskum tíma. „Ég man ekki eftir því að hafa hringt í nokk- urn mann svona snemma morg- uns,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort hann neiti því að hafa hringt í Magnús sagði Ólafur, „samtöl mín við fólk úti í bæ eru ekki til umræðu. Nú er ég bara hættur að svara og hættur að tala við þig.“ Svo snemma var fregnum af hús- leitinni lekið til Morgunblaðisins að forsvarsmönnum Kaupþings í Lúx- emborg gafst ekki færi á að tilkynna starfsfólki sínu hvað gengi á held- ur lásu starfsmennirnir fréttirnar á vefsíðu mbl.is. Húsleitin var gerð að beiðni ríkislögreglustjóra. Vissi af húsLeit uM Leið og forstjórinn Ölvaður fékk sér sundsprett Lögreglumenn frá Ísafirði þurftu í morgunsárið að sækja ölvað- an mann á fertugsaldri sem hafði stungið sér til sunds í sjónum. Í gærmorg- un gerði samferða- fólk manns- ins lögreglu viðvart um sundferðina en maður- inn var þá við Ósvör rétt fyrir utan Bolungarvík. Lögreglu- menn festu band í lögreglubílinn og fóru með það niður í fjöru þar sem maðurinn var í flæðarmálinu. Maðurinn var orðinn mjög kaldur og þrekaður og var farið með hann á sjúkrahús. Vinningshafinn óþekktur Hátt í hundrað stöðvaðir Á milli áttatíu og hundrað ökumenn voru stöðvaðir í um- ferðareftirliti lögreglu á móts við Essó stöði a á Kringlumýrar- braut eftir miðnætti í nótt. Ein kona var undir mörkum þegar hún bles í áfengismæli lögreglu og var bíll hennar kyrr- settur eins og venjan er mælist eitthvað áfengismagn. Ef öku- maður mælist aftur á móti með yfir 0,4 prómill þá er hann færður til blóðrannsóknar. Þá voru tveir teknir með útrunnin ökuskírteini og tveir sem höfðu gleymt að endurnýja ökuréttindi sín. Flestir ökumannanna voru með allt sitt á hreinu. Tíu lögreglumenn á fimm bílum tóku þátt í eftirlitinu. Brotist inn í bakarí Brotist var inn í bakarí í Mosfells- bæ í nótt og þaðan stolið tvö hundr- uð þúsund krónum. Þegar starfsmenn mættu til vinnu um klukkan tvö í nótt sáu þeir hvar útidyrahurð bakarísins hafði verið spennt upp. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu stolið megninu af þeim pen- ingum og skiptimynt sem þeir fundu í sjóðsvél bakarísins og í skúffum innandyra. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en auðgunar- brotadeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu hefur málið til rann- sóknar. allt á floti Allt að hálfs metra djúpt vatn var í kjallara og bílageymslu hússins. Tjónið er mikið, sennilega allt að tuttugu milljónum króna. Samfylking dalar Fylgi Samfylkingarinnar hefur fallið um 22 prósentustig frá því það var hæst, 41,3 prósent í maí 2004. Samkvæmt skoðanakönn- un Fréttablaðsins hefur Samfylk- ingin nú 19,2 prósenta fylgi. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir tók við formennsku, í maí 2005, hafði flokk- urinn rúm- lega 33 pró- senta fylgi. Síðan þá hefur fylgið dalað um ríflega þrettán prósentustig. Hús Morgunblaðsins Ólafur Stephensen aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins sagðist hættur að tala við blaðamann DV eftir stutt símtal í gær. Hjördís rut sigurjónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Milljónatjón vesturbæ „Þetta hefur verið um hálfur metri af regn- og skólpvatni sem hefur flætt hérna inn“, segir Sigurður Rúnar Gíslason íbúi í vestasta húsi Sólvalla- götu, en vatn flæddi inn í bílageymlsu og kjallara hússins. Líklegast má rekja bilunina til eldingar sem laust háspennulín- ur Landsnets sem aftur sló út dælu- kerfi höfuðborgarsvæðisins. Af þeim sökum fór skólp ekki úr niðurföllum heldur rann í bílakjallarann. „Þetta hefur gerst áður en þá varð ekkert tjón enda flóðið minna og engir bílar til staðar,“ bætti Sigurð- ur við. Mitsubishi-bifreið hans slapp að mestu sökum þess hve há hún er. „Kúplingin blotnaði og ég get ekki skipt um gír.“ Orkuveita Reykjavíkur mun bæta það tjón sem rakið verður til henn- ar vegna rafmagnstruflana þessa nótt en fyrirtækið er tryggt fyrir tjóni sem það kann að valda í starfsemni sinni. miðvikudaginn 12. mar Hús ríkislögreglustjóra Páll Winkel, hjá ríkislögreglustjóra, segir að í fimm ár hafi sakborningar í Baugsmálinu ítrekað haldið því fram að lögregla leki trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla. það sé hins vegar áróður sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.