Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Síða 9
DV Fréttir þriðjudagur 13. mars 2007 9
Geir H. Haarde forsætisráðherra
og Kristján L. Möller, þingmaður
Samfylkingarinnar, voru ekki sam-
mála um margt á Alþingi í gær. Þeir
voru þó sammála um eitt, að spurn-
ingar og svör hvors annars væru út í
hött.
Kristján hóf fyrirspurnatíma á Al-
þingi með því að spyrja hvort mark-
mið stjórnvalda væri að vinna gegn
áformum sínum um að gera Ísland
að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.
Þetta sagðist hann lesa út úr reglu-
gerð fjármálaráðherra þar sem fjár-
málafyrirtækjum er bannað að telja
fram í öðrum gjaldeyri en íslenskum
krónum. Þetta væru viðbrögð stjórn-
valda við því að „maður úti í bæ“,
eins og hann kallaði Davíð Oddsson
Seðlabankastjóra, hefði sagt að lögin
sem reglugerðin byggir á hefðu ekki
verið samin með það í huga að fjár-
málafyrirtæki gætu talið fram í öðr-
um gjaldmiðli en krónum.
Straumur-Burðarás hafði ákveð-
ið að telja fram í evrum en ekkert
verður af því úr þessu. Björgólf-
ur Thor Björgólfsson, aðaleigandi
fjárfestingabankans, hefur sagt að
bankinn verði hugsanlega fluttur úr
landi.
Forsætisráðherra sagði af og frá að
reglugerðin gengi gegn markmiðum
og tilgangi laganna, ekkert væri upp
á hana að kvarta. Hann sá ástæðu til
að kvarta undan fyrirspurninni. „Ég
tel að sú spurning sé út í hött. Það er
alls ekki verið að vinna gegn þeim
áformum heldur þvert á móti á öðr-
um vettvangi á vegum stjórnvalda að
vinna að því að hrinda þeim áform-
um í framkvæmd.“
Kristjáni fannst lítið til svara for-
sætisráðherra koma, sérstaklega
þegar sá síðarnefndi dró samkomu-
lag kennara og sveitarfélaga inn í
umræðuna. „Svar hæstvirts forsætis-
ráðherra var alveg út í hött.“
Eignir Guðmundar Jónssonar í
Byrginu hafa verið kyrrsettar af
efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra. Þetta staðfestir Guðmund-
ur sjálfur sem og embætti ríkislög-
reglustjóra.
Þær eignir sem hafa verið kyrr-
settar eru sumarbústaðarlóðir
sem hann byggir nú á. Einnig hef-
ur heimili hans í Grímsnesi verið
kyrrsett. Ástæðan fyrir aðgerðun-
um eru hugsanleg skaðabótaskylda
þegar niðurstaða fæst í mál Guð-
munds.
Guðmundur flutti í bjálkahúsið
í Grímsnesi í ágúst en húsið er 140
fermetrar og haglega smíðað. Að
auki er lítill skáli við hlið þess þar
sem dóttir hans býr. Ekki er vitað
hvað húsið er metið á en það mun
ekki vera óvarlegt að áætla að það
telji að minnsta kosti á þriðja tug
milljóna.
Þar að auki sá hann sér leik á
borði áður en hneykslið í Byrg-
inu komst í hámæli. Hann keypti
þá nokkrar sumarbústaðalóðir á
alls 1,6 milljónir króna. Hann segir
sjálfur að hann hafi greitt fyrir þær
með reiðufé. Þessar eignir eru ekki
á hans nafni heldur fyrirtækis sem
skráð er á fyrrum samstarfsfélaga
hans í Byrginu, Jóns Arnarrs Einars-
sonar.
Engar eigur á nafni
Guðmundar
„Þeir halda að við séum að
svindla undan skatti,“ segir Guð-
mundur Jónsson fyrrum forstöðu-
maður. Hann hefur verið kærð-
ur fyrir kynferðisafbrot og meint
fjársvik. Hann lét smíða húsið í
Grímsnesi fyrir sig en það er veg-
legt bjálkahús. Engar eigur eru
á nafni Guðmundar heldur eru
þær á nafni fyrirtækisins sem Jón
Arnarr Einarsson er skráður fyrir.
Efnahagsbrotadeild kyrrsetti fyr-
irtækið nýlega til þess að tryggja
aðgang að eignunum en að sögn
Guðmundar kemur það honum
ansi illa. Ástæðan mun vera sú að
hann er þá ekki lánshæfur.
Endurgreiddu vistina
Nýverið voru fyrrum vistmenn
Byrgisins kallaðir til yfirheyrslu
hjá ríkisskattstjóra. Þar fengu þeir
stöðu sakborninga en svo virðist
sem Byrgið hafi lagt inn á reikn-
inga sumra vistmanna án þess að
tiltaka hvers vegna.
