Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Side 13
Kjallari DV Umræða miðvikudagur 18. apríl 2007 13 Fjármálaráðherra á villigötum Kjallari Þjóðlendukröfur fjármálaráherra fyrir hönd ríkis- valdsins eru langt umfram það sem eðlilegt má teljast. Gerðar eru ýtrustu kröfur og er þeim best lýst með því að dæmi eru um að ríkið véfengir réttmæti þess að hafa selt jörð fyrir fáum áratugum og krefjist þess að ríkið eigi jörð- ina eftir sem áður. Kröfugerð ríkisvaldsins hefur komið bændum í opna skjöldu enda var yfirlýstur tilgangur þjóðlendulaganna að útkljá vafamál um eignarhald á landi. Fáir munu hafa átt von á að fjármálaráðherra myndi gera svo víðtækan ágreining sem raun ber vitni. Hefði það legið ljóst fyrir við lagasetninguna er nokkuð víst að ótækt hefði verið talið það ákvæði laganna að ríkið ætti allt land sem eng- inn gæti sannað eignarrétt sinn á. Sönnunarbyrðin var sett á landeigendur og það er augljóst að erfitt er að finna óyggjandi eigendasögu jarðar allt frá landnámi. Við þessar aðstæður eru dómstólar að skera úr um eignarhald út frá því sem menn halda eða trúa en ekki því sem vitað er. Það gengur ekki og þess vegna verður að breyta lögunum á þann veg að meginreglan verði að taka gild þinglýst landa- merkjabréf. Fram hefur komið að þinglýst bréf eftir laga- setninguna 1882 hafa að mestu haldið og er því eðlilegt að styðjast við þau. Með þessari breytingu færist sönn- unarbyrðin yfir á ríkið sem verður þá að sýna fram á ann- marka gömlu landamerkjabréfanna og hnekkja þeim. Einfaldasta breytingin er annars sú að skipta um ríkis- stjórn og setja nýja menn í verkin, sem eru ekki bundnir af fyrri ákvörðunum og þurfa ekki að verja þær eða sýna pólitíska samstöðu með fyrri ráðherrum. Hófsamir og sanngjarnir ráðherrar eru besta lausnin á þessum heima- tilbúna vanda stjórnarflokkanna. Þá verða kröfur ríkisins sanngjarnar og líklegt að mál leysist í friði. Bændur og landeigendur eiga betra skilið en ófrið af hendi fulltrúa ríkisvaldsins sem allir ráðherrar síðasta áratug bera jafna og óskipta ábyrgð á. En hver hefði getað látið sér detta í hug að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur reynd- ust helstu þjóðnýtingarflokkar landsins? Heilla drýgst er að velja frelsið og kjósa Frjálslynda flokkinn. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður skrifar „Hófsamir og sann- gjarnir ráðherrar eru besta lausnin á þessum heimatilbúna vanda stjórnarflokkanna.“ Um trúverðugleika stjórnmálafræðinga Nú reynir heldur betur á stjórnmálafræðingana og félagsfræðingana í háskólum landsins. Þeim verður tíð- rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna. Stjórnmála- mönnum verður á hinn bóginn tíðrætt um trúverðug- leika stjórnmálafræðinga. Hinir síðarnefndu skilgreina hina fyrrnefndu. Í RÚV skilgreindi Baldur Þórhallsson, kennari í HÍ, vinstri kantinn í stjórnmálum. VG stend- ur sig vel að hans mati vegna þess að Samfylkingin léði flokknum trúverðugleika. Þetta reyndi hann að styðj- a sögulegum skýringum frá síðustu öld. Mér er spurn: Hvernig væri að prófess- orarnir færðu sig yfir á 21. öldina og hugleiddu að nýir tímar kynnu að vera upp runnir? Baldur á að láta sagn- fræðingum eftir að skýra liðinn tíma í sögu Norðurlanda. Þar fyrir utan er söguskýring hans kolröng að því er ég fæ best séð. Hlutverk stjórnmálafræðinga hlýtur að vera að skoða það sem nú er og þá ekki síður það sem fram- undan er. Þeir verða að gæta sín á því að festa sig ekki í hinu liðna, túlka allt með hliðsjón af því sem liðið er. Þetta sýnist mér vera vandi Baldurs Þórhallssonar. Sagan tekur nefnilega breytingum. Lítill flokkur í gær getur orð- ið stór á morgun. Ekki gleyma því heldur að Alþýðuflokk- urinn íslenski, sem alltaf bisaðist við kalla sig norrænan jafnaðarmannaflokk, var alltaf minni en Alþýðbandalag- ið sem byggði á róttækari grunni eins og VG gerir nú í samanburði við Samfylkingu. Á þessu virtust þær held- ur ekki átta sig fyllilega norrænu krataformennirnir sem hér voru í boði Samfylkingarinnar og buðu landsmönn- um upp á endalausar söguskýringar. Ekki þóttu mér þær skýringar sannfærandi. Eitt lítið atriði til viðbótar. Baldur Þórhallssson virtist óskaplega kátur yfir því að formaður Samfylkingarinnar skyldi hafa agnúast út í VG. Þetta var að hans mati stefnu- breyting sem gæti haft mikilvæga pólitíska þýðingu. Ég velti því fyrir mér hvort menn gætu fallið á prófi í stjórn- málafræði í HÍ ef menn skildu þetta ekki til fulls? Gæti verið að Baldri væri að fatast flugið í skýringum sínum og að óskhyggja Samfylkingarmanns réði för, ekki yfir- veguð greining stjórnmálafræðings? Getur verið að vel- gengni VG byggist á eigin verðleikum en ekki vegna þess að flokkurinn hafi fengið pólitískt heilbrigðisvottorð frá Samfylkingunni? Síðan mætti halda áfram með aðra spekúlanta úr stjórnmálafræðinni sem nú láta ljós sitt skína í fjölmiðl- um. