Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Side 25
DV Sviðsljós þriðjudagur 13. mars 2007 25 Dettur löppin af? Reiði hefur vaknað vegna ný- legra veðmála sem standa til boða á síðunni www.bodog.com. Þar er hægt að veðja hvort að Heather Mills fyrrverandi eiginkona bítilsins Paul McCartney missi gervifót sinn í þættinum Dancing With The Stars. Þátturinn hefur náð miklum vin- sældum í Bandaríkjunum þar sem stjörnur sína danshæfileika sína. Annars er það að frétta af skilnaði McCartney og Mills að þau hafa náð sáttum og hlýtur Mills 29 milljónir punda auk nokkurra eigna. Ósátt við MTV Breska söngkonan Lily allen sem sló í gegn eftir að hafa verið uppgötvuð á vefnum myspace.com er brjáluð út í mTV- sjónvarpsstöðina fyrir að banna myndband við lagið hennar smile. mTV hefur sett myndbandið í sýn- ingar eftir miðnætti því það inniheldur F-orðið margfræga. „Ef krakkar mega ekki heyra F-orðið hvernig stendur þá á því að píur eins og Paris Hilton og The Pussy- cat dolls mega troða brjóstunum á sér í andlitin á fólki og fækka fötum í myndböndum sínum,“ segir allen sem finnst fáránlegt að myndbönd Hilton og Pussycat dolls séu ekki bönnuð fyrst hennar er það. Með búlimíu frá 16 ára aldri Söngkonan Madonna hannar í fyrsta og eina skipti vor- línu fyrir verslunina H&M. Madonna hannaði fatalínuna ásamt Margaretu van den Bosch sem er yfirhönnuður H&M. Línan er byggð á persónulegum smekk sönkonunnar og er væntanleg í verslanir H&M 22.mars næstkomandi. Fatalína Madonnu að lenda í H&M Söngkonan Britney Spears sem er vistuð á meðferðarheim-ili í Malibu um þessar mundir hefur viðurkennt fyrir lækn- um stofnunarinnar að hún hafi átt við búlímíu að stríða frá 16 ára aldri. Sam- kvæmt blaðinu American Magazine og fleiri blöðum vestanhafs á Britney að hafa sagt starfsfólki stofnunarinn- ar allt af létta þegar á hana var gengið. Spurningarnar vöknuðu sökum þess að lyf sem söngkonan var á virkuðu ekki til að byrja með vegna þess að hún kastaði þeim upp eftir hverja mál- tíð. Þá kemur það fram að Britney hafi tekist að sigrast á veikindunum á með- an hún var ólétt en hafi svo tekið upp fyrri lifnaðarhætti eftir barnsburð- ina til að losna við hina svokölluðu barnafitu. Ekki ætlar af söngkonunni að ganga því í vikunni birtust fréttir í The New York Daily News að í umferð séu nektarmyndir af sönkonunni sem eiga að hafa verið teknar 12. febrúar síðastliðinn. Þá eiga einnig að vera til myndbandsupptökur af Spears þar sem fram kemur meðal annars nekt og eiturlyfjanotkun. Komist þetta upp á yfirborðið gæti það endanlega gert útum vonir Britn- ey um að fá forræði yfir sonum sínum tveimur. Britney Spears Spice GirlS SaMan á ný Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að taka þátt í endurkomu hljómsveitarinnar Spice Girls. Það hefur oft verið sagt frá því að hljómsveitin muni koma saman aftur, en allaf hefur það strandað á Mel C sem hefur neitað að krydda líf sitt enn á ný. Nú hefur það fengist staðfest að bandið ætli að koma saman aftur. „Allar stelpurnar hafa samþykkt að þetta sé að gerast,“ segir Simon Fuller umboðsmaður sveitarinnar. Spice Girls voru ein vinsælasta stelpnasveit sögunnar og seldi um 53 milljón plötur um allan heim. Sexý og seiðandi madonna hannar vorfatalín- una fyrir H&m þar sem ber mikið á efnum eins og fínull, bómull, leðri, silki og cashmere Stílhrein Fatalínan byggir mikið á tímalausum litum eins og svörtu, hvítu, gráu, drapplituðu og khaki Lítur óttrúlega vel út madonna er fædd 16. ágúst 1958 Madonna Hannar línuna ásamt margaretu van den Bosch yfirhönnuði H&m. Byggt á eigin smekk Fatalína madonnu byggir á hennar eigin smekk og uppáhaldi úr fataskápnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.