„Yfirleitt voru þetta endur-
greiðslur vegna vistarinnar,“ segir
Guðmundur um skattrannsókn-
ina á vistmönnunum. Hann segir
að þegar vistmenn hafi ekki lokið
meðferðinni hafi Byrgið endur-
greitt þeim það fé sem þeir borg-
uðu þegar þeir voru lagðir inn.
Hann segir að þetta hafi yfirleitt
verið lágar fjárhæðir en vistin
kostaði í kringum fimmtíu þúsund
krónur. Að auki segir Guðmundur
að það hafi komið fyrir að lagt hafi
verið inn á reikninga fólks þegar
það var beðið um að kaupa nauð-
synjavörur fyrir meðferðarheimil-
ið.
Vilja tryggja aðgang
að eigum
„Við kyrrsettum eigur Guð-
mundar til að tryggja hugsan-
legar skaðabætur,“ segir Helgi
Magnús Gunnarsson, saksókn-
ari efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra. Með þessari að-
gerð tryggir hann að Guðmundur
geti ekki fært eignir á milli kenni-
talna eða selt þær áður en niður-
staða fæst í málið hans. Mikil og
umfangsmikil rannsókn fer fram
vegna máls Byrgisins. Samkvæmt
skýrslu Ríkisendurskoðunar sem
birt var í janúar kemur fram að
margt hafi verið afar óljóst í fjár-
málum heimilisins. Þar var mælst
til þess að málinu yrði beint til
meðferðar ríkissaksóknara.
Jón Arnarr Einarsson vildi ekki
tjá sig um málið þegar til hans var
leitað.
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur kyrrsett eignir Guðmundar Jónssonar í Byrginu. Um er að
ræða bjálkahús í Grímsnesi þar sem hann býr. Einnig eru lóðir sem hann keypti fyrir rúma eina og hálfa
milljón króna kyrrsettar. Hann er að byggja hús á þeim um þessar mundir. Ástæða kyrrsetningarinnar er
sú að efnahagsbrotadeild vill tryggja aðgang að eignunum vegna hugsanlegra skaðabótakrafna.
Valur GrEttisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
allar Eignir kyrrsEttar
„Við kyrrsettum eigur
Guðmundar til þess að
tryggja hugsanlegar
skaðabætur.“
DV Fréttir
mánudagur 12. mars 2007 7
aun væru
fimmtungi hæ ri
Lögreglan á Selfossi gróf upp bak-
garðinn hjá Guðmundi Jónssyni,
fyrrum forstöðumanns Byrgisins.
Vísbendingar voru um að Guð-
mundur hefði spillt sönnunar-
göngum með því að grafa þau
hjá rotþró í garðinum. Lögreglan
vopnuð lítilli beltagröfu kom heim
til Guðmundar. Verkið tók tvo tíma
en að sögn Guðmundar fannst
ekkert í garðinum. Á meðan hann
fylgdist með uppgreftrinum gaf
hann rannsóknarlögreglumannin-
um vindil.
„Þeir komu hingað á fimmtu-
daginn og grófu upp garðinn hjá
mér,“ segir Guðmundur Jónsson,
fyrrum forstöðumaður Byrgisins
en hann hefur verið kærður fyrir
kynferðislega misnotkun og hugs-
anleg fjársvik í tengslum við með-
ferðarheimilið sem nú er búið að
loka.
Lögreglan mætti heim til
hans á fimmtudaginn í síðustu
viklu,með úrskurð Héraðsdóms
Suðurnesja upp á vasann, um að
heimilt væri að grafa upp garðinn.
Það er í annað skiptið sem húsleit
er gerð heima hjá Guðmundi. Í
fyrra skiptið lék grunur á að hann
hefði falsað læknaskýrslur kvenna
sem voru í Byrginu. Sjálfur segir
hann það ekki eiga við nein rök að
styðjast.
Gaf lögreglunni vindil
„Ég gaf rannsóknarlögreglu-
manninum bara vindil á meðan
við fylgdumst með uppgreftrinum,“
segir Guðmundur í Byrginu en lög-
reglan taldi hugsanlegt að hann
hefði spillt sönnunargögnum. Sjálf-
ur segir Guðmundur gruninn hafa
vaknað þegar vinur hann og vinur
hans voru að laga rotþróna þar sem
sönnunargöngin áttu að hafa legið.
Rotþróin fraus að sögn Guðmund-
ar og hann ásamt vininum grófu þar
að kvöldlagi. Hann segir augljóst að
þeir hafi grafið í garðinum og hugs-
anlega hafa einhverjir grunað hann
um græsku. Þar af leiðandi var lög-
reglan látinn vita. Þeir komu svo og
grófu upp garðinn. Guðmundur vill
meina að ekkert hafi fundist en lög-
reglan leitaði að kassa sem áttu að
innihalda sönnunargögn sem tengj-
ast rannsókn málsins. Aðspurður
segist Guðmundur ekki vita hvað
átti að hafa verið í kassanum.
