Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 6
miðvikudagur 18. apríl 20076 Fréttir DV Það er aðeins á höndum stærri út- gerðarfyrirtækja að kaupa þorskkvóta. Kvótaverðið er það hátt að nær ógern- ingur er fyrir óbreyttan að kaupa kvóta og ætlast til þess að geta greitt afborganir og vexti af lánum með sölu afurðarinnar. Fyrir unnin þorsk fást að hámarki þrjú hundruð krón- ur á markaði og miðað við góða fram- legð, 30 prósent, standa eftir 90 krón- ur. Að jafnaði má gera ráð fyrir nærri sex prósenta vöxtum á kvótaláni frá viðskiptabönkunum og því á kvóta- eigandinn ekki fyrir lánsvöxtunum af núgildandi kílóverði á þorskkvóta. Ef horft er framhjá vöxtunum þarf viðkomandi kvótakaupanda að selja hvert kíló af þorski í nærri tvo ára- tugi til að eignast kvótann skuldlaus- ann. Þá á jafnframt eftir að taka með í reikninginn rekstrar- og launakostnað vegna veiðanna. Þorskurinn er lang- verðmætastur af botnfiskaflanum og gefur hann að jafnaði fjörtíu prósent aflaverðmætis botnsfiska. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir kaup á þorskkvóta að- eins fyrir fáa. „Þú getur gleymt því að ætla þér að kaupa kvóta. Alveg sama hversu lengi þú gengur í háskóla þá færðu dæmið ekki til að ganga upp. Þeir sem minni eru ráða bara ekki við þetta,“ segir Guðjón. Dæmið gengur ekki upp Grétar Mar Jónsson skipstjóri tekur undir og bendir á að þegar út- gerð selur þorskinn í vinnslu, en ekki beint á markað, fást 120 til130 krón- ur á hvert kíló. Hann segir dæmið ekki ganga upp fyrir aðra en stóru út- gerðarfyrirtækin. „Þetta dæmi geng- ur bara ekki upp, nema hjá þeim sem upphaflega fengu gjafakvóta. Það er ekki hægt að keppa við stóru fyrir- tækin í þessu þar sem þau eru í þeirri stöðu að geta veðsett gjafakvót- ann sinn. Á markaði getur þú feng- ið nærri þrjú hundruð krónum fyrir stóran þorsk, nærri helmingur fer í laun og góð framlegð eru þrjátíu pró- sent,“ segir Grétar Mar. „Hvernig sem þú reiknar dæmið þá getur enginn byrjað í þessu umhverfi. Málið er að þú hefur ekki einu sinni efni á bestu vaxtakjörum. Þetta kvótaumhverfi er einfaldlega glatað þar sem aðeins er verið að hygla sérhagsmunum stór- fyrirtækjanna í stað þess að huga að heildarhagsmunum. Það er því mið- ur rauði þráðurinn í kerfinu í dag og ómögulegt að borga kvóta upp með því að selja afurðina.“ Friðrik Jón Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, bendir á að flestir þeir sem kaupa kvóta eigi kvóta fyrir og því sé um hreina viðbót að ræða. Hann telur að í slíkum tilvikum geti verið minni krafa um arðsemi en engu að síður þurfi kaupendur ávallt að slá lán fyrir kaupunum. „Það er auðvitað heilmikill kostnaður sem fylgir veið- um og vinnslu. Í flestum tilfellum eru menn að kaupa kvóta sem hafa sjálfir vinnslumöguleika og fá þannig meira útúr kílóinu. Engu að síður er fram- legðin aldrei nema ákveðið mikil og eftir það eru arðgreiðslur og afskriftir. Miðað við sex prósent vexti af kvóta- verðinu þá dugar framlegðin ekki fyr- ir vöxtunum,“ segir Friðrik. „Miðað við kílóverðið á markaði sé ég ekki að þetta gangi upp því góð framlegð dugar ekki. Til að dæmið gangi upp þyrfti annað hvort lægri vexti, meiri framlegð eða hærra afurðaverð. Eða allt þetta til samans. Það er hins veg- ar eitthvað í þessu því menn eru að kaupa en einhverjir eru náttúrulega að viðhalda eignunum með því að kaupa viðbótarkvóta. Þeir sætta sig þá frekar við að fá lítið útúr kaupunum.“ Verðið hækkar áfram Eggert Jóhannesson, skipa- og kvótamiðlari hjá fyrirtækinu Bátar og kvóti, segir kílóverð á þorskvóta vera nærri þrjú þúsund krónum og til þess að ná inn fyrir hverju kíló þarf að selja það ansi oft á markaði. Aðspurður segir hann lítið um brask með kvóta. Kílóið af þorskkvóta er orðið svo hátt að eingöngu stærri útgerðarfyrirtæki ráða við kaupin. Óbreyttur kvótakaupandi þarf að selja hvert kíló á markaðsverði í tvo ára- tugi til að eignast kvótann á núgildandi verði. Sé tekið mið af vöxtum og rekstrar- kostnaði gæti sá tími tvöfaldast. TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is 20 ár að fiska fyrir kvótanum Gengur ekki upp Nær ógerningur er fyrir byrjendur að kaupa þorskkvóta. Án vaxta og rekstrarkostnaðar getur tekið tvo áratugi að selja þorskinn á markaði til að ná inn fyrir kaupverðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.