Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Side 10
þriðjudagur 13. mars 200710 Fréttir DV Hans Blix, fyrrverandi vopnaeft- irlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, sakar Bandaríkjamenn um norna- veiðar í aðdraganda innrásarinnar í Írak í viðtali við bresku fréttastofuna Sky. Blix hefur gagnrýnt harðlega inn- rásina í Írak undir stjórn Bandaríkja- manna síðan hann og menn hans fundu ekki hrúgur af efnavopnum og lífrænum vopnum sem Bandaríkja- menn héldu statt og stöðugt fram að Saddam Hussein ætti. Blix sakar Bandaríkjamenn um að hafa stund- að „nornaveiðar“ því þeir hafi ekki verið að leita að sönnunargögnum, heldur frekar ástæðum til innrásar. Hann sagðist ekki í neinum vafa um að innrásin væri „greinilega ólög- leg“. Blair „ekki heiðarlegur“ Blix snýr sér síðan að Bretum og gagnrýnir forsætisráðherrann Blair fyrir að hafa ekki verið heiðarlegan í umgengni við sönnunargögn sem notuð voru til að réttlæta innrásina. „Þeir settu upphrópunarmerki í stað- inn fyrir spurningamerki,“ segir Blix. „Það voru spurningamerki þarna en þeir breyttu þeim yfir í upphrópun- armerki. Og ég held að þeir hafi feng- ið pólitíska refsingu fyrir þetta. Þeir töpuðu miklu trausti, bæði Bush og Blair.“ Blix bætti því við að það hefði hugsanlega komið í veg fyrir stríðið ef vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hefðu fengið að ljúka störf- um sínum. „Það hefðu ekki fundist nein vopn og þess vegna hefðum við getað svarað: „það eru fundust engin vopn á neinum af stöðunum sem þið hafið bent á“.“ Bush vill fleiri hermenn Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti á sunnudag að hann hygðist senda 4.400 hermenn til Íraks, til viðbótar við 21.500 manna liðsauka sem til- kynnt var um í janúar. Nýja viðbótin eru herlögreglumenn og stuðnings- lið til þess að hermennirnir geti unn- ið vinnuna sína, eins og Bush orðaði það. Blix hafði hins vegar mun meiri trú á því að styðja við bakið á Írökum, þeir hafi til að dreifa menntamönn- um og hæfileikafólki sem geti snúið stöðunni Írak í hag. Blix hefur ekki mikla trú á áframhaldandi hernaði í Írak: „ég sé ekki að Bandaríkjamenn muni ná árangri.“ herdis@dv.is Blix sakar Bandaríkjamenn um nornaveiðar Fyrrum vopnaeftirlitsmaður SÞ segir aðdraganda innrásarinnar í Írak óeðlilegan: Andstaðan við Robert Mugabe, forseta Simbabve fer vaxandi. Innanlands eru hún ekki lengur bundin við einstaklinga utan Zanu-flokks Mugabe heldur hafa margir samflokksmenn snúist gegn honum. Hann er nú sagður hafa misst tengsl- in við eigin flokksmenn rétt eins og hann missti tengslin við aðra landa sína. Stjórnarandstæð- ingar handteknir Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðu- flokksins MDC í Simbabve er talinn hafa særst þegar lögregla leysti upp fjöldafund stjórnarandstæðinga á sunnu- dag og handtók nokkra helstu andstæðinga Roberts Mugabe, forseta landsins. Stuðningsmenn Tsvangirai og lögfræðingar mannréttinda- samtaka í Simbabve hafa krafist tafarlausrar lausnar hans og ann- arra fanga. Óttast þeir að fangarn- ir séu í illa á sig komnir og margir þeirra séu illa særðir, þar á meðal Tsvangirai sjálfur sem sagður hafa hlotið slæm höfuðmeiðsl þegar hann var handtekinn og barinn af lögreglu. Meðal annarra fanga er Arthur Mutambara, leiðtogi klofningsflokks MDC, prest- ar og mannréttindafrömuðir. Fjöldafundurinn var skipu- lagður af sameiginlegum samtökum mannrétt- indafélaga, trúfélaga og stjórnarandstæð- inga í von um að styrkja tengslin milli þeirra í and- stöðunni við Mugabe, forseta. Mótmæli bönnuð Allir pólitískir fjöldafundir eru bannaðir í Simbabve og því var fundurinn skipulagður sem bæna- samkoma. Þrátt fyrir það var að- búnaður lögreglu mikill á svæðinu og götum að samkomusvæðinu lokað. Leitað í bílum sem fóru inn á svæðið. Óeirðarlögregla lét til skarar skríða um hádegisbilið gegn fundarmönnum og var einn þeirra skotinn. Fjöldi manna var hand- tekinn ásamt lykilfólki stjórnar- andstöðunnar. Köstuðu stuðnings- menn þeirra grjóti að Þrengir að roBert MugaBe Mugabe og Thatcher robert mugabe heimsótti margréti Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, skömmu eftir að hann varð forseti simbabve 1980. Hann var þá á leiðinni til júgóslavíu til að vera við útför Títós, sem réði lögum og lofum þar til dauðadægurs. lögreglunni í kjölfarið og kveiktu elda. Þetta eru önnur fjölmennu mótmæl- in gegn forsetanum á skömmum tíma þrátt fyrir bannið. Í viðtali við breska blaðið Guardian á laugardag sagði Tsvangirai að stuðningur við núver- andi stjórn landsins færi þverrandi og raddir um stjórnarskipti hefðu aldrei verið háværari. Hann sagði þess vegna mikilvægt að ný stjórnarskrá yrði samþykkt fyrir forsetakosning- arnar á næsta ári til að tryggja að þær yrðu opnar og sanngjarnar. Ætlar að sitja til níræðs Þrátt fyrir að vegur stjórnar- andstöðunnar sé að aukast og tök Mugabe á eigin flokki séu að minnka þá hyggst hann bjóða sig fram á næsta ári. Hafi hann sigur þá mun hann sitja til ársins 2014. Hann verður þá orðinn níutíu ára gamall en Mugabe tók við stjórnartaumun- um í landinum árið 1980. Fyrir skömmu reyndi Mugabe að fá flokksmenn sína til að sam- þykkja lög um að núverandi kjör- tímabil yrði framlengt um tvö ár en því var hafnað. Hefur andstaða við hann innan flokks hans, Zanu- flokksins farið vaxandi eins og af- greiðsla tillögunnar um lengingu Forsetinn mugabe sem hefur verið við völd í simbabve í 27 ár sést hér ávarpa fund sameinuðu þjóðanna. Framámenn í öðrum ríkjum hafa oft reynt að forðast hann. Frægt varð þegar jack straw, utanríkisráðherra Bretlands, tók í hönd mugabe og útskýrði eft- ir á að hann hefði ekki borið kennsl á mugabe sem sat í dimmu horni. Andstæðingar forsetans finnast víða þeirra á meðal þessir sem mótmæltu á götum Parísar árið 2003. Vegatálmar í Bagdad Íraskir hermenn halda uppi eftirliti á vegatálm- um. Borgin virtist friðsamlegri í gær eftir að 47 létust í sprengjuárásum á sunnudag. Hans Blix Fyrrverandi vopnaeftirlits- maður sþ er efins um árangur af stríðsrekstri í Írak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.