Færður í yfirheyrslu
„Ég fór í yfirheyrslur vegna sjö-
undu konunnar í kjölfarið,“ segir
Guðmundur en eftir uppgröftinn
var hann færður til yfirheyrslu hjá
lögreglunni. Hann fór á eigin bíl
en lögreglan fylgdi honum eftir alla
leið á stöðina.
Ástæðan fyrir því að hann var
færður til yfirheyrslu var sú að ný-
búið var að taka skýrslu af sjöundu
konunni sem kærði hann vegna
kynferðislegrar misnotkunar. Hann
segir yfirheyrsluna hafa verið út í
hött enda bar hann af sér allar sak-
ir. Hann segist blásaklaus af ásök-
unum kvennanna þrátt fyrir að sjö
konur hafi kært hann. Sjálfur telur
Guðmundur að ástæður þess að
konurnar kæri hann sé vegna pen-
inga. Að auki segir hann að sjöunda
konan hafi ekki komið með þau
sönnunargögn sem hún hafi lofað
og því þurfi hann að fara aftur í yfir-
heyrslu á þriðjudaginn.
Engar eigur frystar
Guðmundur lætur ekki deigan
síga þrátt fyrir alvarlegar ásakanir
og opinskáa umfjöllun um persónu
hans. Hann byggir nú hús á þeim
lóðum sem hann keypti en grunur
lék á að hann hefði fengið þær eft-
ir óeðlilegum leiðum. Ekkert hefur
komið fram sem sannar það. Að-
spurður hvort efnahagsbrotadeild
lögreglustjórans hafi fryst eignir
hans segir Guðmundur að svo sé
ekki.
„Ég er bara að byggja á einni
lóðinni ásamt dóttur minni,“ segir
Guðmundur og lætur vel að staðn-
um sem hann býr á. Hann er búsett-
ur í Grímsnesi og hyggst ekki flytja
á brott. Hann fór frá Hafnarfirði til
Grímsness í ágúst síðastliðnum en
hann býr í bjálkakhúsi í sumarbú-
staðalandi. Þar dvelur hann ásamt
stórfjölskyldu sinni.
Hyggur á hefndir
„Lögfræðingur minn er bú-
inn að taka saman ellefu kæruliði
vegna meiðyrða,“ segir Guðmund-
ur en lögfræðingur hans er Hilmar
Baldursson. Guðmundur segir að
þegar rannsókn málsins verði lok-
ið og niðurstaða fæst þá muni hann
sækja menn til saka fyrir aðdróttanir
og meiðyrði. Bendir hann á að hann
hafi verið kallaður djöfull í manns-
mynd og þaðan af verra.
Guðmundur segist fyrirgefa
þeim sem ásækja hann sem harð-
ast. Hann segist ekki taka umræð-
una svo mikið inn á sig en hún bitni
þó verr á fjölskyldu hans og að-
standendum. Fjölskyldan stendur
með honum eins og klettur, að hans
sögn.
Hótað öllu illu
Fjölskylda Guðmundar og hann
sjálfur hefur orðið fyrir miklu ónæði
vegna fólks sem telur sig eiga eitt-
hvað sökótt við hann. Hann sýnir
blaðamanni smáskilaboð sem hann
fékk en þau eru eftirfarandi: „Manst
tönn fyrir tönn, auga fyrir auga?
Verst að þú hefur bara tvö augu
og fáar tennur eftir. En það ætti að
nægja. Þú munt enda í hjólastól.“
Skilaboðin eru hrollvekjandi en
aðeins hluti af því ónæði sem hann
verður fyrir. Hann segir að einhver
óprúttinn aðili hafi klippt á járn-
keðju sem lokaði af veginn að hús-
inu hans. Sá vegur er einkavegur.
Guðmundur segir athafnirnar samt
ekki hafa gengið lengra en það. Þær
eru í raun og veru bara ögranir eins
og hann orðar það.
Vill sem minnst segja
„Það hefur ekki reynst þörf á að
hneppa Guðmund í gæsluvarð-
hald,“ segir Jón Hrafnsson rann-
sóknarlögreglumaður sem rann-
sakar mál Guðmundar í Byrginu.
Aðspuður hvort Guðmundur hafi
spillt sönnunargögnum vill hann
sem minnst segja.
Hann segir rannsókn langt
komna en þegar er búið að taka
skýrslur af konunum sjö og öllum
starfsmönnum Byrgisins. Sjálfur
segist Jón ekki vera búinn að telja
saman hversu margir hafa verið
kallaðir til, en þeir skipta tugum.
Hann vildi ekki tjá sig um það
hvort eitthvað hafi fundist við upp-
gröftin í garðinum hjá Guðmundi í
Byrginu.
