Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 2
Sendinefnd á vegum Alþingis er í viku heimsókn í Kaliforníuríki Banda- ríkjanna. Eitt af meginmarkmiðum nefndarinnar er að skapa pólitísk tengsl á þessu stóra markaðssvæði og koma á viðskiptatengslum í orku- iðnaði og háskólastarfi. Nefndina skipa þingmennirnir Hjálmar Árna- son, Framsóknarflokki, Margrét Frí- mannsdóttir, Samfylkingu, og Sig- ríður Anna Þórðardóttir og Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki. Með þeim í för eru Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, og Belinda Theriault, forstöðumaður alþjóða- mála. Síðastliðinn vetur kom hingað til lands sendinefnd á vegum þings- ins í Kaliforníu og er verið að end- urgjalda þá heimsókn. Sendinefnd- in íslenska byrjar heimsóknina í Los Angeles og endar í San Francisco. Að lokinni heimsókn er það hlut- verk nefndarinnar að vinna formlegt þingskjal til að leggja fyrir þingheim til kynningar í haust. Enginn þing- maður nefndarinnar er í framboði í komandi alþingiskosningum og mun því enginn þeirra sitja á þingi í haust. Hægt að nýta tengslin Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarfull- trúi, bendir á að fjöldi Íslendinga sé farinn að hasla sér völl í viðskiptum í Kaliforníu, einu af stærstu hagkerfum Bandaríkjanna. Hann segir stífa dag- skrá bíða nefndarinnar næstu vik- una. „Við munum hitta fjölda stjórn- málamanna og fólk úr atvinnulífinu, vísindamenn og háskólafólk. Dag- skráin er stíf frá morgni til kvölds. Á þessu svæði eru mikil tækifæri og Ís- lendingar eru að hasla sér völl í vax- andi mæli,“ segir Hjálmar. „Við erum í raun að endurgjalda heimsókn frá því í haust og gagnkvæmur áhugi rík- ir milli aðila um aukið samstarf, ekki síst á sviði orkumála og háskólasviði. Ætlast er síðan til að fulltrúar sendi- nefndarinnar vinni opinbert plagg til að kynna á þinginu í haust. Aðal- atriðið er þó að skapa pólitísk tengsl í Kaliforníu vegna þeirra möguleika sem þar bjóðast okkur Íslendingum. Síðan er hægt að nýta þessi tengsl sem myndast.“ Átti að fresta Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, undrast fyrst og fremst tímasetningu heimsóknarinnar. Út af fyrir sig telur hann eðlilegra ef henni hefði verið frestað fram yfir kosningar. „Á þessum tímapunkti er enginn þingmaður sem er í framboði reiðubúinn í slíka ferð. Það kemur mér því ekki á óvart að sendinefndin sé skipuð þingmönnum sem hætta núna og því er þetta meira álitamál hvort tímasetningin sé nógu heppi- leg,“ segir Steingrím- ur. „Vissu- lega má velta því fyrir sér hvort heppilegt sé að senda þingmenn sem eru að hætta. Við verð- um samt að horfast í augu við að þetta eru fyrst og fremst kurteis- issamskipti en það leys- ir þingmennina samt ekki undan skyldum sínum sem fulltrúum þingsins með fullu umboði. Það er spurning hins veg- ar hvernig gestgjöf- unum líst á að allir fulltrúarnir eigi það sameig- inlegt að leita ekki end- urkjörs. Mér finnst þetta ekk- ert sérstaklega vænlegt og eðlilegast hefði verið að beina þessu verkefni handan við kosningarn- ar. Það hefði verið ein- faldast.“ Dregur úr trausti Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, telur bæði mannavalið og tímasetninguna sérstaka þar sem tilgangurinn sé að mynda tengsl. Hann telur vinnu- brögðin beinlín- is til þess fallin að rýra traust Alþingis. „Ég skil það mjög vel að þingmenn sem sækjast eftir kjöri vilji nú ekki fara af landi brott. Auðvitað vilja þeir frekar vera heima og vinna að því. Ef tilgangur ferðarinnar er að skapa tengsl, þá er það mjög sérkennilegt að þessi tími sé valinn til ferðarinnar og eingöngu þingmenn sem eru á útleið séu send- ir,“ segir Baldur. „Það eru akkúrat svona at- riði sem rýra traust almennings á störf- um þingsins. Einmitt svona vinnubrögð á Alþingi ekki að við- hafa því þá missir þjóðin traust sitt á þing- heimi. Ekki var traust- ið mjög mikið fyrir.