Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Qupperneq 6
„Þetta er vægast sagt mjög undarlegt mál en kemur mér þó ekki á óvart þegar þessi meirihluti er annars veg- ar,“ segir Svandís Svavarsdóttir, borg- arfulltrúi Vinstri grænna, um sam- komulag borgarinnar og Háspennu ehf. um bætur fyrir að enginn spila- salur verður opnaður í Mjódd. Borgaryfirvöld keyptu húsnæði Háspennu í Mjódd af fyrirtækinu og létu að auki einbýlishúsalóð með út- sýni að Álftanesi og Bessastöðum í skiptum. Að því gefnu að kostnaður Háspennu við undirbúning að spila- salnum sé ekki þeim mun meiri má gera ráð fyrir að aðstandendur fyrir- tækisins geti hagnast um tugi millj- óna á viðskiptunum. Furðulegt val Svandísi finnst eðlilegt að ganga frá bótum til viðeigandi aðila en segir það að láta af hendi einbýlis- húsalóð á besta stað í bænum væg- ast sagt furðulegt. Hún segir augljóst að til séu atvinnulóðir annars stað- ar í borginni og það væri eðlilegra að Háspenna fengi eina slíka. Aftur á móti finnst Svandísi að borgin sé ekki búin að móta sér stefnu í mál- efnum spilakassa. „Viljum við yfir- höfuð hafa slíka starfsemi í borginni og ef svo er, af hverju er hún betur sett í úthverfum? Þolir fólk í úthverf- unum betur spilafíkn en fólk annars staðar?“ Svandís segist skilja borgar- stjóra sem hlustaði á vilja íbúanna og verslunareigenda við Mjóddina í þessu máli og það finnst henni að stjórnvöld ættu að gera. En henni finnst það ekki til fyrirmyndar að Há- skóli Íslands sé háður peningum sem koma frá ávanabindandi spilum. Fáránleg ráðstöfun Árni Þór Sigurðsson borgar- fulltrúi VG tók í sama streng. „Að láta Háspennu fá Starhagalóð- ina er algerlega fáránlegt og ég veit ekki hvaðan hugmyndin kom.“ Árni bendir á að allir í borgarstjórn hefðu verið sam- mála um að úthýsa spilastarf- semi úr Mjóddinni eftir mót- mæli frá hverfisráði, íbúum og verslunareigendum. Hon- um fannst eðlilegt að greiða hlutaðeigandi skaðabætur. „En að kaupa húsnæðið á 92 milljón- ir og bjóða þeim í of- análag gríðarlega verðmæta lóð við Starhagann, lóð sem auðmenn eru tilbúnir að greiða háar upphæðir fyr- ir er óskilj- anlegt,“ sagði Árni Þór. Að sögn Árna mat borgar- stjórn Starhagalóðina á 25 til 30 milljónir sem er að hans mati langt und- ir markaðsvirði auk þess sem nýr eigandi mun ekki þurfa að greiða gatnagerð- argjöld af henni. Árni seg- ist ekki muna eftir því hvort rætt hafi verið í borgarráði um að bjóða Háspennu at- vinnuhúsnæði eða lóð ætlaða atvinnustarf- semi. „Það er ljóst að Háspenna mun ekki hefja atvinnu- starfsemi á Star- haganum enda fylgir lóðinni ekki atvinnuleyfi og því má ætla að hún verði boðin upp af eiganda.“ Ósköp eðlileg viðskipti Aðspurður hvort ekki væri réttara að bjóða Háspennu atvinnulóð í stað sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri: „Það er ekki óalgengt að bjóða slíka lóð. Við vorum að bjóða Háspennu ehf. ákveðin verðmæti og þetta var þrautalendingin.“ Þeg- ar borgarstjóri var inntur eftir því hvernig verðmæti Starhagalóðarinn- ar hafi verið metið tjáði hann blaða- manni að tveir eða þrír fasteignasal- ar hafi óformlega verið beðnir um að verðmeta lóðina á Starhaga þrjú og þeim hafi borið saman um verð- ið. „Að mínu mati voru þetta ósköp eðlileg viðskipti og lausn til heilla fyrir Breiðholtið sem hefði annars fengið fimmtíu spilakassa í Mjódd- ina,“ sagði borgarstjóri og bætti við að ekkert væri athugavert við niður- stöðu málsins. 