Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Page 20
Menning
þriðjudagur 13. mars 200720 Menning DV
Oh, Lucky Man
Kvikmyndin Oh, Lucky Man
verður sýnd klukkan átta í kvöld
í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Mynd-
in er sú þriðja og jafnframt síð-
asta sem Hilmar Oddsson kvik-
myndaleikstjóri velur á dagskrá
Kvikmyndasafnsins. Myndin er
frá 1973 og er háðsádeila á efn-
ishyggju. Leikstjóri er Lindsey
Anderson og aðalhlutverk eru
í höndum Malcolm McDowell,
Ralph Richardson og Helen
Mirren. Tónlistin í myndinni
er eftir Alan Price en hann var
í hljómsveitinni The Animals,
sem var mjög vinsæl á sínum
tíma. Myndin er á ensku með
sænskum texta.
Skáldaspírukvöld
Skáldaspírukvöld Eymundsson, verður haldið í kvöld kl. 20 í verslun Eymunds-
son í Austurstræti. Þar les Sigurður Skúlason leikari upp úr bókum Richard
Brautigan, í þýðingu Gyrðis Elíassonar og Harðar Kristjánssonar. Einnig verður
þar fjallað um skáldið og rætt um áhrif þess á skáldskap og samtímann.
Dagskrá fjórðu Blúshátíðarinnar
í Reykjavík er fjölbreytt að vanda
og fram kemur mikill fjöldi inn-
lendra og erlendra blústónlistar-
manna. Meðal þeirra er Ronnie Ba-
ker Brooks, eitt skærasta ungstirnið
í bandaríska blúsheiminum, sem
kemur hingað með eigin hljómsveit.
Þá má einnig nefna Chicago-dívuna
Zora Young, en hún var ein af stjörn-
um Blúshátíðarinnar í fyrra. Þess
má geta að þau eru bæði tilnefnd til
alþjóðlegu Blues Foundation verð-
launanna í ár.
Íslenskir blúsarar verða fjölmarg-
ir en rík áhersla er einnig lögð á að
kynna unga og upprennandi blús-
menn á hátíðinni.
Halldór Bragason, listrænn
stjórnandi hátíðarinnar og einn
stofnenda, hefur í bráðum 20 ár
unnið markvisst að því að stuðla að
vexti og viðgangi blúsmenningar-
innar hérlendis, nú síðast með til-
raunaverkefni um blús í framhalds-
skólum ásamt KK.
„Það er náttúrulega
sprengja í blúsnum,“
segir Halldór.
„Það er mikið af
ungum böndum að
spila og mikil gróska,
sem við viljum koma
á framfæri á hátíð-
inni með því að bjóða
þeim að spila.“
En hátíðin ein-
skorðast ekki við
Reykjavík því dagskrá
hátíðarinnar í
fyrra er orðin út-
flutningsvara.
„Við settum saman dagskrá
með þremur dívum og Vinum
Dóra, sem við erum að fara
með á blúshátíðina í Niðar-
ósi í apríl, förum svo með Zora
Young til Danmerkur. Við erum
að spila þarna sem aðalnúmer í
rauninni,“ segir hann.
Blúshátíð í Reykjavík verður haldin 3.-6. apríl næstkomandi:
Mikil gróska í íslenskum blús
Halldór Bragason
starfar ötullega
að vexti og
viðgangi blús-
menningar-
innar á Íslandi
og víðar.
Í vetur hafa sérfræðingar Þjóð-
minjasafnsins leitt gesti um safn-
ið og kynnt fyrir þeim ýmsa gripi
sem þar eru sýndir. Leiðsagnirnar
hafa mælst vel fyrir og aðsókn verið
mjög góð. Slíkar leiðsagnir fara fram
annan hvern þriðjudag hvers mán-
aðar og eru viðfangsefni þeirra afar
fjölbreytt. Sem dæmi má nefna silf-
ur og búningaskart, sjávarhætti, hí-
býlahætti í torfbæjum, forvörslu og
margt fleira. Á heimasíðu Þjóðminja-
safns Íslands segir að þegar kemur
fram yfir siðaskipti fjölgi varðveitt-
um gripum og alþýðumenning og
listsköpun þjóðarinnar verði sýni-
legri. „Mikið er til af textílum og út-
skornum munum. Þar á meðal eru
kistlar, skápar og rúmfjalir og einnig
má nefna skart og silfurgripi úr eigu
heldra fólks. Þessir gripir hafa allir
gengið manna á milli og varðveist
hjá eigendum sínum þangað til þeir
komust á söfn“.