“ miðvikudagur 18. apríl 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Verðlagseftirlit ASÍ gerði mistök í útreikningum á verðum hjá 10/11: Skattalækkunin skilaði sér til viðskiptavina „Fyrir okkur sem lifum á því að neytendur treysta okkur er þetta al- gjörlega það versta sem við getum lent í,“ segir Guðjón Karl Reynis- son, framkvæmdastjóri 10-11. Mis- tök sem starfsmenn verðlagseft- irlits ASÍ gerðu við útreikninga á verðkönnun gerðu að verkum að svo virtist vera sem virðisaukaskatt- slækkunin 1. mars hefði ekki skilað sér til viðskiptavina verslanakeðj- unnar. Hið rétta er að verðið lækk- aði í samræmi við lækkun virðis- aukaskatts. Sagt var frá könnuninni í DV í gær, áður en ASÍ sendi frá sér leið- réttinguna. Könnunin reyndist röng og fréttin þar með líka. Guðjón segir þetta hafa haft neikvæð áhrif strax í gær. Hann hafi fengið tölvupósta frá viðskiptavinum sem hafi furðað sig á þessu og sagst aldrei myndu versla aftur hjá fyrirtækinu. Guðjón Karl er ósáttur við vinnu- brögð Alþýðusambandsins. Hann lét starfsmenn sambandsins vita af mistökunum í fyrradag en þeir neit- uðu að gefa út leiðréttingu sam- dægurs heldur hugðust skoða mál- in næsta dag. Þegar blaðamaður DV ræddi við Henný Hinz, sem sér um verðlagseftirlit, síðla dags í fyrradag fullyrti hún að niðurstöður könnun- arinnar stæðust. Þá höfðu forsvars- menn 10/11 gert athugasemdir við könnunina við starfsmenn ASÍ og komið þeim á framfæri við fjöl- miðla. Í gærmorgun yfirfóru starfs- menn ASÍ svo könnunina og sendu frá sér leiðréttingu. „Þegar ég skoða könnunina hnýt ég sérstaklega um flokkinn sykur, sælgæti og súkkulaði,“ segir Guðjón Karl. „Mínustala sem hljóðar upp á 8,9% lækkun verður að 8,9% hækk- un. Í stað þess að við lækkum virð- isaukann úr 24,5 prósentum í 7 pró- sent sem er fjórtán prósenta lækkun, fá þau út að við höfum hækkað all- að vörur um 9 prósent. Engum ætti að detta í hug að þetta sé rétt,“ segir Guðjón Karl afar ósáttur. Guðjón fékk KPMG í gærmorgun til að kanna hvernig skattalækkunin 1. mars hefði skilað sér. Niðurstaða fyrirtækisins var að söluverð vara hefði í öllum tilfellum lækkað í sam- ræmi við skattalækkanir. Bakari hengdur fyrir smið „við erum að sjálfsögðu hlynnt því að það sé fylgst með okkur eins og öðrum í landinu.“ Sendinefnd á vegum Alþingis er í Kaliforníu til að hitta bandaríska stjórnmálamenn og einstaklinga úr bandarísku atvinnulífi. Eitt af meginmarkmiðum fulltrúanna er að koma á pólitískum tengslum. Enginn þingmaður sendinefndarinnar óskar hins vegar eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum. STARFSLOK ÞINGMANNA VERÐA Í KALIFORNÍU TrausTi HafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Varðveita torf Forverðir leggja nú lokahönd á forvörslu skálarústarinnar í Að- alstræti 16, á Landnámssýning- unni 871+/-2. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að rústin molni og eyðileggist. Forverðirnir sem nú eru að störfum eru að forverja torf. Er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Vökva sem harðnar og fyllir upp í öll holrými í torfinu er dælt yfir rústina til að tryggja að hún varðveitist. Guðmundur skrifar í DV Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamað- ur, mun framvegis skrifa kjallaragrein- ar í DV. Kjallarar Guðmundar verða vikulega í DV. Það er mikið fagnaðar- efni að fá Guðmund til liðs við DV, en á sínum tíma var hann einn af fréttastjórum DV. Skrif Guð- mundar hafa birst í hinum ýmsu miðlum, bæði blöðum og á netinu að undanförnu og fengið ágætar viðtökur. Auk Guðmundar eru fast- ir kjallarahöfundar DV þeir Guðbergur Bergsson, Erpur Eyvindarson, Valgeir Guð- jónsson og Jóhann Hauksson. Fjölgað verður í hópi fastra höfunda á komandi vikum. 65 milljónir í styrk í Írak Íslensk stjórnvöld hyggjast styrkja hjálparstarf í Írak með 65 milljóna króna framlagi. Fram- lagið á að nota til að aðstoða íraska flóttamenn. Talið er að meira en fjórar milljónir Íraka hafa flúið heimili sín á undan- förnum árum. Tilkynnt var um ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur utanrík- isráðherra á alþjóðlegri ráð- stefnu um flóttamenn í Írak og nærliggjandi löndum. Ráð- stefnan er haldin að frumkvæði Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna. Margrét frí- mannsdóttir Er að hætta en er í kaliforníu. sigríður anna Þórðardóttir Er að hætta en er í kaliforníu. Hjálmar Árnason Er að hætta en er í kaliforníu. sólveig Péturs- dóttir Er að hætta en er í kaliforníu. Kristinn Björns- son Eiginmaður Sólveigar fékk að fara með. steingrímur J. sigfússon Óheppileg tímasetning. Halda áfram athugunum Hagkvæmnisathugunum vegna hugsanlegs álvers á Bakka við Húsavík verð- ur haldið áfram samkvæmt fréttatilkynningu frá Alcoa og Norðurþingi. Athugunum verður því haldið áfram og verðu vinna að þriðja áfanga í samstarfi við Landsvirkjun og Landsnet brátt hafin. Framtíðarsýn Norður- þings og Alcoa er að byggja álver sem nýtir endurnýtan- lega orku frá jarðvarma og með því komi örugg störf til lengri tíma á Norðurlandi. Er það hvatinn að framhald- inu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.