Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 17
DV Sport þriðjudagur 13. mars 2007 17
ÍÞRÓTTAMOLAR
Neitaði að spila með materazzi
Í kvöld verður sérstakur leikur milli
manchester united og Evrópuúrvals-
ins í tilefni þess að
fimmtíu ár eru
síðan united tók
fyrst þátt í
Evrópukeppni.
marcello Lippi sér
um að velja
leikmannahóp
Evrópuúrvalsins
en meðal
leikmanna sem
þar spila er marco materazzi. Lippi
bauð Zinedine Zidane að taka þátt í
leiknum en sá franski neitaði því að
spila með materazzi. Eins og flestir vita
þá skallaði Zidane ítalska varnarmann-
inn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins
síðasta sumar og fékk að líta rautt
spjald.
sterkt lið evrópuúrvalsiNs
Leikmannahópur Evrópuúrvalsins er
ekki af verri endanum fyrir leikinn
gegn manchester
united í kvöld.
markverðir eru
Oliver Kahn,
grégory Coupet
og iker Casillas.
Varnarmenn eru
Paolo maldini,
jamie Carragher,
Eric abidal, Lilan
Thuram, Carles
Puyol, marco materazzi og Fabio
grosso. miðjumenn eru gianluca
Zambrotta, steven gerrard, juninho
Pernambucano, Florent malouda, Luis
miguel, gennaro gattuso og andrea
Pirlo. sóknarmenn eru ronaldinho,
ronaldo, alessandro mancini, Zlatan
ibrahimovic og Henrik Larsson.
Leikurinn verður í beinni á sýn og
hefst útsending klukkan 19:30.
tveir framleNgja við ÍBv
Fyrirliði ÍBV, Páll þorvaldur Hjarðar,
hefur framlengt samning sinn við
félagið til næstu
tveggja ára. það
eru mikil
gleðitíðindi fyrir
Eyjamenn að þessi
sterki varnarmaður
verður enn í þeirra
herbúðum en ÍBV féll úr
Landsbankadeildinni á
síðasta ári. þá hefur Bjarni rúnar
Einarsson einnig samið við ÍBV til
tveggja ára. Hinsvegar er ljóst að
bandaríski varnarmaðurinn mark
schulte er á förum frá liðinu.
Dregið Í eNska BikarNum
dregið var í gær í undanúrslit í Enska
bikarnum sem er elsta og virtasta
bikarkeppni í
heimi. Blackburn
mætir annað
hvort Chelsea
eða Tottenham
og Watford mætir
sigurvegaranum
úr viðureign
middlesbrough
og manchester
united. drauma
úrslitaleikur á nýjum og rándýrum
Wembley velli á milli Chelsea og man
utd er því enn möguleiki en robbie
savage leikmaður Blackburn sagði að
sínir menn væru sýnd veiði en ekki
gefinn. „allir vilja sjá Chelsea og man
utd í úrslitum en það er okkar að sjá til
að það gerist ekki.“
ekki sáttur
steve mcClaren var ekki sáttur eftir
bikarhelgina. Hann sá tvo leiki, Chelsea
- Tottenham og
middlesbrough -
man utd. Báðir
leikirnir enduðu
með jafntefli og
verða allt að því 14
enskir leikmenn
að spila skömmu
fyrir mikilvægan
landsleik Englands
við Ísrael og
andorra 24. mars.
thomas fékk NýjaN samNiNg
Thomas fram-
lengdi í gær
samning sinn við
Knicks í níu
mánuðum eftir að
forráðarmenn
liðsins sögðu við
hann „annað
hvort bætir liðið
sig, eða þú missir
vinnuna.“.
Terence Brown, fyrrum stjórnar-
formaður West Ham, hefur neitað
ásökunum um að vera gráðugur eftir
að fregnir þess efnis að honum hafi
verið boðnar milljónir punda í laun
og bónusa þegar samningaviðræð-
ur stóðu yfir við íranska kaupsýslu-
manninn Kia Joorabchian.
Brown og Peter Aldridge, stjórnar-
maður West Ham á þessum tíma, var
boðið 9,3 milljónir punda fyrir að sitja
áfram í stjórn félagsins ef Joorabchi-
an hefði keypt félagið. Til þess kom
þó ekki eins og flestum ætti að vera
kunnugt um, því Eggert �agn�sson
og Björgólfur Guðmundsson keyptu
West Ham stuttu síðar.