Í dag leiðir Hrefna Róbertsdótt-
ir, sviðsstjóri rannsókna- og varð-
veislusviðs, gesti í allan sannleika
um „Vinnu og veruleika á 17. og
18. öld“. Hrefna fjallar um safngripi
sem sýna ýmsar hliðar mannlífsins,
tengjast bæði verkmenningu, versl-
un, menningu, kirkjulífi og stjórn-
sýslu og skoðar í leiðsögninni hvaða
sýn þeir gefa á íslenskt samfélag
þessara alda.
Fjölbreytt sýning
Hrefna segir grunn-
sýningu Þjóðminja-
safnsins vera það fjöl-
breytta að hægt sé að
nálgast hana frá ótal-
mörgum mismunandi
sjónarhornum. „Að
þessu sinni tökum við
fyrir þessar tvær aldir. Ég
ætla m.a. að sýna fólki
merkilegt Íslandskort frá
1723, sem sýnir góða
heildarmynd af land-
inu, hvar var byggð,
hvar voru verslunar-
staðir og slíkt. Svo ætla ég að sýna
gripi tengda einokunarversluninni,
útflutningsvörum Íslend-
inga og upplýsingastefn-
unni. Þarna er líka hand-
verk, trúarlegir gripir og
margt fleira“, segir Hrefna.
Meðal þessara gripa eru
ýmsir sem fundust við
uppgröft á
Stóru-Borg
á Suður-
landi, þar á
meðal fiski-
net, tré- og
leðurgripir,
en jarðvegs-
skilyrði þar
eru þannig
að gripirnir komu býsna
heilir upp. Aðspurð um
hvort einhver þessara
gripa sé í uppáhaldi hjá
henni sjálfri seg-
ist Hrefna alltaf
vera hrifin af fyrr-
greindu Íslands-
korti. „Það er náttúrulega mjög
gamalt. Það er líka svo myndrænt
og sýnir þessi staðanöfn öll og á því
eru teikningar sem eru skemmtilega
tengdar þjóðlífinu,“segir hún.
Hrefna er um þessar mundir að
leggja lokahönd á doktorsritgerð
sína sem fjallar meðal annars um
Innréttingar Skúla Magnússonar,
ullarvinnslu og hagræna hugsun á
Íslandi á 18. öld. Leiðsögnin hefst kl.
12.10 og er öllum opin.
Í Þjóðminjasafninu fer fram fjölbreytt kynningarstarf og í dag er boðið upp á
sérfræðileiðsögn um safnið. Slík leiðsögn er í boði annan hvern þriðjudag og hefur
mælst vel fyrir meðal safngesta.
Eigi er það gott
að maðurinn
sé einsamall
Már Jónsson, prófessor í sagn-
fræði heldur fyrirlestur á vegum
Rannsóknastofu í kvenna- og
kynjafræðum, fimmtudaginn
15. mars kl. 12.15 í stofu 132 í
Öskju. Fyrirlesturinn ber heitið
„Eigi er það gott að maðurinn sé
einsamall - konur í hjónabandi
1560-1720“. Í erindinu verða
lögformlegar forsendur hjóna-
bands skilgreindar með tilliti til
kvenna og tekin dæmi sem sýna
hvernig þær tókust á við yfirvöld
og eiginmenn í því skyni að ráða
nokkru um eigin örlög og líðan.
Tónleikar
í Salnum
Hjörleifur Valsson fiðluleik-
ari, Tatu Kantomaa, harmon-
ikuleikari, Kristinn H. Árna-
son, gítarleikari og Ástríður
Alda Sigurðardóttir, píanó-
leikari halda tónleika í Saln-
um í kópavogi í kvöld kl. 20. Á
efnisskránni er meðal annars
„Næturgali keisarans“, svíta fyrir
fiðlu, gítar og harmoniku eftir
Václav Trojan, auk verka eftir
Paganini og fleiri.
Gammar
á Domo
Djassbræðingssveitin Gammar
heldur tónleika á Domo í Ing-
ólfsstræti fimmtudagskvöld-
ið 15. mars. Sveitina skipa
Stefán S. Stefánsson – altó sax,
Björn Thoroddsen – gítar, Þórir
Baldursson – hammond orgel,
Bjarni Sveinbjörnsson – bassi
og Scott McLemore - tromm-
ur. Gammarnir leika tónlist af
diskum sínum „Gammar 1“,
„Gammar 2“ og „Af Niðarfjöll-
um“, í bland við nýtt efni.
Vinna og veruleiki
á 17. og 18. öld
Predikunarstóll frá átjándu öld
Ýmsir trúarlegir gripir eru til sýnis.
Merkur gripur Íslandskort frá
1723 er meðal þeirra gripa sem
fjallað verður sérstaklega um.
dv mynd ásgeir