29 viðskiptavinir Happdrætti Háskóla Íslands er eigandi spilakassanna sem Háspenna leigir. Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, sagði í samtali við DV að starfsemi HHÍ væri þríþætt, gamla flokkahappdrættið, happaþrennan og gullnáman sem eru spilakassarnir. „Við leigjum út spilakassa til 29 kúnna og Háspenna ehf. er einn af þeim. Gagnvart þeim erum við eins og hvert annað heild- sölufyrirtæki. Þeir fá ákveðna þókn- un af veltu en annars rennur gróðinn til okkar,“ sagði Brynjólfur og bætti við að hann veitti ekki upplýsingar um veltu hvers kassa fyrir sig til ut- anaðkomandi aðila. Ekki náðist í Jón Hjaltason, fram- kvæmdastjóra Háspennu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en Jón Arnarson, rekstrarstjóri Háspennu við Lauga- veg, sagði í samtali við DV að fyrr- greindur framkvæmdastjóri hefði ekki áhuga á að tala við blaðamann. þriðjudagur 13. mars 20076 Fréttir DV Geta Grætt tuGi milljóna Minnihlutinn í borgarstjórn er ekki sáttur við sátta- greiðslu til Háspennu. Engin tilraun var gerð til að finna atvinnuhúsnæði fyrir spilakassana. Fengu eftirsótta einbýlishúsalóð á Starhaga með glæsilegu útsýni yfir Bessastaði. Borgin mat lóðina á 25 til 30 milljónir en fasteignasali á allt að 50 milljónir. fimmtudagur 8. mars 20078 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Slys á ótryggðu bifhjóli Umferðaróhapp varð á gatna- mótum Hólagötu og Borgarveg- ar í Njarðvík er bifhjóli var ekið á bifreið, sem ekið var eftir Borg- arvegi, á þriðjudagskvöld. Hjó- lið var óskráð, ótryggt og öku- maðurinn réttindalaus. Meiðsli ökumannsins reyndust óveruleg og litlar skemmdir urðu á bif- reiðinni. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni. Hann var stöðvaður á 121 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem há- markshraði er 90 kílómetrar. Slasaður sjómaður Rétt eftir klukkan tvö í gærn- ótt kom togbáturinn Oddgeir EA-600 með slasaðan sjómann til hafnar í Grindavík. Sjóma- ðurinn hafði klemmst á milli toghlera og lunningar þegar ver- ið var að hífa trollið inn. Hann slasaðist á vinstri handlegg og var fluttur með sjúkrabifreið frá Grindavík á slysadeild Land- spítalans - háskólasjúkrahúss í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans. Hann mun vera á batavegi og meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Dýrir dóphundar Alls kostar átta hundruð þúsund krónur að reka fíkni- efnahund á einu ári en þá er ekki meðtalinn launakostnaður lögreglumanns sem hefur hann í umsjá. Alls eru tíu fíkniefnahund- ar á Íslandi en einn er í þjálfun og mun fara á Litla-Hraun. Það kostar á aðra milljón að þjálfa einn lögregluhund en ekki er áætlað að fjölga hundum. Rík- islögreglustjóri styrkir lögreglu- embætti úti á landi en alls eru það þrjár og hálf milljón króna sem þeir borga með minni um- dæmum. Þetta kom fram í svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar alþingismanns Frjálslynda flokksins Jöklabréf í Austurríki Austurríska ríkið gaf út jöklabréf að andvirði 25 millj- arða króna í gær. Þetta er næst stærsta jöklabréfaútgáfa frá upphafi. Það er Lands- bankinn sem hefur umsjón með útgáfunni og sölutrygg- ir einnig bréfin. Greining- ardeild bankans greinir frá þessu. Heildarupphæð útistand- andi jöklabréfa er nemur því 359 milljörðum króna og hef- ur aldrei verið hærri. Austur- ríska ríkið var á meðal fyrstu útgefendum á jöklabréfum. Risvandi karlmanna er ekki nógu mik- ið ræddur í samfélaginu, að sögn Jóns G. Hannessonar heimilislæknis. Sjúk- lingarnir koma ekki fyrr enn risvandi vegna aldurs er orðinn vandamál og hafa þá þróað með sér fleiri sjúkdóma. „Algengt er að menn komi þremur til fimm árum of seint og er þá risvand- inn oft orðinn hjartavandamál.