Brown segir hins vegar að hann
hafi verið fljótur að hafna tilboði
Joorabchians. „�ér finnst þetta ekki
vera græðgi. Hafið í huga að þetta var
ekki leynilegt tilboð, öll stjórnin og
allir hluthafar vissu af þessu,“ sagði
Brown.
„Tilboðið kom inn á borð til mín
en stjórninni og hluthöfum fannst
eitthvað bogið við það. Ég fékk þetta
tilboð en neitaði því strax. Þetta kom
aldrei til greina af því að ég vildi ekki
peningana. Ef ég hefði viljað tilboð-
ið þá hefði ég lagt það fyrir hluthafa.
Okkar skylda er að auka fjármagn til
hluthafa og þetta var allt saman lög-
legt,“ bætti Brown við.
Aldridge neitaði einnig ásökun-
um um að hafa gert nokkuð rangt
og sagði að umræður hafi allar ver-
ið á borðinu. „Snemma á samninga-
ferlinu var stjórninni og hluthöf-
um kunnugt um þessar viðræður
milli talsmanna Joorabchian, Terry
og mín.Já það voru miklir peningar
í spilunum en hvort hægt sé að tala
um græðgi er annarra að dæma. Við
gerðum klárlega ekkert rangt í þessu
máli,“ sagði Aldridge.
Rannsókn stendur n� yfir um
kaup West Ham á Argentínumönn-
unum Javier �ascherano og Carlos
Tevez. Ef í ljós kemur að um ólögleg
viðskipti hafi verið að ræða gæti svo
farið að stig verði tekin af West ham í
kjölfarið. dagur@dv.is
Fyrrum stjórnarformaður West Ham, terence Brown, var boðið 9,3 milljónir punda
frá kia joorabchian fyrir að vera áfram stjórnarformaður félagsins.
Brown neitar fregnum um græðgi
stjórnarskiptin Terence Brown er hér
ásamt Eggerti magnússyni skömmu eftir
að stjórnarskiptin gengu í gegn.
S
töðva þurfti bikar�rslita-
leik karla í handbolta á
laugardag eftir að Patrek-
ur Jóhannesson, leikmað-
ur Stjörnunnar, og Brjánn
Brjánsson, varnarmaður
Fram lentu saman. Það
opnuðust skurðir á höfði þeirra
beggja og blóð lak á gólf Laugar-
dalshallarinnar. Atvikið leit mjög
illa �t en báðir leikmenn gátu þó
sn�ið aftur til leiks, þökk sé Brynj-
ólfi Jónssyni sem er læknir íslenska
handboltalandsliðsins.
„Þetta voru stór sár og heilmikið
mál að deyfa og gera að þessu. Ég var
n� ekki alveg viss um að þeir gætu
sn�ið aftur á völlinn en það tókst.
Þetta leit ekki vel �t. �eð þessum
græjum sem ég hafði á staðnum var
hægt að stöðva þessar blæðingar og
sauma sárin saman. Ég vissi ekki að
Brjánn hefði meitt sig svona mikið
því ég sá bara að það blæddi mik-
ið �r Patta. Brjánn fékk mjög stór-
an skurð á hökuna og það þurfti
að sauma um sjö spor í hana. Þetta
var mjög dj�pt hjá báðum og þar
að auki fékk Patti höfuðhögg og var
vankaður,“ sagði Brynjólfur.
„Einar Þorvarðarson var b�inn
að hafa samband við mig og biðja
mig að vera til taks á þessum leik.
HSÍ hefur það sem reglu að hafa
lækni á sem flestum leikjum og þar
sem ég var í bænum og ekki í vinnu
þá mætti ég með mína læknatösku.
Ég geri það oft á Evrópuleikjum og
fleiri leikjum. Reyndar var ég n� að
vonast til að þurfa ekki að gera neitt
og geta bara horft á leikinn,“ sagði
Brynjólfur sem hefur starfað fyr-
ir Handknattleikssambandið í um
sautján ár.
„Ég hef verið í þessu síðan 1990.
Ég hef reyndar ekki farið allar ferð-
ir þar sem maður kemst stundum
ekki. Síðustu ár hef ég þó náð að
fara í langflestar ferðir en það er
ekki slæmt að geta fengið einhverja
sér til aðstoðar,“ sagði Brynjólfur. En
hvernig kom það til að hann fór að
starfa fyrir HSÍ?
