Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Side 12
neytendur þriðjudagur 13. mars 200712 Neytendur DV ToyoTa með yfirburðasTöðu 2320 bifreiðar hafa skipt um eigendur það sem af er ári, samkvæmt tölum Bílgreina- sambandsins. Líkt og síðustu ár hefur Toyota yfirburðarstöðu á markaðnum, en 520 bílar frá framleiðandanum hafa selst það sem af er ári. Í öðru sæti yfir mest seldu bíla ársins er Honda, með 178 selda bíla og Wolkswagen er þriðji mest seldi bíll ársins með 176 selda bíla. Bílasala hefur jafnframt dregist verulega saman á milli ára, því á sama tíma á síðasta ári höfðu 5334 bílar verið seldir. Þekktu rétt þinn Í 57. grein laga frá 2005 segir að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu eða aðra sölu, þar sem vörur eru boðnar á lækkuðu verði, nema því aðeins að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. þá er einnig kveðið skýrt á um það að verðmerkingin þurfi greinilega að sýna upprunalegt verð vörunnar. Ísland.is Ísland.is er nýr upplýsinga- og þjónustuvefur fyrir almenning með heildstæðum upplýsingum um þjónustu ríkis og sveitarfé- laga. Vefsíðunni er ætlað að auð- velda aðgengi almennings að opinberri þjónustu og á henni geta neytendur kynnt sér reglur og réttindi um viðskipti, auk þess sem á síðunni eru tenglar á alla helstu aðila sem sinna neyt- endamálum og við hvaða tilefni fólk getur leitað til þeirra. Ókeypis lög- fræðiráðgjöf Lögmannavakt- in er ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrir almenn- ing á vegum Lögmannafélags Íslands. �é- lagið veitir þjónustuna alla þriðjudagseftirmiðdaga og íbúar höfuðborgarsvæðisins koma á skrifstofu félagsins en íbúar landsbyggðar geta fengið aðstoð símleiðis. Markmið starfseminn- ar er að mæta þörf almennings fyrir upplýsingar um réttarstöðu í nútímaþjóðfélagi, eftir því sem segir á vef Lögmannafélagsins. Lögmannstofan Opus lögmenn bjóða upp á sólarhrings lögfræðiþjónustu og skuldbinda lögmenn stofunar sig til þess að vinna minnst fimmtíu klukkustundir á ári án þóknunar. maTvöruverslanir sTanda sig vel Hagstofa Íslands birti í gær fyrstu mælingar sínar á vísitölu neyslu- verðs eftir að breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vöru- gjöld tóku gildi þann 1. mars. Verðbólga mældist 5,9% í mars og lækkaði vísitala neysluverðs um 0,34% frá síðasta mánuði. Samkvæmt Hagstofunni hafði lækkun á matvörum mest áhrif á lækkun vísitölunar, en liðurinn lækkaði um 7,4% frá því í febrúar og telur Hagstofan lækkunina hafa skilað sér vel. Lögmannsstofan Opus lögmenn tók til starfa 1. desember síðast- liðinn. Opus lögmenn bjóða, fyrst allra lögmannastofa hér á landi, upp á sólarhringsþjónustu fyrir viðskiptamenn sína, ásamt mögu- leika á fimmtíu klukkustunda lög- fræðiþjónustu á ári án þóknunar. Grímur Sigurðarson héraðs- dómslögmaður segir þörf hafa verið á sólarhrings lögfræðiþjón- ustu hér á landi, en slík þjónusta er vel þekkt víða erlendis. „Þessi þjónusta er ætluð bæði viðskipta- mönnum okkar og fólki sem er ekki þegar í viðskiptum hjá okkur, en hefur áhuga á að fá fyrstu ráðgjöf í gegnum síma, áður en það tekur einhverjar ákvarðanir. Með þessu erum við að mæta þörf á markaði sem er að verða alþjóðavæddari, ásamt því að fólk er í störfum á öll- um tímum sólarhringsins,“ segir Grímur. Fólk vill geta náð í lögmenn Grímur segist hafa heyrt óánægju- raddir frá fólki sem á erfitt með að ná í lögmenn sína og því tók stofan upp á því að hafa lögmenn sína á bakvöktum alla daga ársins. „Þetta er hugsað sem fyrsta þjónusta, ef fólk lendir aðstöðu þar sem það þarf álit lögfræðings á því hvernig það á að bregðast við atburðum, við hvern það á að hafa samband og hvernig á að trygga sig í sönn- un.