Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 11
DV Fréttir miðvikudagur 18. apríl 2007 11
Gengjastríð í Mexíkó
Tuttugu manns voru myrtir í gengj-
astríði sem náði yfir stóran hluta
Mexíkó í vikunni.
Mörg líkanna báru þess merki að
um aftökur væri að ræða enda var
sumum rúllað inn í plastfilmu og
skilaboð frá morðingjunum skilin
eftir. Lögreglan telur að um enn eitt
uppgjör stríðandi gengja eitur-
lyfjabaróna sé að ræða og teygðu
ósköpin anga sína í allavega fimm
borgir landsins. Á síðasta ári voru
um 2.000 manns myrtir í stríði bar-
ónanna.
Fátt Getur stoppað „sarka“
Hamingja byggist á trausti
Ný viðamikil hamingjukönnun á vegum Háskólans í
Cambridge leiðir í ljós að hamingja helst í hendur við
traust. Hamingjusömustu þjóðirnar, Írar, Danir og Finn-
ar báru öll mikið traust til stjórnvalda sinna, laga, lög-
reglu og annara borgarara svo eitthvað sé nefnt.
Aftur á móti virðist vera bein tenging milli minni ham-
ingju og spilingar í stjórnkerfinu. Ítalir, Portúgalar og
Grikkir mælast óhamingjusamastir um leið og þeir bera
lítið traust til stjórnálamanna og framkvæmdavaldsins.
tígrisdýr hverfa í asíu
Verndunarsinnar safnast þessa dag-
ana saman í Katmandú, höfuðborg
Nepal, til að ræða framtíð tígrisdýra,
sem eru í útrýmingarhættu. Tígrís-
dýrum í Asíu hefur fækkað til muna
hin síðari ár og nú er talið að einung-
is um fimm til sjö þúsund dýr lifi villt
í álfunni. Tólf þjóðir eiga fulltrúa á
þinginu, þar á meðal Indland, Rúss-
land og Indónesía, þar sem dýrin lifa
villt. Einnig eiga Kínverjar fulltrúa
en mörgum finnst þar skjóta skökku
við þar sem þeir nota bein dýranna í
læknisfræðilegum tilgangi.
Króatískir uppgjafahermenn þyrpast á tölvunámskeið:
Tækni gegn þunglyndi
Króatískir hermenn hafa nú í
hyggju að stofna tölvufyrirtæki eft-
ir að tölvunámskeið sem þeir buðu
félögum sínum upp á sló í gegn.
Margir þessara hermanna hafa
átt við alvarleg andleg veikindi að
stríða um árabil í kjölfar stríðsins
á Balkanskaganum. Þótt um ára-
tugur sé liðinn frá því að stríðið átti
sér stað eiga enn margir um sárt að
binda og nú hafa margir hermenn
náð bata með því taka þátt í tölvu-
námskeiði. Sumir hermenn voru
svo langt leiddir að þeir höfðu al-
gerlega einangrað sig frá fjölskyldu
og vinum og lagst í þunglyndi.
Stríðið milli Serba og Króata var
blóðugt og heiftarlegt og enn eru
ekki öll kurl komin til grafar. Sár-
in gróa seint milli þessara þjóða
og skemmst er þess að minnast að
serbneskir og króatískri áhorfendur
lentu í hópslagsmálum á tennisleik
nýverið auk þess sem hópunum
lenti aftur saman á heimsmeist-
aramótinu í sundknattleik. Kúluför
sjást enn víða í þeim borgum sem
barist var og nú hafa króatísku her-
mennirnir tekið af skarið og reynt
að hylja kúluförin á sálinni.
800 hermenn hafa tekið þátt í
námskeiðinu auk þess sem fjöl-
skyldumeðlimum er boðið með.
Þetta hefur leitt til þess að fyrrver-
andi hermenn hafa hist og rætt
málinu auk þess sem þeir hafa
þorað að horfast í augu við eigin
fjölskyldur og fortíðina í gegnum
vinnu. Næsta skref hermannanna
er að finna vinnu fyrir þá sem hafa
áhuga á að starfa við margmiðlun í
upplýsingasamfélagi framtíðarinn-
ar. Hermennirnir hafa hlotið stuðn-
ing stórfyrirtækja sem hafa sýnt
frumkvæði hermannanna áhuga
með því að bjóða þeim faglega og
tæknilega aðstoð. Mladen Milos-
evic, forseti samtaka uppgjafa her-
manna, sagði í spalli við BBC að
hugmyndin væri nú að flytja þessa
hugmynd út um heim allan.
skorri@dv.is
Króatískur hermaður margir þjást af andlegum sjúkdómum í kjölfar stríðsins.
Forsetakosningar í Frakklandi geta snúist upp í sígilda barátta milli hægri og vinstri afla, karla og
kvenna. Enginn frambjóðandi mun ná hreinum meirihluti í fyrstu umferð. Kona á í fyrsta sinn raun-
hæfa möguleika á æðsta embætti landsins. Þriðji maðurinn gæti spilað stóra rullu ef blokkamyndun
mun eiga sér stað í seinni umferð kosninganna. Og svo er það Le Pen...
Kosningabaráttan á lokasprettinum Frakkar ganga að kjörborðinu um næstu helgi og
kjósa sér forseta. Hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy er næsta öruggur um sæti í seinni umferð
kosninganna og líklegast er að sósíalistinn Ségoléne royal verði andstæðingur hans þar. Jean-
marie le pen virðist ekki hafa fylgi til að komast í seinni umferðina, líkt og í síðustu kosningum.
Hann hefur þó sýnt að hann er mikið ólíkindatól.