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor á Bifröst vildi gifta Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu í hádegisfréttum RÚV. Þessi sló fréttastofa RÚV upp. Hvers vegna þessi ákafi RÚV í hjúskap þessara tveggja markaðssæknu stjórn- málaflokka er mér hulin ráðgáta. Það væri framför ef stjórnmálafræðingar tækju þá ákvörðun að vera stjórnmálafræðingar en létu okk- ur stjórnmálamönnunum það eftir að vera stjórnmála- menn. ÖGmundur Jónasson alþingismaður skrifar „Hvernig væri að prófess- orarnir færðu sig yfir á 21. öldina og hugleiddu að nýir tímar kynnu að vera upp runnir? Kjallari Leiðrétting Vegna mistaka við vinnslu DV á 12. apríl síðast liðinn var Ögmundi Jón- assyni, þingflokksformanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, eignuð greinin Útlendingum er mismunað í launum. Höfundur hennar er Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Íbúi við Bugðulæk skrifar: Hvað komast margir í sjópottinn? Vilja sundlaugagestir í Laugar- dalslaug upplifa líf sardínu í dós, ekki í tómatósu eða olíu heldur í sjó? Ég fór í sjópottinn nýlega og ofbauð al- gjörlega. Potturinn var mikið minni en ég hafði gert ráð fyrir út frá mynd- um sem birst höfðu af honum í fjöl- miðlum. Ég gekk að pottinum sem var full- ur, hinkraði aðeins þar til rúm mynd- aðist og skellti mér svo ofan í, þar sem mér líkaði veran vel, heitt sjó- bað lagðist vel í mig. En Adam var ekki lengi í paradís. Einn enn bætt- ist í pottinn þrátt fyrir að þar væri ekki pláss og ég var kominn með næsta mann smurðan á mig. Þá fór eitt barn upp úr og einn sem virtist ekki alveg sáttur við sitt sæti í pottin- um færði sig í það pláss sem var alltof lítið fyrir fullorðinn mann. Einn gafst upp og færði sig og við það myndað- ist um 25 sentímetra pláss við hlið- ina á mér og ég gat andað. En aftur rak Adam bara nefið inn í paradís því í tröppum pottsins stóð glaðvær og stór maður og spurði hvort þarna væri ekki pláss sem hann gæti troðið sér í og þar með lauk fimm mín- útna dvöl minni í sjópottinum. Getur verið að ég sé eina mann- eskjan sem vill ekki sitja þétt upp við hálf berrassað og ókunnugt fólk? Þessi stutta en óspennandi reynsla mín af sjópottinum kom mér veru- lega á óvart því það var ekki bara einn sem virtist sáttur við að sitja nánast upp á næsta manni. Afstaða til innflytjenda Ásta Möller þingmaður skrifar: Það er erfitt að átta sig á hvaða mið Frjálslyndir ætla að róa í kosn- ingunum framundan. Eina málið sem þeir halda á lofti í kosningabaráttunni er hertari lög- gjöf um innflytjendur með undirtón andstöðu við þá. Þar skera þeir sig frá öðrum flokkum. Í skoðanakönnun Blaðsins í dag kemur fram að um 76% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnuninni telja að vera innflytjenda hér á landi sé lítið eða ekkert vandamál. Tæp 13% telja að það færi með sér mikinn vanda og rétt um 4% að um mjög mikinn vanda sé að ræða. Kannski er það þessi 4% sem frjálslyndir eru að sækjast eftir og gangi það eftir má spyrja sig hvort það sé kjörfylgið sem þeir óska sér. Verði þeim að góðu! Það sem vekur einnig athygli er að landsbyggðarfólk, sérstaklega þeir sem búa á Norð-austurlandi og hafa mesta reynslu af samskiptum við innflytjendur og erlenda starfs- menn eru jákvæðastir í þeirra garð. Það bendir til að aukin kynni og aukin samskipti við innflytjendur, auka jákvæðni í þeirra garð. Af gefnu tilefni, þar sem Sigur- jón Þórðarson sendi mér línu hér á bloggið um afstöðu Sjálfstæðis- flokksins varðandi málefni innflytj- enda þá langar mig að láta fljóta hér með hluta úr nýsamþykktri lands- fundarályktun um fjölskyldumál, þar sem fjallað er um málefni innflytj- enda: „Innflytjendur hafa auðgað ís- lenskt menningar- og atvinnulíf. Ís- lenskukennsla fyrir innflytjendur og afkomendur þeirra er lykill að íslensku samfélagi. Jafnframt á að gefa nemendum kost á að taka próf á öðru tungu- máli ef full- nægjandi íslenskukunnátta er ekki til stað- ar. Íslenskukennsla á vinnustað og í vinnutíma er eftirsóknarverð. Skýra skal reglur og viðmið þeg- ar mat fer fram á menntun og námi sem innflytjendur hafa aflað sér í menntastofnunum erlendis. Bæta skal upplýsingaflæði til inn- flytjenda og aðstandenda þeirra á þeirra tungumáli, t.d. um réttindi sem tengjast dvalar- og atvinnuleyfi þeirra. Túlka- og þýðingarþjónustu ber að stórefla. Vernda þarf samningsbundinn rétt erlends starfsfólks, þannig að tryggt sé að þeim sé greitt samkvæmt samningum og það njóti sömu kjara og aðrir launþegar.“ lESENDUr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.