Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Qupperneq 4
„Ég átta mig ekki alveg á þessari stjórnsýslu og get ekki með nokkru móti sætt mig við að vera svikinn um það sem okkur var lofað,“ segir Stef- án Ásgrímsson, húseigandi við Vest- urgötu í Reykjavík. Stefán stóð nýverið í endurbót- um á húseign sinni við Vestur- götuna og sótti um styrk til Húsafriðunarnefndar ríkis- ins vegna framkvæmdanna. Til að hljóta styrk þarf um- sækjandi að skila inn verk- áætlun og teikningum vegna verksins. Að sögn Stefáns var fullnægjandi gögnum skil- að inn til nefndarinnar og í kjölfarið tilkynnti hún bréfleiðis að styrkur upp á þrjú hundruð þúsund krónur yrði veittur. Samkvæmt reglum sjóðsins er styrkur greiddur út þegar að minnsta kosti þriðjungi verksins er lokið. Þegar langt var liðið á framkvæmd- irnar ók forstöðumaður Húsafriðun- arnefndar, Magnús Skúlason arkitekt, framhjá húseigninni til að meta fram- kvæmdirnar. Skömmu síðar hringdi hann í húseigendur og tilkynnti þeim að styrkurinn væri dreginn til baka. Samræmist ekki vinnuaðferðum Magnús fagnar breyting- um á húsinu við eina af elstu götum borgarinnar. Hann segir styrkinn dreginn til baka þar sem verklag við glugga hafi ekki samræmst hugmyndum nefndarinnar. „Við fengum útlitsteikningar af glugg- unum og af þeim gögnum var tekin ákvörðun um styrkinn. Þar var tekið fram, og það er alltaf gert, að styrk- urinn sé háður þeim vinnuaðferð- um sem við mælum með. Ef það er ekki gert veitum við ekki styrk,“ segir Magnús. „Vinnuaðferðir okkar koma í raun ekki fram neins staðar og við mælum með því að fólk leiti sér ráðgjafar hjá okkur til að fullnægja þeim aðferð- um,“ segir Magnús. „Fyrirtækið Hús- vernd, sem stóð að breytingunum, er enginn sérfræðingur í endurbótum gamalla húsa og vinnuaðferðir þess samræmast ekki okkar hugmyndum útlitslega. Á þeim forsendum teljum við ekki eðlilegt að greiða þennan styrk út. Það er svo spurning hvort við ættum að opinbera betur hvaða verklags við krefjumst en það er mik- ilvægt að fólk leiti sér ráðgjafar fyrir- fram til að forðast að gera einhverja bölvaða vitleysu.“ Erfitt að sætta sig við Örn Helgason, framkvæmdastjóri Húsverndar, er mjög ánægður með verkið. Hann telur mikilvægt fyr- ir Húsafriðunarnefnd að skýra bet- ur út verklagshugmyndir sínar við styrkveitingu. „Nefndin vill meina að verklagið samræmist ekki hennar hugmyndum. Það eru allir mjög sátt- ir við þessa glugga nema nefndin og út af fyrir sig er það dálítið sérstakt. Auðvitað ætti nefndin að gefa upp sínar hugmyndir um verklag fyrir- fram því margt af þeim hugmyndum er ólíkt því sem tíðkast í dag,“ segir Örn. Aðspurður er Stefán mjög hissa á því að styrkur sem veittur hafi ver- ið sé dreginn til baka. Hann ítrek- ar að engar athugasemdir hafi ver- ið gerðar við teikningar. „Ég geri ráð fyrir að nefndin taki ákvörðun út frá fyrirliggjandi gögnum. Hún fékk all- ar teikningar og öll gögn yfir verkið. Allar framkvæmdirnar voru sam- kvæmt teikningum og húsasmíða- meistarinn vann fullkomlega eftir þeim. Svona neitun eftir á kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum og ég á mjög erfitt með að sætta mig við þetta,“ segir Stefán. miðvikudagur 18. apríl 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Tóku sTyrkinn Til baka TrauSTi hafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Húsafriðunarnefnd ríkisins veitti húseigendum við Vesturgötu styrk til endurbóta. Að loknu verki ók forstöðumaður nefndarinnar framhjá húsinu og skömmu síðar fengu eigendurnir tilkynningu um að styrkurinn væri dreginn til baka. fá ekki styrk Húsafriðunarnefnd hafði veitt húseigendum við vesturgötuna í reykjavík styrk til endurbóta. að verki loknu var styrkurinn dreginn til baka þar sem verklag við glugga þykir ekki samræmast hugmyndum nefndarinnar. Stefán Ásgrímsson húseigandi „get ekki með nokkru móti sætt mig við að vera svikinn um það sem okkur var lofað.