“ Hann segir meininguna ekki vera að nývaknaðir lögmenn stof- unar muni veita ítarlega lögfræði- þjónustu, heldur almenna ráðgjöf á fyrstu skrefum málsins. „Þó svo að við séum tiltölulega nýbyrjaðir að veita þessa þjónustu, þá hefur hún gefist vel og fólk er mjög ánægt með þetta fyrirkomulag.“ Þjónusta án þóknunar Önnur nýjung í lögfræðiþjónustu hér á landi er að lögmenn stofun- ar skuldbinda sig til þess að sinna að minnsta kosti 50 klukkustunda vinnu á ári, í þágu einstaklinga sem hafa ekki efni á því að ráða til sín lögfræðing. „�ólk þarf að uppfylla þau skil- yrði að efnahagurinn sé sannarlega þannig að það hafi ekki efni á því að ráða til sín lögfræðing. Þá er litið til síðasta tekjuárs og ef fólk var með tekjur undir tveimur milljónum á árinu, þá á það möguleika á því að fá þessa þjónustu. Þá er einnig litið til eigna- og skuldastöðu.“ Þjónusta án þóknunar eða pro- bono eins og hún er gjarnan köll- uð, hefur fest sig vel í sessi í Banda- ríkjunum, Bretlandi og mörgum ríkjum Evrópusambandsins. Grím- ur segir að í kringum þjónustuna hafa myndast venjur og hefðir. „Við viljum gera þetta með svipuðum hætti og hefur verið gert í þessum löndum. Grímur segir ekkert hanga á spýtunni í tenglsum við ókeyp- is þjónustu stofunnar. „Þetta eru ekki skaðabótamál eða önnur mál þar sem hægt er að fá þóknun með öðrum hætti. Þjónustan snýst ekki um að vinna fyrir fólk sem fær greitt fyrir lögfræðiþjónustu hjá tryggingafélagi eða hinu opinbera. Þetta eru mál þar sem að fólk getur hvergi fengið greitt fyrir lögfræði- þjónustuna og heldur ekki úr eigin vasa. Þetta eru mál sem fara bæði fyrir.“ Dæmi um slík mál, nefnir hann fólk sem þarf að kjást við félags- málayfirvöld, eða útlendingastofn- un. „Þetta er okkar leið til þess að sýna samfélagslega ábyrgð.“ Samkvæmt verðsamanburði Póst- og �jarskiptastofnunar fyrir mars er lítill munur á farsímaverðskrám stóru símafélagana, Vodafone og Símans. Hjá Símanum eru fjórar áskrifarleiðir, Góður, Betri, Best- ur og Langbestur. Upphafsgjald í öllum áskriftarleiðum Símans er 3,50 krónur. Þegar hringt er á milli farsíma Símans er mín- útugjaldið frá 10 krónum og upp í 11,50 krónur. Þeg- ar hringt er úr farsíma hjá öðru fyrirtæki kostar það frá 21 krónum og upp í 23 krónur hjá Símanum og það sama á við um þegar hringt er í heimasíma hjá öllum fyrirtækj- um. Þegar hringt er í Símaskrá er mínútugjaldið á dagtaxta í öll- um áskriftarleiðum 48 krónur hjá Símanum. Þá kostar 10 krónur að senda sms skilaboð í öllum leið- um. Hjá Vodafone eru einnig fjórar áskriftarleiðir, auk frelsis eru, GSM 1 vinur, GSM 2 vinir, Simply og Einn sími. Upphafsgjald hjá Voda- fone er á bilinu 3,40 krónum til 4,90 króna. Þegar hringt er í farsíma innan Vodafone er ódýrasta mín- útugjaldið 10,90 krónur en dýrasta mínútugjaldið 17,70 krónur. Þeg- ar hringt er í farsíma hjá öðru fyrirtæki er mínútugjaldið frá 15.50 krónum. Athygli vekur að með áskrifarleiðinni Einn sími hjá Vodafone kostar 1,70 krónur að hringja í alla heima- síma samanborið við 21 krónu í sambærilegri ákriftarleið hjá Sím- anum. Þá kostar 10,70 krónur að senda sms skilaboð í öllum áskrift- arleiðum Vodafone. Litlu munar í farsímaverðskrá Vodafone og Símans: Stóru fyrirtækin með svipað gjald þjónusta í fimmtíu tíma án þóknunar Valgeir Örn ragnarSSOn blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is OpuS lÖgmenn Bjóða upp á sólar- hringsþjónustu. grímur sigurðarson segir stofuna vilja sýna samfélagslega ábyrgð. VOdaFOne hjá fyrirtækinu kostar 1,70 krónur að hringja í alla heimasíma í simply áskriftarleiðinni. Síminn verðskrá símans og Vodafone er að mestu leyti svipuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.