Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Síða 18
þriðjudagur 13. mars 200718 Sport DV
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann auðveldan sigur á Portúgölum í gær 5-1 á Algarve Cup. Margrét
Lára Viðarsdóttir skoraði síðasta mark Íslands og er því orðin markahæst Íslenskra kvenna.
Margrét markahæst frá upphafi
Algarve Cup er sterkt mót þar
sem saman koma bestu kvenna
þjóðir heims og leiða saman hesta
sína. Íslenska kvennalandsliðið tek-
ur þátt í mótinu í fjarveru Wales og
hafði það leikið þrjá leiki fyrir leikinn
gegn Portúgal í gær. Það hafði tapað
viðureing sinni gegn Ítölum 2-1, gert
jafntefli við Íra 1-1 en nú kom kær-
kominn sigur og hann var stór eða 5-
1 og er þetta fyrsti sigur liðsins undir
stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar
og Guðna Kjartanssonar.
Hólmfríður Magnúsdóttir, sem
snéri heim í KR í haust eftir stutta
dvöl í Danmörku, skoraði þrennu í
gær. Katrín Jónsdóttir skoraði eitt og
Margrét Lára skoraði síðasta mark-
ið og þar með komst hún upp fyr-
ir Ásthildi Helgadóttur sem marka-
hæsti leikmaður kvennalandsliðsins
frá upphafi. Margrét hefur nú skorað
23 mörk í aðeins 29 leikjum sem er
frábær árangur hjá þessari tvítugu
stelpu. Margrét snéri aftur til Íslands
eftir heldur misheppnaða dvöl hjá
þýska stórliðinu Duisburg. Margrét
kemur til með að spila með Valskon-
um í sumar en hún bætti markamet-
ið síðastliðið sumar í Landsbanka-
deild kvenna.
Þess má geta að Katrín Jónsdótt-
ir, sem er fyrirliði íslenska liðsins á
mótinu, lék sinn sextugasta lands-
leik í gær. Íslenska liðið byrjaði af
krafti og skoraði Katrín fyrsta mark
leiksins með skalla eftir hornspyrnu
en Hólmfríður Magnúsdóttir hafði
skömmu áður komist nálægt því
að brjóta ísinn þegar hún átti skot
í stöngina. Eftir markið vöknuðu
portúgölsku stelpurnar af værum
blundi og náðu að komast meira inn
í leikinn. Eftir rúman hálftíma leik
jöfnuðu þær með fallegu langskoti.
Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en
íslenska liðið mætti ákveðið til leiks
í síðari hálfleik og réði lögum og lof-
um gegn heimastúlkum. Hólmfríður
slapp ein innfyrir en markvörðurinn
sá við henni í upphafi seinni hálf-
leiks og tveimur mínútum seinna
átti Edda Garðarsdóttir hörkuskot
úr aukaspyrnu sem hafnaði í þversl-
ánni. Á 58. mínútu skoraði Hólmfríð-
ur sem að skoraði af yfirvegun og var
hún svo aftur á ferðinni á 78. mín-
útu þegar hún lék á vörn Portúgala
og markmanninn einnig og renndi
boltanum í netið.
Hólmfríður fullkomnaði svo
þrennu sína í leiknum með glæsi-
legu skoti eftir frábæra sendingu frá
Katrínu Ómarsdóttur. Undir blá-
lokin komst Dóra María Lárusdóttir
ein innfyrir en í stað þess að skjóta,
renndi hún boltanum á Margréti
Láru Viðarsdóttur sem að skoraði
auðveldlega. Örfáum sekúndum
síðar flautaði indverski dómarinn til
leiksloka og öruggur sigur staðreynd.
benni@dv.is
Markahæst frá upphafi margrét Lára
Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður
íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi.
Golden State stöðvaði í nótt sigur-
göngu Dallas í NBA deildinni í körfu-
bolta þegar liðin mættust á heima-
velli Golden State. Þar með lauk
sautján leikja sigurgöngu Dallas liðs-
ins sem þegar hefur tryggt sér sæti í
úrslitakeppninni.
Lokatölur í leiknum urðu 117-
100. Staðan eftir þriðja leikhluta var
98-69 fyrir Golden State. Varamaður-
inn Mickael Pietrus var stigahæstur í
liði heimamanna með 20 stig og þeir
Jason Richardson, Al Harrington,
Stephen Jackson og Andris Biedrins
skoruðu allir 16 stig hver fyrir Gold-
en State. Jason Terry og Devin Harris
voru stigahæstir í liði Dallas með 16
stig hvor.
Don Nelson, þjálfari Golden State
og fyrrum þjálfari Dallas, hefur þar
með unnið báða leiki sína gegn Dall-
as á þessari leiktíð. Dallas er fyrsta
liðið í sögunni sem þrisvar sinn-
um nær að vinna 12 leiki eða fleiri á
einu tímabili. Dallas mætir Phoenix í
næsta leik á miðvikudaginn.