“ Jón G. hefur sótt nýlegar ráðstefnur erlendis þar sem niðurstöður hafa verið nán- ast á einn veg í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Eiginkonan kvartar ekki undan risvanda manns- ins, henni þykir vænt um hann sem manneskju frekar en kynveru, en að baki vandanum geta oft leynst hættu- legir sjúkdómar. Erlendar rannsóknir sýna að karlar á aldrinum frá fimm- tugu til sextugs eru í helsta áhættu- hópnum og með því að grípa sem fyrst inn í geta læknar fyrirbyggt ótímabær- an dauða. Að sögn Jóns G. sýndu ga lar ís- lenskar rannsóknir fram á að um átta- tíu prósent af risvandatilfellum væru af andlegum toga. Nýlegar rannsóknir sýna hins vegar fram á þveröfuga nið- urstöðu þar sem áttatíu prósent ris- vandamála má skýra með líkamlegri hrörnun. Því er mikilvægt að menn leiti sem fyrst til læknis því oft er ris- vandinn lítilvæglegur í samanburði við raunverulegar orsakir hans. Oftast er hægt að hjálpa þessum sjúklingum. „Við getum haft töluverð áhrif með til- tölulega einföldum aðferðum eins og lífsstílsbreytingum og lyfjagjöf. Ný stinningarlyf eins og Ci- alis og Viagra hafa leyst mikið vandamál, en aukning á notkun þess- ara lyfja er mun minni en ég reiknaði með.“ Þriðjungur íslenskra karlmanna á aldrinum 45 til 75 ára á við stinn- ingarvanda að stríða og eykst vandamálið með hækkandi aldri, samkvæmt rannsókn sem Guðmundur Vik- ar Einarsson læknir framkvæmdi og birti í Læknablaðinu á síð- asta ári. Þar er enn- fremur lögð áhersla á samverkandi þætti ris- truflana þar sem reyk- ingar og sykursýki auka mest líkurnar. Aðrir marktækir þættir eru kólesteról, kvíði og þunglyndi. Jón G. segir enn feimnismál að biðja lækni um stinningarlyf. „Oftast koma þeir vegna annarra vandamála og þá er risvandinn kannski ann- að eða þriðja vandamálið. Stundum þarf læknir jafnvel að nefna vanda- málið fyrir sjúklinginn“. Stinningar- lyf eru eingöngu fáanleg gegn lyfseðli. Stærsti kúnna- hópurinn er á aldrin- um fimmtíu til sjötíu ára, en einnig spyrja ungir menn um lyfið, oft án þess að þarfn- ast þess. „Þörf þeirra getur tengst flóknum vanda þar sem stera- notkun er,“ segir Jón. Stinningarlyf eru fyrir karlmenn með ristruflanir, en það er þegar körlum ann- að hvort rís ekki hold eða holdris helst ekki nógu lengi til þess að þeir geti haft samfar- ir. Stinningarlyf slak- ar á æðum í getn- aðarlim þannig að blóð geti streymt inn í liminn við kynferðis- lega örvun. Tvö lyf skipta markaðnum nokkurn veginn á milli sín, Viagra sem hefur verið aðgengilegt Íslending- um síðan 1999 og Cialis, síðan 2003. Helsti munur á þessum tveimur lyfj- um er verkunartími, en Viagra á að gera mönnum kleift að öðlast og við- halda reisn í fjóra klukkutíma en Cial- is í 36 klukkutíma. Verð á lyfjunum er mjög svipað eða frá rúmum eitt þús- und krónum á töfluna. Jón leggur mikla áherslu á að ef risvandamál hefur staðið yfir í þrjú ár sé nauðsynlegt að rannsaka almenna heilsu með tilliti til hjarta- og æða- sjúkdóma. „Ekki er hægt að treysta á að konur hvetji menn til að leita sér hjálpar því rannsóknir sýna að um- burðarlyndi þeirra getur verið hættu- legt heilsu eiginmannanna í þessu til- felli. Eiginkonur mættu skipta sér fyrr af“, segir Jón. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlaSon ef risvandamál hefur staðið yfir í þrjú ár er nauðsynlegt að rann- saka almenna heilsu með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma. Nýtt frumvarp til laga um jaf a stöðu og jafnan rétt kve na og karla var kynnt á blaðamannafu di sem félagsmálaráðherra boðaði til í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Þverpólitísk nefnd var stofnuð á þrjátíu ára afmæli fyrstu jafnréttis- laga sem sett voru árið 1976. Guðrún Erlendsdóttir fyrrverandi hæstarétta- lögmaður var í fyrstu nefndin i og er nú formaður en auk félagsmálaráð- herra sat fundinn Ingólfur V. Gísla- son sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu og aðrir sérfræðingar. Ráðherra gerði grein fyrir helstu áherslum en þó sér- staklega þeirri staðreynd að launa- munur kynjanna, sem nú er um sex- tán prósent, virðist hafa fest sig í sessi. Aftur á móti sýna nýjar skýrslur að ungar konur eru ákveðnari í að koma sér í stjórnir og krefjast svipaðra laun og karlar. Guðrún formaður lagði áherslu á að mikið hefði áunnist í jafnréttisbaráttu á Íslandi þessi þrjátíu ár. „Þegar jafnréttislög voru sett árið 1976 var okkur mest umhugað um að breyta hugarfari almennings í jafn- réttismálum, það var mál númer eitt. Staðreyndin er að launamunur hef- ur minnkað þótt hann hafi nú staðn- að. En margt gott hefur náðst fram á þessum þrjátíu árum og er stofnun þessarar nefndar fra hald af því.“ Ingólfur V. gerði grein fyrir skýrslu sem greinir það sem hann kallaði eina róttækustu tilraun til að hafa áhrif á þá samfélagslegu verkaskipt- ingu sem festi sig í sessi á tuttugustu öldinni. Helstu forse dur þessara breytinga voru lenging, tekjuteng- ing og foreldraskipti fæðingarorlofs. Í kjölfarið jókst þátttaka feðra í fæð- ingarorlofi að meðaltali úr 39 dög- um árið 2001 í 96 daga árið 2004. Ein af ánægjulegri afleiðingum þessara breytinga er að nú fæðist 2,1 barn í hverri íslenskri fjölskyldu sem er nóg til að viðhalda fjölda þjóðarinnar. Slíkar tölur er ekki að finna annars staðar í Evrópu. skorri@dv.is L u amun r kynjanna virðist fastur í sessi Hjón verða að taka á risvandamál- um saman Heilbrigði mikilvægara en kynlíf. Þau kynntu frumvarp um jafnréttislög guðrún Erlendsdóttir nefndarformaður, magnús stefánsson félagsmálaráðherra og ingólfur V. gíslason sérfræðingur. RiSvanDi enn feimniSmálLóðin eftirsótta þessa lóð lét borgin í skiptum fyrir húsnæðið sem átti að hýsa spilasal í mjódd. að auki greiddi borgin 90 milljónir fyrir þá húseign. Spilakassarnir í Mjódd Fámennt var við spilakassana á strætisvagnastöðinni í mjódd í gær. menn áttu þó ekki eftir að spila lengi því hálfri klukkustund eftir að blaðamaður yfirgaf staðinn voru kassarnir fjarlægðir. Svandís Svavarsdóttir Borgarfulltrúi Vinstri grænna furðar sig á samningi borgarinnar og Háspennu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Borgarstjóri segir ekkert óeðlilegt við samninginn, þetta sé eins og hver önnur viðskipti. dV Mynd SteFán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.