Guðmundur Jónsson
Valur GrEttisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
grunuðu guðmund um
að grafa sönnunargögn
„Í kjölfarið fór ég í yfirheyrslur
vegna sjöundu konunnar.“
Guðmundur
Vill bók um Byrgið
„Ég hef rætt við einn rithöfund
og beðið hann um að skrifa bók fyr-
ir mig,“ segir Guðmundur Jónsson í
Byrginu en hann hyggst gefa hana
út um næstu jól. Hann segir rithöf-
undinn enn að vera ákveða sig og
því óljóst hver muni skrifa bókina
enn sem komið er.
Sjálfur segir Guðmundur að það
sé af nóg að taka enda saga Byrgisins
og hans sjálfs einstaklega skrautleg.
Hann segir engan titil vera komna á
bókina enn sem komið er. Menn geta
þó leikið sér með hugmyndaflugið
enda margir góðir titlar möguleg-
ir. „Við þurfum örugglega að skrifa
þrjú bindi,“ segir Guðmundur hlæj-
andi og bendir á að kaflaskipti Byrg-
isins hafi verið ansi skörp. Þá má
nefna að heimilið var fyrst um sinn í
Hafnarfirði, svo Rockwille í Keflavík
og að lokum á Efri-Brú. Það er hins-
vegar búið að loka heimilinu í dag
vegna kynlífshneykslis og meintrar
fjármálaóreiðu.
Vill Guðmundur segja sína sögu
svo almenningur skilji hans sjónar-
mið og það sem hann hefur geng-
ið í gegnum. Sjálfur ber hann af sér
allar sakir þrátt fyrir opinská mynd-
bönd sem sýna hann annarsvegar í
kynlífsleikjum við stúlkuna Ólöfu
Ósk Erlendsdóttur og hinsvegar
símamyndband þar sem hann á að
hafa sýnt liminn á sér.
Guðmundur segist sjá sögu
Byrgisins frekar fyrir sér heldur en
það sem hann sjálfur hefur gengið
í gegnum undanfarið. Umræðan
um hann hefur verið afar opinská
en hann hefur borið af sér sakirnar
meðal annars í Kastljósi og á Stöð
tvö.
Málið er í rannsókn en enginn
rithöfundur hefur tekið að sér að
skrifa bók um Byrgið.
geðsjúkir
sendir í Byrgið
Guðmundur Jónsson í Byrg-
inu segir fólk með geðraskanir
ítrekað hafa verið sent í Byrgið
af Landspítalanum. Í einu tilfelli
hafi háaldraður maður verið
sendur þangað. Guðmundur
segist hafa sent hann þaðan á
elliheimili sem varð til þess að
hann hætti að drekka. Guðmud-
nur heldur því einnig fram að
hann hafi oft sent fólk til baka
á Landspítalann sem starfsfólk
Byrgisins gatekki annast vegna
alvarlegra geðkvilla. Landspít-
alinn hefur þó hafnað þessum
ásökunum og aldfrei sagst hafa
vísað fólki þangað, heldur að-
eins bent á úrræðið.
Guðmundur Jónsson Í
kunnulegri stellingu með
biblíuna í fanginu en hann
neitar að eitthvað hafi fundist
við uppgröft lögreglunnar í
garðinum hans.
miðvikudaginn 12. mars
Bjálkahúsið kyrrsett Heimili
guðmundar er haglega smíðað en
þangað flutti hann í ágúst síðastliðnum.
Guðmundur Jónsson Eignir hans
hafa verið kyrrsettar af efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra en mikil
skattarannsókn stendur yfir.
dV myndir Gúndi
Forsætisráðherra og þingmaður Samfylkingar tókust á:
Sagði svar ráðherra alveg út í hött
alþingi Kristján L. möller
þingmaður samfylkingar-
innar sagði að reglugerð
sem bannar fjármálafyrir-
tækjum að telja fram í
annarri mynt en krónum
tæknilegar hindranir í
viðskiptalífinu.
Hagsmunirnir
fara saman
Nauðsynlegt er að tryggja
að aðbúnaður og kjör erlendra
starfsmanna
séu ekki lakari
en aðbúnað-
ur og kjör Ís-
lendinga og er
það á sameig-
inlega ábyrgð
stjórnvalda og
stéttarfélaga
að standa vörð um það. Þetta
stendur í ályktun aðalfundar
Starfsmannafélags Reykjavík-
ur þar sem lögð er áhersla á að
hagsmunir erlends og innlends
verkafólks fari saman.
Fundarmenn lögðu mikla
áherslu á að erlent starfsfólk
gengi í stéttarfélög og nýtti sér
þjónustu þeirra. „Það er grund-
vallaratriði fyrir alla launþega að
ekki sé kvikað frá þeim kjörum
sem um hefur verið samið.“