“ Hrefnuveiðar hafnar á ný Ekki er vitað hvaða áhrif hval- ir hafa á magn nytjafiska í hafinu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra hefur sagt að hafa megi áhrif á stærð þorskstofns- ins með hrefnuveiðum, meðal annars í umræðum á Alþingi í maí í fyrra. Nú er hafinn lokaáfangi hrefnuveiða í vísindaskyni. Veiddar verða þær 39 hrefnur sem eftir eru af 200 dýra kvóta sem gefinn var út árið 2003. Ætl- unin er að kanna hlutverk hrefnu í vistkerfi hafsins við Ísland. Áhersla á sann- gjarnar reglur Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra telur mikilvægt að fara yfir reglur um innflytjendamál og athuga hvort á þeim reynist gall- ar. Hann segir ráðuneytið nýlega hafa boðað til fundar með for- stöðumönnum ýmissa stofnana á þess vegum. „Þar var einmitt framkvæmd reglna af þessu tagi til umræðu, en af hálfu ráðuneytisins er lögð rík áhersla á að hún sé markviss og sanngjörn og stofnanir þess vinni saman í þeim anda. Að sjálfsögðu er ávallt nauðsynlegt að huga að þessum reglum og breyta þeim, ef á þeim reynast gallar,“ segir Björn. Hann segir stækkun og eflingu lögregluemb- ætta hafa auðveldað lögreglu að framfylgja reglum um réttindi og skyldur útlendinga. Mikill meirihluti landsmanna telur brýnt að herða innflytj- endalöggjöfina hér á landi sam- kvæmt nýlegri könnun Gallup. byggðin færist 44 metra í austur Menn geta deilt um hvar nafli alheimsins er en miðju höfuð- borgarsvæðisins er að finna í bakgarði við Goðaland 5 í Foss- vogi, alla vega ef hún er reiknuð út frá íbúðabyggð í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Borgaryfirvöld hafa reiknað út íbúadreifingu á höfuðborg- arsvæðinu og komist að því að þyngdarpunktur búsetu er í garð- inum við Goðaland 5, 44 metr- um austar en á síðasta ári þegar hann var í Goðalandi 11. Jón Finnur Ögmundsson, íbúi við Goðaland 5, segir gott að búa svona miðsvæðis í borginni. „Tví- mælalaust, það er fimm mínútna leið fyrir alla fjölskylduna í vinn- una,“ segir Jón Finnur og bætir við: „Við finnum virkilega fyrir því að það er stutt í allt saman.“ Fær um eitt hundrað þúsund krónum minna en gert hafði verið ráð fyrir: Vantar tuttugu daga upp á hærri greiðslur „Það vantar tuttugu daga upp á að ég fái þær greiðslur í fæðingaror- lofi sem ég hafði gert ráð fyrir,“ seg- ir Helena María Agnarsdóttir, verð- andi móðir sem er þorskaþjálfi á leikskóla. Í byrjun mars tilkynnti FOS, fjölskyldu- og styrktarsjóður BHM, BSRB og KÍ, að breyting yrði á greiðslum úr sjóðnum og taka þær gildi 1. júní. Fæðingarorlofssjóður greiðir for- eldrum áttatíu prósent af launum en mæður sem aðild eiga að FOS hafa getað sótt það sem vantar upp á full laun þangað. Helena hafði gert ráð fyrir þessum greiðslum til viðbótar fæðingarorlofinu sem hún ætlaði síð- an að dreifa á tólf mánuði. Áætlaður fæðingardagur barnsins er 19. júní svo útlit er fyrir að svo verði ekki heldur fái hún 170 þúsund króna eingreiðslu samkvæmt nýja fyrirkomulaginu. Breyta þurfti greiðslunum þar sem viðmiðunartími til útreiknings á fæðingarorlofi breyttist með þeim afleiðingum að fæðingarorlofssjóður greiddi minna til fólks og FOS þurfti að brúa stærra bil en áður. Eins voru breytingarnar gerðar þar sem kæru- nefnd jafnréttismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomu- lag að greiða aðeins mæðrum bryti í bága við jafnréttislög. „Mér finnst bara gott mál að verið sé að jafna stöðu kynjanna hvað þetta varðar en viðvörunartíminn er bara allt of stuttur. Það hefði mátt leyfa þeim konum sem þegar voru ófrísk- ar að fara eftir gamla fyrirkomulag- inu,“ segir Helena. Hún mun fá um eitthundrað þúsund krónum minna en hún hafði áætlað vegna breyting- anna það er að segja ef barnið fæðist ekki fyrir tímann. „Þetta þýðir það að við þurf- um kannski að endurskoða áætlan- ir okkar um að ég verði heima hjá barninu fyrsta árið en við ætluðum að láta tekjur sambýlismanns míns til viðbótar greiðslunum duga,“ segir Helena og bætir við að launin henn- ar séu ekki það há að hana muni ekki um hundrað þúsund krónur. valgeir@dv.is helena María agnarsdóttir Nýlegar breytingar urðu til þess að Helena fær lægri greiðslur í fæðingarorlofinu en hún hafði gert ráð fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.