Barbosa með frábæran leik
Phoenix Suns lagði Houston Rock-
ets á heimavelli sínum í nótt, 103-82.
Varamaðurinn Leandro Barbosa var
stigahæstur í liði heimamanna með
32 stig, Boris Diaw skoraði 15 og
Shaun Marion skoraði 14 stig og hirti
15 fráköst.
Yao Ming náði ekki að fylgja eft-
ir góðum leik sínum gegn Orlando
þar sem hann skoraði 37 stig. Ming
skoraði eingöngu 10 stig á þeim rúma
hálftíma sem hann var inn á vellin-
um. Tracy McGrady var stigahæstur í
liði Houston með 19 stig.
McGrady átti vart orð til að lýsa
aðdáun sinni á Leandro Barbosa eft-
ir leikinn. „Ég hef aldrei séð neinn
eins fljótan og þennan strák. Hann
er ótrúlegur. Hann er eins og Speedy
Gonzalez á vellinum. Hann er að
spila frábærlega þessa dagana,“ sagði
McGrady um Barbosa.
„Ég reyni bara að hafa gaman af
þessu og gera mitt besta í hverjum
leik, reyni að láta kerfin ganga upp. Ég
hef lært mikið af Nash og þjálfararnir
hafa mikla trú á mér. Ég held að það
sé lykilinn að þessu hjá mér,“ sagði
Barbosa eftir leikinn.
Loksins sigrar New Jersey
New Jersey Nets batt enda á fimm
leikja taphrinu sína í nótt þegar liðið
heimsótti Memphis Grizzlies, neðsta
lið deildarinnar. Lokatölur urðu 113-
102.
Vince Carter fór fyrir sínum mönn-
um í New Jersey, skoraði 30 stig og
hirti tíu fráköst. Hjá Memphis skor-
aði Pau Gasol mest eða 19 stig og þeir
Rudy Gay og Chucky Atkins 17 stig
hvor.
„Vonandi náum við að bjarga þess-
ari útileikjahrinu. Hver sigur er mik-
ilvægur, nú þegar 17 eða 18 leikir eru
eftir,“ sagði Jason Kidd, leikmaður
New Jersey, sem gaf tólf stoðsending-
ar í leiknum.
„Það er gott að vinna á nýjan leik.
Mér fannst Vince leika ótrúlega vel og
Mikki var góður líka,“ sagði Lawrence
Frank, þjálfari New Jersey, en Mikki
Moore skoraði 24 stig fyrir New Jer-
sey.
Charlotte lagði Orlando
Charlotte Bobcats vann góðan
heimasigur á Orlando Magic í nótt,
119-108, þar sem Derek Anderson
var stigahæstur heimamanna með 24
stig, auk þess sem hann gaf 10 stoð-
sendingar í leiknum.
„Það var kominn tími til að ég gerði
eitthvað fyrir liðið. Þetta var erfitt eft-
ir allt sem ég hef gengið í gegnum. Ég
reyni bara að vera jákvæður og ná að
vinna 26 leiki, sem yrði betra en við
gerðum á síðustu leiktíð,“ sagði Prim-
oz Brezec, leikmaður Charlotte, sem
missti af 21 leik á leiktíðinni vegna
veikinda og bak meiðsla.
dagur@dv.is
NBANBA
NBA-úrslit
næturinnar
Charlotte - Orlando 119-108
milwaukee - Toronto 93-108
memphis - New jersey 102-113
Phoenix - Houston 103-82
golden state - dallas 117-100
sTAÐAN
U T
Austurdeildin
1. detroit 39 22
2. Cleveland 38 25
3. Washington 34 28
4. Toronto 35 29
5. Chicago 37 28
6. miami 33 29
7. indiana 29 33
8. New York 29 34
9. New jersey 29 35
10. Orlando 29 36
11. Philadelphia 25 38
12. atlanta 25 39
13. milwaukee 23 41
14. Charlotte 23 41
15. Boston 18 44
U T
Vesturdeildin
1. dallas 52 10
2. Phoenix 49 14
3. san antonio 45 18
4. utah 43 19
5. Houston 39 25
6. L.a. Lakers 33 31
7. denver 30 31
8. L.a. Clippers 29 33
9. sacramento 28 34
10. golden state 30 36
11. New Orleans 28 35
12. minnesota 27 35
13. Portland 26 36
14. seattle 25 38
15. memphis 16 49
GoldeN StAte
StöðvAði dAllAS
Dallas Mavericks tapaði í nótt
fyrir Golden State Warriors í
NBA deildinni í körfubolta.
Dallas hafði unnið sautján leiki
í röð fram að leiknum í nótt.
24 stig í hús Varamaðurinn derek
anderson skoraði 24 stig í 119-108 sigri
Charlotte á Orlando.
Frábær leikur Leandro Barbosa átti
frábæran leik þegar Phoenix lagði
Houston af velli.
Loksins sigur Vince Carter
fór fyrir liði New jersey sem
batt enda á fimm leikja
taphrinu í nótt.