„Ég var b�inn að vera lækn-
ir íþróttaliða í Svíþjóð í átta ár. Ég
starfaði hjá handbolta-, íshokkí- og
fótboltaliðum. Svo æxlaðist þetta
þannig að ég fór að vinna með Þor-
bergi Aðalsteinssyni þarna �ti og
var í nokkur ár læknir liðs sem hann
var að stjórna. Svo fórum við heim
til Íslands á sama tíma og hann tók
við landsliðinu, þá lá beinast við að
ég tæki við sem læknir liðsins. Það
voru ákveðin umskipti einmitt í
gangi þá og margir að hætta,“ sagði
Brynjólfur.
Hann segir að mikill munur hafi
verið á því að starfa í Svíþjóð og að
vinna hjá íþróttaliðum hér á landi.
„Þetta voru mestmegnis hálf-at-
vinnumenn sem ég vann með í Sví-
þjóð. Þeir unnu ekkert eftir hádegi
daginn sem þeir voru að fara að
spila og oft voru löng ferðalög þar
sem liðið var mætt daginn fyrir leik.
Þar var læknirinn á föstum laun-
um en það myndi aldrei ganga hér
á Íslandi,“ sagði Brynjólfur en hann
telur að mörg íþróttalið hér á landi
gætu bætt sig varðandi sj�kraþjálf-
un. „Þetta er alveg upp og ofan. Víða
er vel staðið að þessu en annarstað-
ar er þetta í hálfgerðum molum.“
Brynjólfur hefur í starfi sínu hl�ð
að mörgum af bestu handbolta-
mönnum landsins, en segir þó að
víða sé pottur brotinn. „Þessir sem
eru í Þýskalandi fá margir hverjir
ekki alltaf þá meðhöndlun sem þeir
vilja vegna tryggingamála. Þýsku
félögin eru oft ekki hrifin af því að
leikmenn gangist undir stærri að-
gerðir á Íslandi og tryggingafélög-
in taka oft ákvörðun um þetta. Þau
hafa ákveðin sj�krah�s sem þau
eru samningsbundin og þegar leik-
menn meiðast fara þeir þangað,“
sagði Brynjólfur.
Hann hefur átt margar skemmti-
legar stundir með íslenska landslið-
inu en mótin þar sem liðinu gengur
best standa upp �r. „Þar get ég nefnt
E� í Svíþjóð og svo H� í Þýska-
landi n�na í jan�ar. Einnig Ólymp-
íuleikarnir í Barcelona, það var
ákaflega gaman þar,“ sagði Brynj-
ólfur. Stutt er milli leikja á stórmót-
um í handbolta og því mikið að gera
hjá honum í þeim. „Í Sviss var mikið
um slys en á síðasta móti var meira
um veikindi. Það er oft mikið vesen
í kringum veikindin en slysamálin
eru samt verst.“
Brynjólfur segist alltaf hafa ver-
ið íþróttaáhugamaður og segir
mjög skemmtilegt að geta bland-
að saman áhugamálum sínum og
atvinnu. „�aður getur ekki sinnt
öllu sem maður vill og leiðinlegt
að hafa ekki meiri tíma í þetta. Sér-
staklega hérna heima. Ég hef reynt
að takmarka mig enda vinn ég líka
á spítala og vinn mikið á vöktum.
Það fer að verða erfiðara og erfið-
ara að fá frí, maður getur ekki far-
ið í burtu í þrjár vikur hvað eftir
annað. Eins og n�na þá er íslenska
landsliðið hátt skrifað og mörg mót
sem þarf að fara á,“ sagði Brynjólf-
ur Jónsson.
elvargeir@dv.is
áhugAMáLi
Og ATvinnu
BLAndAR sAMAn
Læknirinn Brynjólfur jónsson hefur
starfað fyrir HSÍ í um sautján ár. Á
bikarúrslitaleik karla síðasta laugar-
dag þurfti hann að hlúa að þeim pat-
reki jóhannessyni og Brjáni Brjáns-
syni eftir að þeir lentu í samstuði.
„Ég var búinn að
vera læknir íþróttaliða
í Svíþjóð í átta ár.
Ég starfaði hjá hand-
bolta-, íshokkí- og fót-
boltaliðum.“